Staðfestu tæplega þrjátíu ára gamalt kuldamet á Grænlandi Kjartan Kjartansson skrifar 23. september 2020 12:03 Við Grænlandsstrendur. Metkuldinn mældist hátt á Grænlandsjökli í desember árið 1991. AP/Brennan Linsley Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur nú staðfest að -69,6°C sem mældust á sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Grænlandi árið 1991 sé mesti kuldi sem mæst hefur á norðurhveli jarðar. Sérfræðingar stofnunarinnar sem fara yfir eldri veðurgögn telja að búnaðurinn og aðferðirnar sem voru notaðar við mælinguna geri hana gjaldgenga. Nýja kuldametið er 1,8°C lægra en þær -67,8°C sem hafa mælst í tvígang í Síberíu, annars vegar í Verkhojanksk í febrúar árið 1892 og hins vegar í Oimekon í janúar árið 1933. Haldið er utan um ýmis konar veðuröfgar í gagnabanka Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO), þar á meðal mesta hita, kulda og úrkomu. Í sumum tilfellum finna sérfræðingar hennar löngugleymdar veðurathuganir sem geta veitt mikilvægar upplýsingar um þróun loftslags jarðar. Þeir vinna að því að greina og staðfesta slík gögn. Mælingin á Grænlandi var gerð á Klinck-mælistöðinni í 3.105 metra hæð nærri hæsta punkti Grænlandsjökuls 22. desember árið 1991, að því er segir í tilkynningu frá WMO. Sjálfvirka veðurstöðin sem mældi kuldann var á vegum Háskólans í Wisconsin vegna rannsókna á Grænlandsjökli og var virk í tvö ár í byrjun 10. áratugsins. Sérfræðingar WMO þurftu að hafa uppi á vísindamönnunum sem ráku veðurstöðina fyrir tæpum þremur áratugum til þess að geta staðfest metið. Í ljós kom að þeir höfðu haldið samviskusamlega utan um öll gögn sem tengdust mælingunum. Mesta frost sem mælst hefur á jörðinni er -89,2°C á Vostok-stöðinni á Suðurskautslandinu 21. júlí árið 1983. Sérfræðingar WMO vinna enn að því að staðfesta hvort að met hafi verið slegið í Verkhojanksk, þar sem eldra kuldametið var sett, þegar þar mældust 38°C í hitabylgju í Síberíu 20. júní. Það gæti verið mesti hiti sem hefur mælst norðan heimskautsbaugs. Veður Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur nú staðfest að -69,6°C sem mældust á sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Grænlandi árið 1991 sé mesti kuldi sem mæst hefur á norðurhveli jarðar. Sérfræðingar stofnunarinnar sem fara yfir eldri veðurgögn telja að búnaðurinn og aðferðirnar sem voru notaðar við mælinguna geri hana gjaldgenga. Nýja kuldametið er 1,8°C lægra en þær -67,8°C sem hafa mælst í tvígang í Síberíu, annars vegar í Verkhojanksk í febrúar árið 1892 og hins vegar í Oimekon í janúar árið 1933. Haldið er utan um ýmis konar veðuröfgar í gagnabanka Alþjóðaveðurfræðistofnunarinnar (WMO), þar á meðal mesta hita, kulda og úrkomu. Í sumum tilfellum finna sérfræðingar hennar löngugleymdar veðurathuganir sem geta veitt mikilvægar upplýsingar um þróun loftslags jarðar. Þeir vinna að því að greina og staðfesta slík gögn. Mælingin á Grænlandi var gerð á Klinck-mælistöðinni í 3.105 metra hæð nærri hæsta punkti Grænlandsjökuls 22. desember árið 1991, að því er segir í tilkynningu frá WMO. Sjálfvirka veðurstöðin sem mældi kuldann var á vegum Háskólans í Wisconsin vegna rannsókna á Grænlandsjökli og var virk í tvö ár í byrjun 10. áratugsins. Sérfræðingar WMO þurftu að hafa uppi á vísindamönnunum sem ráku veðurstöðina fyrir tæpum þremur áratugum til þess að geta staðfest metið. Í ljós kom að þeir höfðu haldið samviskusamlega utan um öll gögn sem tengdust mælingunum. Mesta frost sem mælst hefur á jörðinni er -89,2°C á Vostok-stöðinni á Suðurskautslandinu 21. júlí árið 1983. Sérfræðingar WMO vinna enn að því að staðfesta hvort að met hafi verið slegið í Verkhojanksk, þar sem eldra kuldametið var sett, þegar þar mældust 38°C í hitabylgju í Síberíu 20. júní. Það gæti verið mesti hiti sem hefur mælst norðan heimskautsbaugs.
Veður Grænland Norðurslóðir Loftslagsmál Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Erlent Safna undirskriftum og segja Þorgerði að taka Long opnum örmum Innlent Hér sést hvar jarðgöngin eiga að opnast á Heimaey Innlent Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Innlent Taki ásökunum alvarlega og skipi Signýju til bráðabirgða Innlent Yfir 350 milljónir í kostnað vegna starfslokasamninga hjá ríkisstofnunum Innlent Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Erlent Fleiri fréttir Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Trump segir stjórnvöld í Íran hætt að drepa mótmælendur Stuðningur við Grænland ómetanlegur og hvetur Íslendinga til að mæta Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Verðandi sendiherra grínaðist með að Ísland yrði 52. ríkið Síðustu ellefu ár þau hlýjustu í mælingasögunni 32 látnir eftir að krani féll á lest í Taílandi Rannsaka ásakanir á hendur Iglesias Sautján prósent Bandaríkjamanna styðja innlimun Grænlands Vaktin: Stofna vinnuhóp um framtíð Grænlands Tveir látnir eftir árekstur strætisvagna Reyna að tala Trump til og óttast afleiðingar árása Bandaríkjastjórn kemur barnaníðsefni Musk til varnar Mengunarreglur taka ekki lengur tillit til dauðsfalla og heilsu Starmer boðið sæti í „friðarstjórn“ Trump Trump segir Nielsen í vondum málum Sjá meira
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent
Loðin svör gervigreindar sem brjóti gegn höfundarrétti: „Engin þakklæti til stofnunarinnar“ Innlent