Innflutningur landbúnaðarvara – Hvað er í gangi? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar 23. september 2020 17:00 Komið hefur í ljós að ósamræmi er milli talna um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til landsins og tölum um innflutning í gögnum Hagstofu Íslands. Þessi munur kallar á skýringar og er í raun mjög alvarlegur ef satt reynist. Samkvæmt opinberum gögnum frá ESB virðast tölur um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til Ísland hærri en kemur fram í innflutningsgögnum Hagstofunnar. Hér er um töluverðan mun að ræða sem telst jafnvel í hundruðum tonna í ákveðnum tollflokkum á þriggja ára tímabili. Til dæmis er misræmið á innflutningi á unnum kjötvörum 1.673 tonn. Hér eru að rísa heilu fjallgarðarnir á milli þess traust sem ætti að ríkja á milliríkjasamningum og eftirliti með þeim. Þetta misræmi á ekki að vera til staðar, í milliríkjasamningum um landbúnaðarvörur eru allar reglur skýrar hvað varðar innflutning á lægri eða engum tollum, hvað er því í gangi? Hér eru miklir hagsmunir í húfi, störf innanlands auk tapaðra tekna fyrir ríkissjóð. Það eru sameiginlegir hagsmunir bænda, neytenda og innflutningsaðila að það ríki heiðarleiki um viðskipti sem þegar hefur verið samið um. Rétt skal vera rétt það er óásættanlegt að hér sé verið að brjóta þær leikreglur sem eiga að ríkja og bæði lög og reglur eru skýr með það Herða þarf eftirlit Íslenskir bændur verða hér fyrir miklu tjóni og má það rekja til skorts á eftirliti með innflutningi. Slakt eftirlit veldur einnig tekjutapi fyrir ríkissjóð. Óvissan skapar tortryggni og því verður varla séð að ástæða sé til að slaka á frekari tollvernd á landbúnaðarvörum. Því eru allir að tapa og ekki síst neytendur. Tollfrjáls frjálshyggja Tollar á matvælum og umræða um þá er reglulega tekin upp. Valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar bera sig aumlega undan tollvernd á íslenskum landbúnaðarafurðum og má skilja að hér sé um séríslenska tegund um að ræða líkt og íslenska sauðkindin. Það þurfi bara að spýta í lófana og fara í markaðsátak og nýsköpun og þá sé fullkomnum markaðsheimi borgið. Það er staðreynd að síðan tollar voru lækkaðir eða felldir niður á innfluttu grænmeti þá hefur markaðshlutdeild íslensks grænmetis minnkað hér innanlands þrátt fyrir markaðsátak íslenskra grænmetisbænda. Ástæða tollverndar Tollar á landbúnaðarvörum þekkjast út um allan heim og þjóðir setja toll á til að vernda sína framleiðslu. Það er engum sama um hvort að innlend matvælaframleiðsla á sér stað eða ekki. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna tollfrjálsa innflutningskvóta inn á ESB-markaðinn fyrir skyr, lambakjöt, unninn lax og fleira. Tollar á vörur umfram kvótana eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu, hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Ísland hefur svo samið um aðra kvóta á móti. Til viðbótar er almennt tollfrelsi á vörum hingað inn mun umfangsmeira en inn til Evrópusambandsins. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í mörgum tilvikum að keppa við vörur sem njóta hárra styrkja í framleiðslulandinu og einnig tollverndar þeim megin. Það er rangtúlkun að halda því fram að tollvernd hérlendis sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Mikilvægi tollverndar fyrir íslenska framleiðslu Tollvernd er íslenskri framleiðslu mikilvæg og er stuðningur til að standast samkeppni við innflutningi frá löndum sem fá jafnvel mikinn stuðning í öðru formi við sína framleiðslu. Hún er til að jafna aðstöðuna. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Á Íslandi vinna þúsundir við matvælaframleiðslu. Fólk sem skilar sköttum og skyldum til þjóðarbúsins auk fyrirtækjanna sem eru innan þessa geira. Á komandi mánuðum þurfum við sem aldrei fyrr að verja störf og skapa ný störf og huga að nýsköpun í innlendri matvælaframleiðslu. Auka ætti því tollvernd á íslenskri framleiðslu og standa svo við hana fremur en að horfa upp á þessi vinnubrögð sem enginn græðir á. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Signý Kristjánsdóttir Landbúnaður Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Komið hefur í ljós að ósamræmi er milli talna um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til landsins og tölum um innflutning í gögnum Hagstofu Íslands. Þessi munur kallar á skýringar og er í raun mjög alvarlegur ef satt reynist. Samkvæmt opinberum gögnum frá ESB virðast tölur um útflutning landbúnaðarvara frá ESB til Ísland hærri en kemur fram í innflutningsgögnum Hagstofunnar. Hér er um töluverðan mun að ræða sem telst jafnvel í hundruðum tonna í ákveðnum tollflokkum á þriggja ára tímabili. Til dæmis er misræmið á innflutningi á unnum kjötvörum 1.673 tonn. Hér eru að rísa heilu fjallgarðarnir á milli þess traust sem ætti að ríkja á milliríkjasamningum og eftirliti með þeim. Þetta misræmi á ekki að vera til staðar, í milliríkjasamningum um landbúnaðarvörur eru allar reglur skýrar hvað varðar innflutning á lægri eða engum tollum, hvað er því í gangi? Hér eru miklir hagsmunir í húfi, störf innanlands auk tapaðra tekna fyrir ríkissjóð. Það eru sameiginlegir hagsmunir bænda, neytenda og innflutningsaðila að það ríki heiðarleiki um viðskipti sem þegar hefur verið samið um. Rétt skal vera rétt það er óásættanlegt að hér sé verið að brjóta þær leikreglur sem eiga að ríkja og bæði lög og reglur eru skýr með það Herða þarf eftirlit Íslenskir bændur verða hér fyrir miklu tjóni og má það rekja til skorts á eftirliti með innflutningi. Slakt eftirlit veldur einnig tekjutapi fyrir ríkissjóð. Óvissan skapar tortryggni og því verður varla séð að ástæða sé til að slaka á frekari tollvernd á landbúnaðarvörum. Því eru allir að tapa og ekki síst neytendur. Tollfrjáls frjálshyggja Tollar á matvælum og umræða um þá er reglulega tekin upp. Valinkunnir talsmenn frjálshyggjunnar bera sig aumlega undan tollvernd á íslenskum landbúnaðarafurðum og má skilja að hér sé um séríslenska tegund um að ræða líkt og íslenska sauðkindin. Það þurfi bara að spýta í lófana og fara í markaðsátak og nýsköpun og þá sé fullkomnum markaðsheimi borgið. Það er staðreynd að síðan tollar voru lækkaðir eða felldir niður á innfluttu grænmeti þá hefur markaðshlutdeild íslensks grænmetis minnkað hér innanlands þrátt fyrir markaðsátak íslenskra grænmetisbænda. Ástæða tollverndar Tollar á landbúnaðarvörum þekkjast út um allan heim og þjóðir setja toll á til að vernda sína framleiðslu. Það er engum sama um hvort að innlend matvælaframleiðsla á sér stað eða ekki. Til að mynda er Evrópusambandið mikið tollabandalag þar sem innri markaðurinn er eitt svæði og lönd utan hans annað. Íslendingar hafa ákveðna tollfrjálsa innflutningskvóta inn á ESB-markaðinn fyrir skyr, lambakjöt, unninn lax og fleira. Tollar á vörur umfram kvótana eru settir af ESB til að verja eigin framleiðslu, hagkerfi og tryggja að bændur og úrvinnslugeirinn á þessu svæði hafi ákveðið öryggi fyrir sína framleiðslu. Ísland hefur svo samið um aðra kvóta á móti. Til viðbótar er almennt tollfrelsi á vörum hingað inn mun umfangsmeira en inn til Evrópusambandsins. Íslenskar landbúnaðarvörur eru í mörgum tilvikum að keppa við vörur sem njóta hárra styrkja í framleiðslulandinu og einnig tollverndar þeim megin. Það er rangtúlkun að halda því fram að tollvernd hérlendis sé eitthvað séríslenskt fyrirbæri. Mikilvægi tollverndar fyrir íslenska framleiðslu Tollvernd er íslenskri framleiðslu mikilvæg og er stuðningur til að standast samkeppni við innflutningi frá löndum sem fá jafnvel mikinn stuðning í öðru formi við sína framleiðslu. Hún er til að jafna aðstöðuna. Tollar eru og verða til staðar á meðan við lifum ekki í hinum fullkomna heimi frjálsra viðskipta. Sá tími mun seint koma því að samkeppnishæfni þjóða og hlutfallslegir yfirburðir þeirra eru mjög ólík. Á Íslandi vinna þúsundir við matvælaframleiðslu. Fólk sem skilar sköttum og skyldum til þjóðarbúsins auk fyrirtækjanna sem eru innan þessa geira. Á komandi mánuðum þurfum við sem aldrei fyrr að verja störf og skapa ný störf og huga að nýsköpun í innlendri matvælaframleiðslu. Auka ætti því tollvernd á íslenskri framleiðslu og standa svo við hana fremur en að horfa upp á þessi vinnubrögð sem enginn græðir á. Höfundur er þingmaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar