Sendi erindi til Héraðssaksóknara vegna máls Eimskips Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2020 12:13 Héraðssaksóknari hefur fengið erindi vegna málsins vísir/vilhelm Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi, og flutningi þeirra til niðurrifs á Indlandi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en segist ekki geta tjáð sig meira um málið, sem sé í hefðbundnum farvegi hjá embættinu. Umhverfisstofnun hefur einnig staðfest við fréttastofu að stofnunni hafi borist ábending um málið, og að hún sé í skoðun. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær var fjallað um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. Í þættinum var fjallað um sölu og endurvinnslu skipanna, sem enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, hina alræmdu Alang-strönd. Var þar meðal annars rætt við Ingvildi Jenssen, forsvarsmann Shipbreaking Platform, sem telur að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin tvo voru seld og flutt til Indlands til niðurrifs. Í þætti Kveiks kom fram að umræddar endurvinnslustöðvar í Indlandi uppfylli ekki evrópskar reglur um endurvinnslu skipa, sem tekið er á í hinum svokallaða Basel-samningi, sem tók gildi hér á landi árið 2010, og gildir meðal annars um starfsemi Eimskips og annarra fyrirtækja hér á landi. Í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Þar var einnig fjallað um félagið GMS, sem keypti umrædd skip af Eimskip. Hærra verð í Asíu en í Evrópu Eimskip segir hins vegar að GMS hafi tekið ákvörðun um að senda þau til Indlands til niðurrifs, til skipaendurvinnslustöðva sem starfi eftir Hong Kong-samningnum svokallaða. Í þætti Kveiks var rætt við sérfræðing sem gefur lítið fyrir þann samning, og segir hann notaðan til þess að veita mönnum leið fram hjá Basel-sáttmálanum, sem bannar aðildarríkjum að flytja mengandi úrgang til þróunarlanda, skip til niðurrifs þar á meðal. Í þætti Kveiks kom fram að skipaendurvinnslustöðvar í Asíu greiði fjórum sinnum hærra verð fyrir skip á leið í niðurrif, og að erfitt sé fyrir evrópskar stöðvar, sem fylgi evrópskum reglum þegar kemur að niðurrifi skipa, að keppa við þau verð. Í yfirlýsingu Eimskips vegna málsins sem birtist í síðustu viku er því haldið fram að Eimskip hafi í einu og öllu fylgt lögum og reglum í söluferli, og að skipin hafi verið seld til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið taki umræðu um þetta mál alvarlega, enda markmið þess að vera samfélagslega ábyrgt. Héraðssaksóknari og Umhverfisstofnun eru sem fyrr segir með málið til skoðunar. Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Embætti héraðssaksóknara hefur borist erindi frá Umhverfisstofnun vegna máls sem var til umfjöllunar í þætti Kveiks í gær um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi, og flutningi þeirra til niðurrifs á Indlandi. Þetta staðfestir Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari í samtali við Vísi en segist ekki geta tjáð sig meira um málið, sem sé í hefðbundnum farvegi hjá embættinu. Umhverfisstofnun hefur einnig staðfest við fréttastofu að stofnunni hafi borist ábending um málið, og að hún sé í skoðun. Í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær var fjallað um sölu Eimskips á skipunum Laxfossi og Goðafossi. Í þættinum var fjallað um sölu og endurvinnslu skipanna, sem enduðu í skipaendurvinnslustöðum í Indlandi, við stærsta skipakirkjugarð heims, hina alræmdu Alang-strönd. Var þar meðal annars rætt við Ingvildi Jenssen, forsvarsmann Shipbreaking Platform, sem telur að Eimskip hafi brotið evrópska úrgangslöggjöf þegar skipin tvo voru seld og flutt til Indlands til niðurrifs. Í þætti Kveiks kom fram að umræddar endurvinnslustöðvar í Indlandi uppfylli ekki evrópskar reglur um endurvinnslu skipa, sem tekið er á í hinum svokallaða Basel-samningi, sem tók gildi hér á landi árið 2010, og gildir meðal annars um starfsemi Eimskips og annarra fyrirtækja hér á landi. Í umfjöllun BBC um Alang-ströndina frá því í mars kom fram að öryggi starfsmanna og mengunvarnir við endurvinnslu skipa væri ábótavant. Þar var einnig fjallað um félagið GMS, sem keypti umrædd skip af Eimskip. Hærra verð í Asíu en í Evrópu Eimskip segir hins vegar að GMS hafi tekið ákvörðun um að senda þau til Indlands til niðurrifs, til skipaendurvinnslustöðva sem starfi eftir Hong Kong-samningnum svokallaða. Í þætti Kveiks var rætt við sérfræðing sem gefur lítið fyrir þann samning, og segir hann notaðan til þess að veita mönnum leið fram hjá Basel-sáttmálanum, sem bannar aðildarríkjum að flytja mengandi úrgang til þróunarlanda, skip til niðurrifs þar á meðal. Í þætti Kveiks kom fram að skipaendurvinnslustöðvar í Asíu greiði fjórum sinnum hærra verð fyrir skip á leið í niðurrif, og að erfitt sé fyrir evrópskar stöðvar, sem fylgi evrópskum reglum þegar kemur að niðurrifi skipa, að keppa við þau verð. Í yfirlýsingu Eimskips vegna málsins sem birtist í síðustu viku er því haldið fram að Eimskip hafi í einu og öllu fylgt lögum og reglum í söluferli, og að skipin hafi verið seld til áframhaldandi rekstrar en ekki til endurvinnslu. Félagið taki umræðu um þetta mál alvarlega, enda markmið þess að vera samfélagslega ábyrgt. Héraðssaksóknari og Umhverfisstofnun eru sem fyrr segir með málið til skoðunar.
Sala Eimskips á Laxfossi og Goðafossi Umhverfismál Fjölmiðlar Skipaflutningar Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira