Hættir við að hleypa inn áhorfendum inn á leikina 1. október Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 09:30 Stuðningsmenn Liverpool fengu ekki að fagna langþráðum Englandsmeistaratitli inn á Anfield en fögnuðu margir mikið fyrir utan völlinn. Getty/Christopher Furlong Ástandið í útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í Bretlandi kallar á viðbrögð frá stjórnvöldum og þær aðgerðir munu bitna á íþróttunum. Liðin í ensku úrvalsdeildinni sem og neðri deildunum voru að gera sér vonir um að fá áhorfendur á leiki sína 1. október en nú er ljóst að svo verður ekki. Byrja átti rólega og taka inn áhorfendum í litlum skömmtun en mikil pressa hefur verið frá félögum um að leyfa áhorfendur á nýjan leik. Yfirvöld í Bretlandi hafa hins vegar ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun einnig greina frá hertari aðgerðum í dag. Plans for fans to return to watch live sport events in England from 1 October will not go ahead.Updates and reaction to the news: https://t.co/P4SnMvnd4K pic.twitter.com/FY8cgz6dsT— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2020 Breski ráðherrann Michael Gove endaði allar vonir ensku félaganna í bili með því að lýsa því yfir að áhorfendurnir verði ekki leyfðir um næstu mánaðamót. Félögin höfðu stefnt á það að fara að hleypa áhorfendum inn á vellinum í litlum prufuhópum þar sem fjöldinn yrði bara þúsund manns. Þau plön hafa nú verið sett aftur niður í skúffu. Michael Gove staðfesti það við breska ríkisútvarpið í morgun að bresk stjórnvöld væru ekki reiðubúin að stíga þetta skrefa í núverandi ástandi en viðbúnaðarstigið hefur nú verið fært upp í fjögur af fimm mögulegum. „Við vorum að horfa til þess að setja upp áætlanir um að fara taka áhorfendur inn á íþróttaviðburði en við vorum aldrei að fara fylla vellina af fólki,“ sagði Michael Gove. „Við ætlum nú að bíða með slík plön en ætlum okkur að fá fólkið aftur inn þegar aðstæður bjóða upp á slíkt. Það eru minni líkur á því að fólk smitist utanhúss en það er í eðli íþróttaviðburða að fólk blandast mikið saman,“ sagði Gove. Enski boltinn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira
Ástandið í útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í Bretlandi kallar á viðbrögð frá stjórnvöldum og þær aðgerðir munu bitna á íþróttunum. Liðin í ensku úrvalsdeildinni sem og neðri deildunum voru að gera sér vonir um að fá áhorfendur á leiki sína 1. október en nú er ljóst að svo verður ekki. Byrja átti rólega og taka inn áhorfendum í litlum skömmtun en mikil pressa hefur verið frá félögum um að leyfa áhorfendur á nýjan leik. Yfirvöld í Bretlandi hafa hins vegar ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun einnig greina frá hertari aðgerðum í dag. Plans for fans to return to watch live sport events in England from 1 October will not go ahead.Updates and reaction to the news: https://t.co/P4SnMvnd4K pic.twitter.com/FY8cgz6dsT— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2020 Breski ráðherrann Michael Gove endaði allar vonir ensku félaganna í bili með því að lýsa því yfir að áhorfendurnir verði ekki leyfðir um næstu mánaðamót. Félögin höfðu stefnt á það að fara að hleypa áhorfendum inn á vellinum í litlum prufuhópum þar sem fjöldinn yrði bara þúsund manns. Þau plön hafa nú verið sett aftur niður í skúffu. Michael Gove staðfesti það við breska ríkisútvarpið í morgun að bresk stjórnvöld væru ekki reiðubúin að stíga þetta skrefa í núverandi ástandi en viðbúnaðarstigið hefur nú verið fært upp í fjögur af fimm mögulegum. „Við vorum að horfa til þess að setja upp áætlanir um að fara taka áhorfendur inn á íþróttaviðburði en við vorum aldrei að fara fylla vellina af fólki,“ sagði Michael Gove. „Við ætlum nú að bíða með slík plön en ætlum okkur að fá fólkið aftur inn þegar aðstæður bjóða upp á slíkt. Það eru minni líkur á því að fólk smitist utanhúss en það er í eðli íþróttaviðburða að fólk blandast mikið saman,“ sagði Gove.
Enski boltinn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Rúnar þakkar fyrir stuðning eftir mikið sjokk Fótbolti Handtekinn eftir að hann fannst sofandi í bíl í miðri umferð Körfubolti Tuchel með fast skot á stuðningsmenn: „Það var algjör þögn á leikvangnum“ Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti „Ætla rétt að vona að þeir láti hann borga það bara úr sínum eigin vasa“ Körfubolti Járngirðingar í kringum leikmannahótel Ísraela í Osló Fótbolti Dagskráin í dag: Tekur Ísland stórt skref í átt að HM? Sport Kviknaði í húsi Vinícius Júnior Fótbolti Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fæddist með gat á hjartanu Sir Jim Ratcliffe: Amorim þarf þrjú ár til að sanna sig Yfir fimm þúsund bannaðar auglýsingar á meðan leikurinn var í loftinu Matti Villa efstur í Víkingsdeildinni í Fantasy en þjálfarinn á botninum Gætu spilað á Wembley ef Emirates fær Real Madrid uppfærslu Telja að leikmenn United styðji Ruben Amorim Segir leikmenn í gullkynslóð Englands hafa verið „sjálfhverfir lúserar“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Guardiola ætlar að skipuleggja kvöldverð með Wenger og Ferguson Sjáðu allt um enska boltann um helgina á fimm mínútum „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Pep fljótastur í 250 sigra „Þarf að halda í við Mbappé og Kane“ Haaland lyfti Man City upp í sjötta sætið „Á endanum fengum við á okkur mark í blálokin“ Markaskorarinn Mount vonast til að sigur dagsins sé vendipunkturinn Þriðja tap Liverpool í röð Man Utd - Sunderland 2-0 | Nauðsynlegur sigur fyrir Amorim Arsenal á toppinn Leeds - Tottenham 1-2 | Tottenham upp í annað sæti eftir sigur á Leeds Sjáðu glæsimörkin sem skiluðu Bournemouth upp í annað sætið Segir nýju mennina hjá Liverpool ekkert hafa getað Semenyo í stuði og Bournemouth upp í annað sætið Tíu bestu mörkin úr leikjum Chelsea og Liverpool Sjá meira