Fótbolti

Fyrsta stóra próf Jón Þórs með íslenska landsliðið

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Jón Þór í viðtali fyrir leik.
Jón Þór í viðtali fyrir leik. Mynd/Stöð 2 Sport

Jón Þór Hauksson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, játti því fyrir leik að leikur Íslands og Svíþjóðar í knattspyrnu sem nú fer fram á Laugardalsvelli sé hans fyrsta stóra próf með liðið. 

Leikurinn er hluti af undankeppni EM 2021 og eru liðin jöfn með fullt hús stiga á toppi riðilsins þegar fjórum umferðum er lokið. Jón Þór tók við A-landsliði kvenna fyrir undankeppnina og hefur liðinu gengið einkar vel fram til þessa.

„Við getum verið sammála um það. Við erum búin að bíða eftir þessum leik síðan það var dregið í riðla fyrir löngu síðan svo það er mikil tilhlökkun. Það er hrikalega góður andi í hópnum og það eru allir tilbúnir í þetta verkefni. Við erum full tilhlökkunar,“ sagði Jón Þór þegar Gummi Ben spurði hann hvort þetta væri ekki hans fyrsta stóra próf með liðið.

Varðandi byrjunarliðið

„Heldur betur, og fyrir síðasta leik líka. Það er jákvætt fyrir okkur að það er höfuðverkur að velja hópinn og byrjunarliðið. Það eru margir leikmenn sem hafa staðið sig mjög vel og eiga eftir að koma við sögu í dag,“ sagði Jón Þór um byrjunarlið Íslands sem er hið sama og gegn Lettum í síðasta leik.

Viðtal Gumma Ben við Jón Þór má sjá í heild sinni hér fyrir neðan. Þegar tíu mínútur eru liðnar af leik Íslands og Svíþjóðar er staðan enn markalaus.

Klippa: Stærsta próf Jón Þórs með íslenska liðið

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×