Ballarin skoðar réttarstöðu sína eftir hlutafjárútboð Icelandair Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 25. september 2020 06:35 Michelle Ballarin tók þátt í hlutafjárútboði Icelandair en stjórn félagsins tók ekki tilboðinu. Ballarin hyggst leita réttar síns. Vísir Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin hér á landi, telur að hún hafi verið beitt mismunun í útboðinu og að líklega hafi aðrir þættir en fjárhagslegir hagsmunir ráðið afstöðu til tilboðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Það vakti töluverða athygli þegar Ballarin kom til landsins í síðustu viku til þess að taka þátt í útboðinu. Tilboð hennar hljóðaði upp á sjö milljarða króna en á föstudag greindu fjölmiðlar frá því að stjórn Icelandair hefði hafnað tilboði Ballarin. Páll Ágúst segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé ekki einu sinni hægt að segja að tilboði Ballarin hafi verið hafnað. „Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir hann. Það hafi komið honum á óvart hversu ófaglega málsmeðferð Ballarin fékk í útboðinu. „Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“ segir Páll Ágúst sem efast um að afstaða Icelandair til tilboðsins hafi aðeins byggt á fjárhagslegum forsendum. Varðandi hina meintu mismunun segir hann nauðsynlegt að upplýsa hvort umbjóðandi hans hafi setið við sama borð og aðrir sem þátt tóku í útboðinu. Þá þurfi þessi ákvörðun Icelandair, sem sé eitt stærsta fyrirtæki landsins og skráð á opinberan markað, að vera hafin yfir vafa. „Ég held að hér hafi bæði haft áhrif að umbjóðandi minn hefur skoðanir á flugrekstri og hefur tjáð sig um hvað henni finnst mega betur fara hjá fyrirtækinu og mögulega hugnast forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki að stórir hluthafar þess hafi slíkar skoðanir. Okkur var einfaldlega ekkert svigrúm gefið til þess að sýna fram á greiðslugetu og í skjóli nætur eftir að útboðinu lauk var henni einfaldlega hent út ef marka má það sem við lásum í fjölmiðlum morguninn eftir,“ segir Páll Ágúst. Ekki er ljóst á þessari stundu hver næstu skref verða en lögmaðurinn segir réttarstöðu Ballarin til skoðunar og líklegt sé að hún muni sækja rétt sinn í takti við það sem lög leyfa. Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Bandaríski fjárfestirinn Michelle Ballarin skoðar nú réttarstöðu sína í kjölfar þess að tilboði hennar í hlutafjárútboði Icelandair, sem lauk í liðinni viku, var ekki tekið. Páll Ágúst Ólafsson, lögmaður Ballarin hér á landi, telur að hún hafi verið beitt mismunun í útboðinu og að líklega hafi aðrir þættir en fjárhagslegir hagsmunir ráðið afstöðu til tilboðsins. Frá þessu er greint í Fréttablaðinu í dag. Það vakti töluverða athygli þegar Ballarin kom til landsins í síðustu viku til þess að taka þátt í útboðinu. Tilboð hennar hljóðaði upp á sjö milljarða króna en á föstudag greindu fjölmiðlar frá því að stjórn Icelandair hefði hafnað tilboði Ballarin. Páll Ágúst segir í viðtali við Fréttablaðið að það sé ekki einu sinni hægt að segja að tilboði Ballarin hafi verið hafnað. „Því var einfaldlega ekki svarað,“ segir hann. Það hafi komið honum á óvart hversu ófaglega málsmeðferð Ballarin fékk í útboðinu. „Ég þori að fullyrða að aðrir sjö þúsund þátttakendur í útboðinu hafi ekki verið krafðir um sams konar sönnun fyrir fjármögnun og hún,“ segir Páll Ágúst sem efast um að afstaða Icelandair til tilboðsins hafi aðeins byggt á fjárhagslegum forsendum. Varðandi hina meintu mismunun segir hann nauðsynlegt að upplýsa hvort umbjóðandi hans hafi setið við sama borð og aðrir sem þátt tóku í útboðinu. Þá þurfi þessi ákvörðun Icelandair, sem sé eitt stærsta fyrirtæki landsins og skráð á opinberan markað, að vera hafin yfir vafa. „Ég held að hér hafi bæði haft áhrif að umbjóðandi minn hefur skoðanir á flugrekstri og hefur tjáð sig um hvað henni finnst mega betur fara hjá fyrirtækinu og mögulega hugnast forsvarsmönnum fyrirtækisins ekki að stórir hluthafar þess hafi slíkar skoðanir. Okkur var einfaldlega ekkert svigrúm gefið til þess að sýna fram á greiðslugetu og í skjóli nætur eftir að útboðinu lauk var henni einfaldlega hent út ef marka má það sem við lásum í fjölmiðlum morguninn eftir,“ segir Páll Ágúst. Ekki er ljóst á þessari stundu hver næstu skref verða en lögmaðurinn segir réttarstöðu Ballarin til skoðunar og líklegt sé að hún muni sækja rétt sinn í takti við það sem lög leyfa.
Icelandair Fréttir af flugi Markaðir Mest lesið Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent X-kynslóðin: Oft gleymd en ómissandi Atvinnulíf Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira