Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - ÍBV 8-0 | Stærsti sigur sumarsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2020 16:39 Agla María Albertsdóttir skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar gegn ÍBV. vísir/elín björg Breiðablik rústaði ÍBV, 8-0, í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Með sigrinum minnkuðu Blikar forskot Valskvenna á toppi deildarinnar niður í eitt stig og eiga auk þess leik til góða. Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. Agla María Albertsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Breiðablik og Alexandra Jóhannsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sitt markið hver. Þá skoraði Helena Jónsdóttir, varnarmaður ÍBV, sjálfsmark. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir ÍBV enda vantaði fjóra lykilmenn í liðið. Í byrjunarliði Eyjakvenna voru þrjár stelpur fæddar 2004 og ein 2006. Breiðablik var með gríðarlega mikla yfirburði og ÍBV átti bara eitt skot að marki í leiknum. Leikurinn var ekki orðinn mínútu gamall þegar Sveindís kom Breiðabliki yfir. Agla María kom Blikum í 2-0 á 18. mínútu og eftir hálftíma skoraði Alexandra þriðja markið með skemmtilegri vippu úr þröngu færi. Breiðablik skoraði svo þrjú mörk á fimm mínútum undir lok fyrri hálfleiks. Rakel og Karólína skoruðu í rétt mark og Helena í rangt mark. Blikar voru öllu rólegri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Ekki vantaði færin en einbeitingin í þeim var ekki sú sama og í fyrri hálfleik. Sveindís kom Breiðabliki í 7-0 með sínu öðru marki á 54. mínútu þegar hún fylgdi eftir skoti Andreu Ránar Snæfeld Hauksdóttur sem Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði. Á 68. mínútu skoraði Agla María áttunda mark heimakvenna með föstu skoti úr vítateignum. Heimakonur létu þar við sitja. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, tók sínar helstu stjörnur af velli í seinni hálfleik og gaf þeim hvíld fyrir leikinn mikilvæga gegn Val á laugardaginn. Lokatölur 8-0 í Kópavoginum en þetta var stærsti sigur liðs í Pepsi Max-deildinni í sumar. Markatala Breiðabliks í sumar er frábær, eða 65-3. Sveindís Jane Jónsdóttir reynir skot að marki ÍBV.vísir/elín björg Af hverju vann Breiðablik? Með fullmannað Eyjalið hefði leikurinn verið ójafn. Með vængbrotið lið var verkefnið ómögulegt. Blikar gáfu engin grið, héldu áfram allt til loka og röðuðu inn mörkum. Þau hefðu þó hæglega getað orðið fleiri því heimakonur fóru illa með nokkur dauðafæri. Hverjar stóðu upp úr? Agla María var frábær í liði Blika og Eyjakonur réðu ekkert við hana. Hún skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar. Sveindís skoraði sömuleiðis tvö mörk en fór illa með nokkur dauðafæri. Andrea heldur áfram að spila og Hafrún Rakel Halldórsdóttir átti góða spretti í stöðu vinstri bakvarðar. Hvað gekk illa? Eyjakonur sáu aldrei til sólar enda getumunurinn á liðunum gríðarlega mikill. Varnarleikur ÍBV var ekki góður og sóknarleikurinn bitlaus. Hvað gerist næst? Á laugardaginn mætir Breiðablik Val í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Origo-vellinum á Hlíðarenda. Næsti leikur ÍBV er gegn FH á Hásteinsvelli eftir viku. Þorsteinn: Fannst við gera þetta virkilega vel Þorsteinn Halldórsson hlakkar til leiksins gegn Val á laugardaginn.vísir/elín björg Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, hafði yfir litlu að kvarta eftir stórsigurinn á ÍBV. „Nei, alls ekki. ÍBV var vængbrotið lið og við gerðum okkur þetta auðveldara fyrir með því að skora strax í byrjun,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Þrátt fyrir að sterka leikmenn vantaði í lið ÍBV var engin værukærð hjá Breiðabliki sem var 6-0 yfir í hálfleik. „Mér fannst við gera þetta virkilega vel, af öryggi og festu. Við bárum það mikla virðingu fyrir andstæðingnum að við spiluðum af fullum krafti allan tímann,“ sagði Þorsteinn. Hann kveðst sáttur með hvernig hans lið kemur undan landsleikjahléinu. „Jájá, þetta er í fínu lagi. Þótt andstæðingurinn hafi verið vængbrotinn spiluðum við heilt yfir vel.“ Á laugardaginn mætast Breiðablik og Valur í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Við byrjum að undirbúa leikinn á morgun. Við fögnum bara þremur stigum og svo byrjum við að einbeita okkur að leiknum á laugardaginn,“ sagði Þorsteinn. En hefði hann viljað fá meira krefjandi leik fyrir stórleikinn gegn Val? „Nei, alls ekki. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli. Þetta er bara einn af þeim leikjum sem þarf að spila og einn leikur í þessu móti. Svo er það stærsti leikur sumarsins eins og staðan er í dag,“ svaraði Þorsteinn. Hann hlakkar til leiksins gegn Val. „Það eru ákveðin forréttindi að fá að taka þátt í svona leikjum. Það gefur þessu mikið, að vera í toppbaráttu, og það eru forréttindi að berjast um titla,“ sagði Þorsteinn að lokum. Birkir: Verðum að gefa aðeins í og ná okkur í stig Birkir Hlynsson er aðstoðarþjálfari ÍBV. Fyrir aftan hann er Andri Ólafsson, þjálfari liðsins.vísir/elín björg Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, segir að það hafi verið viðbúið að róðurinn yrði þungur gegn Breiðabliki. „Þetta var erfitt en ég er stoltur af stelpunum. Þær lögðu sig allar fram,“ sagði Birkir eftir leik. Fjóra erlenda leikmenn vantaði hjá ÍBV og meðalaldur byrjunarliðsins náði ekki 20 árum. „Þetta er bara hópurinn sem við erum með núna og við treystum þessum stelpum. Þær eru kannski ekki alveg tilbúnar í þetta getustig en þær eru ungar og efnilegar. Við völdum besta liðið sem við höfðum úr að velja,“ sagði Birkir sem á von á því að endurheimta erlendu leikmennina fyrir næsta leik ÍBV sem er gegn FH á sunnudaginn eftir viku. „Já, ég á von á því og það styrkir okkur klárlega. En við stilltum bara upp því liði sem við áttum til í dag,“ sagði Birkir. ÍBV er í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sautján stig, fjórum stigum frá fallsæti. Eyjakonur eru því ekki alveg lausar við falldrauginn. „Þetta er hörkubarátta í neðri hluta deildarinnar og við verðum að gefa aðeins í og ná okkur í stig,“ sagði Birkir að endingu. Pepsi Max-deild kvenna Breiðablik ÍBV
Breiðablik rústaði ÍBV, 8-0, í Pepsi Max-deild kvenna í dag. Með sigrinum minnkuðu Blikar forskot Valskvenna á toppi deildarinnar niður í eitt stig og eiga auk þess leik til góða. Breiðablik og Valur mætast á Hlíðarenda í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á laugardaginn. Agla María Albertsdóttir og Sveindís Jane Jónsdóttir skoruðu tvö mörk hvor fyrir Breiðablik og Alexandra Jóhannsdóttir, Rakel Hönnudóttir og Karólína Lea Vilhjálmsdóttir sitt markið hver. Þá skoraði Helena Jónsdóttir, varnarmaður ÍBV, sjálfsmark. Ljóst var að róðurinn yrði þungur fyrir ÍBV enda vantaði fjóra lykilmenn í liðið. Í byrjunarliði Eyjakvenna voru þrjár stelpur fæddar 2004 og ein 2006. Breiðablik var með gríðarlega mikla yfirburði og ÍBV átti bara eitt skot að marki í leiknum. Leikurinn var ekki orðinn mínútu gamall þegar Sveindís kom Breiðabliki yfir. Agla María kom Blikum í 2-0 á 18. mínútu og eftir hálftíma skoraði Alexandra þriðja markið með skemmtilegri vippu úr þröngu færi. Breiðablik skoraði svo þrjú mörk á fimm mínútum undir lok fyrri hálfleiks. Rakel og Karólína skoruðu í rétt mark og Helena í rangt mark. Blikar voru öllu rólegri í seinni hálfleik en þeim fyrri. Ekki vantaði færin en einbeitingin í þeim var ekki sú sama og í fyrri hálfleik. Sveindís kom Breiðabliki í 7-0 með sínu öðru marki á 54. mínútu þegar hún fylgdi eftir skoti Andreu Ránar Snæfeld Hauksdóttur sem Auður Sveinbjörnsdóttir Scheving varði. Á 68. mínútu skoraði Agla María áttunda mark heimakvenna með föstu skoti úr vítateignum. Heimakonur létu þar við sitja. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, tók sínar helstu stjörnur af velli í seinni hálfleik og gaf þeim hvíld fyrir leikinn mikilvæga gegn Val á laugardaginn. Lokatölur 8-0 í Kópavoginum en þetta var stærsti sigur liðs í Pepsi Max-deildinni í sumar. Markatala Breiðabliks í sumar er frábær, eða 65-3. Sveindís Jane Jónsdóttir reynir skot að marki ÍBV.vísir/elín björg Af hverju vann Breiðablik? Með fullmannað Eyjalið hefði leikurinn verið ójafn. Með vængbrotið lið var verkefnið ómögulegt. Blikar gáfu engin grið, héldu áfram allt til loka og röðuðu inn mörkum. Þau hefðu þó hæglega getað orðið fleiri því heimakonur fóru illa með nokkur dauðafæri. Hverjar stóðu upp úr? Agla María var frábær í liði Blika og Eyjakonur réðu ekkert við hana. Hún skoraði tvö mörk og gaf tvær stoðsendingar. Sveindís skoraði sömuleiðis tvö mörk en fór illa með nokkur dauðafæri. Andrea heldur áfram að spila og Hafrún Rakel Halldórsdóttir átti góða spretti í stöðu vinstri bakvarðar. Hvað gekk illa? Eyjakonur sáu aldrei til sólar enda getumunurinn á liðunum gríðarlega mikill. Varnarleikur ÍBV var ekki góður og sóknarleikurinn bitlaus. Hvað gerist næst? Á laugardaginn mætir Breiðablik Val í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn á Origo-vellinum á Hlíðarenda. Næsti leikur ÍBV er gegn FH á Hásteinsvelli eftir viku. Þorsteinn: Fannst við gera þetta virkilega vel Þorsteinn Halldórsson hlakkar til leiksins gegn Val á laugardaginn.vísir/elín björg Þorsteinn Halldórsson, þjálfari Breiðabliks, hafði yfir litlu að kvarta eftir stórsigurinn á ÍBV. „Nei, alls ekki. ÍBV var vængbrotið lið og við gerðum okkur þetta auðveldara fyrir með því að skora strax í byrjun,“ sagði Þorsteinn eftir leik. Þrátt fyrir að sterka leikmenn vantaði í lið ÍBV var engin værukærð hjá Breiðabliki sem var 6-0 yfir í hálfleik. „Mér fannst við gera þetta virkilega vel, af öryggi og festu. Við bárum það mikla virðingu fyrir andstæðingnum að við spiluðum af fullum krafti allan tímann,“ sagði Þorsteinn. Hann kveðst sáttur með hvernig hans lið kemur undan landsleikjahléinu. „Jájá, þetta er í fínu lagi. Þótt andstæðingurinn hafi verið vængbrotinn spiluðum við heilt yfir vel.“ Á laugardaginn mætast Breiðablik og Valur í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. „Við byrjum að undirbúa leikinn á morgun. Við fögnum bara þremur stigum og svo byrjum við að einbeita okkur að leiknum á laugardaginn,“ sagði Þorsteinn. En hefði hann viljað fá meira krefjandi leik fyrir stórleikinn gegn Val? „Nei, alls ekki. Það skiptir í sjálfu sér ekki máli. Þetta er bara einn af þeim leikjum sem þarf að spila og einn leikur í þessu móti. Svo er það stærsti leikur sumarsins eins og staðan er í dag,“ svaraði Þorsteinn. Hann hlakkar til leiksins gegn Val. „Það eru ákveðin forréttindi að fá að taka þátt í svona leikjum. Það gefur þessu mikið, að vera í toppbaráttu, og það eru forréttindi að berjast um titla,“ sagði Þorsteinn að lokum. Birkir: Verðum að gefa aðeins í og ná okkur í stig Birkir Hlynsson er aðstoðarþjálfari ÍBV. Fyrir aftan hann er Andri Ólafsson, þjálfari liðsins.vísir/elín björg Birkir Hlynsson, aðstoðarþjálfari ÍBV, segir að það hafi verið viðbúið að róðurinn yrði þungur gegn Breiðabliki. „Þetta var erfitt en ég er stoltur af stelpunum. Þær lögðu sig allar fram,“ sagði Birkir eftir leik. Fjóra erlenda leikmenn vantaði hjá ÍBV og meðalaldur byrjunarliðsins náði ekki 20 árum. „Þetta er bara hópurinn sem við erum með núna og við treystum þessum stelpum. Þær eru kannski ekki alveg tilbúnar í þetta getustig en þær eru ungar og efnilegar. Við völdum besta liðið sem við höfðum úr að velja,“ sagði Birkir sem á von á því að endurheimta erlendu leikmennina fyrir næsta leik ÍBV sem er gegn FH á sunnudaginn eftir viku. „Já, ég á von á því og það styrkir okkur klárlega. En við stilltum bara upp því liði sem við áttum til í dag,“ sagði Birkir. ÍBV er í 7. sæti Pepsi Max-deildarinnar með sautján stig, fjórum stigum frá fallsæti. Eyjakonur eru því ekki alveg lausar við falldrauginn. „Þetta er hörkubarátta í neðri hluta deildarinnar og við verðum að gefa aðeins í og ná okkur í stig,“ sagði Birkir að endingu.
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti