Opna ísbúð á Granda: Mitt á milli deserts og bragðarefs Atli Ísleifsson skrifar 24. september 2020 13:52 Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður hjá Omnom, segir hugmyndina um ísbúð hafa verið lengi á teikniborðinu. Vísir/Vilhelm „Við ákváðum að láta verða af hugmynd sem við höfum verið með á teikniborðinu ansi lengi. Það var svo kannski Covid-ástandið sem varð til þess að við settum í fjórða gír með þetta verkefni.“ Þetta segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi súkkulaðigerðarinnar Omnom, en til stendur að opna ísbúð í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina við Hólmaslóð á Granda í Reykjavík á morgun, Kjartan segir að Omnom hafi verið með verslun við Hólmaslóð allt frá því að súkkulaðigerðin flutti þangað árið 2016. „Síðan í maí hefur henni hins vegar verið sjálflokað þar sem það hefur ekki verið neinn straumur hingað niður eftir. Þá fórum við að ræða það, við félagarnir, að núna væri kannski rétti tíminn til að skella í eina ísbúð.“ Frestuðu opnun vegna annarrar bylgjunnar Kjartan segir að forsvarsmenn súkkulaðigerðarinnar hafi opnað „pop-up“ ísbúð á þjóðhátíðardeginn 17. júní, meðal annars til að kanna hver viðbrögðin yrðu og þá hafi hafi verið um 500 manns fyrir utan. „Við ætluðum svo að opna í kringum verslunarmannahelgi, í kringum Pride, en svo kom bakslag í allt aftur svo við ákváðum að bíða aðeins með þetta. En síðustu tvær helgar höfum við verið með svona „mjúka opnun“ og verðum með aftur núna um helgina. Svo verðum við vonandi komin á fullt fjör frá og með næstu viku.“ Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Omnom.Vísir/vilhelm Mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs Kjartan segir hugmyndina hafa verið að vera með ísbúð og vera með ísrétti. „Við erum kannski ekki að bjóða upp á þetta klassíska sem flestar ísbúðir eru að bjóða uppi, heldur verðum við einhvers staðar á bilinu veitingaeftirréttur og yfir í bragðaref. Eins og staðan er nú þá erum við ekki að framleiða ísinn sjálf en stefnum á að gera það þegar fram í sækir. Það er draumurinn að geta fiktað aðeins meira með hann. Núna erum við aðallega að búa til sósur, kurl og sælgæti til að seta ofan á. Þetta verða þá réttir sem eru innblásnir af súkkulaðistykkjunum okkar.“ Kjartan segir að síðustu „mjúku opnanirnar“ verði á morgun frá 16 til 22 og svo aftur um helgina, frá 14 til 22. „Svo verðum við fyrst með eftirmiðdagsopnanir á meðan við erum að koma okkur af stað,“ segir Kjartan. Verslun Veitingastaðir Ís Matur Reykjavík Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
„Við ákváðum að láta verða af hugmynd sem við höfum verið með á teikniborðinu ansi lengi. Það var svo kannski Covid-ástandið sem varð til þess að við settum í fjórða gír með þetta verkefni.“ Þetta segir Kjartan Gíslason, súkkulaðigerðarmaður og annar stofnandi súkkulaðigerðarinnar Omnom, en til stendur að opna ísbúð í rýminu fyrir framan súkkulaðigerðina við Hólmaslóð á Granda í Reykjavík á morgun, Kjartan segir að Omnom hafi verið með verslun við Hólmaslóð allt frá því að súkkulaðigerðin flutti þangað árið 2016. „Síðan í maí hefur henni hins vegar verið sjálflokað þar sem það hefur ekki verið neinn straumur hingað niður eftir. Þá fórum við að ræða það, við félagarnir, að núna væri kannski rétti tíminn til að skella í eina ísbúð.“ Frestuðu opnun vegna annarrar bylgjunnar Kjartan segir að forsvarsmenn súkkulaðigerðarinnar hafi opnað „pop-up“ ísbúð á þjóðhátíðardeginn 17. júní, meðal annars til að kanna hver viðbrögðin yrðu og þá hafi hafi verið um 500 manns fyrir utan. „Við ætluðum svo að opna í kringum verslunarmannahelgi, í kringum Pride, en svo kom bakslag í allt aftur svo við ákváðum að bíða aðeins með þetta. En síðustu tvær helgar höfum við verið með svona „mjúka opnun“ og verðum með aftur núna um helgina. Svo verðum við vonandi komin á fullt fjör frá og með næstu viku.“ Kjartan Gíslason og Hildur Halldórsdóttir, rekstrarstjóri Omnom.Vísir/vilhelm Mitt á milli deserts á veitingastað og bragðarefs Kjartan segir hugmyndina hafa verið að vera með ísbúð og vera með ísrétti. „Við erum kannski ekki að bjóða upp á þetta klassíska sem flestar ísbúðir eru að bjóða uppi, heldur verðum við einhvers staðar á bilinu veitingaeftirréttur og yfir í bragðaref. Eins og staðan er nú þá erum við ekki að framleiða ísinn sjálf en stefnum á að gera það þegar fram í sækir. Það er draumurinn að geta fiktað aðeins meira með hann. Núna erum við aðallega að búa til sósur, kurl og sælgæti til að seta ofan á. Þetta verða þá réttir sem eru innblásnir af súkkulaðistykkjunum okkar.“ Kjartan segir að síðustu „mjúku opnanirnar“ verði á morgun frá 16 til 22 og svo aftur um helgina, frá 14 til 22. „Svo verðum við fyrst með eftirmiðdagsopnanir á meðan við erum að koma okkur af stað,“ segir Kjartan.
Verslun Veitingastaðir Ís Matur Reykjavík Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira