Hættir við að hleypa inn áhorfendum inn á leikina 1. október Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. september 2020 09:30 Stuðningsmenn Liverpool fengu ekki að fagna langþráðum Englandsmeistaratitli inn á Anfield en fögnuðu margir mikið fyrir utan völlinn. Getty/Christopher Furlong Ástandið í útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í Bretlandi kallar á viðbrögð frá stjórnvöldum og þær aðgerðir munu bitna á íþróttunum. Liðin í ensku úrvalsdeildinni sem og neðri deildunum voru að gera sér vonir um að fá áhorfendur á leiki sína 1. október en nú er ljóst að svo verður ekki. Byrja átti rólega og taka inn áhorfendum í litlum skömmtun en mikil pressa hefur verið frá félögum um að leyfa áhorfendur á nýjan leik. Yfirvöld í Bretlandi hafa hins vegar ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun einnig greina frá hertari aðgerðum í dag. Plans for fans to return to watch live sport events in England from 1 October will not go ahead.Updates and reaction to the news: https://t.co/P4SnMvnd4K pic.twitter.com/FY8cgz6dsT— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2020 Breski ráðherrann Michael Gove endaði allar vonir ensku félaganna í bili með því að lýsa því yfir að áhorfendurnir verði ekki leyfðir um næstu mánaðamót. Félögin höfðu stefnt á það að fara að hleypa áhorfendum inn á vellinum í litlum prufuhópum þar sem fjöldinn yrði bara þúsund manns. Þau plön hafa nú verið sett aftur niður í skúffu. Michael Gove staðfesti það við breska ríkisútvarpið í morgun að bresk stjórnvöld væru ekki reiðubúin að stíga þetta skrefa í núverandi ástandi en viðbúnaðarstigið hefur nú verið fært upp í fjögur af fimm mögulegum. „Við vorum að horfa til þess að setja upp áætlanir um að fara taka áhorfendur inn á íþróttaviðburði en við vorum aldrei að fara fylla vellina af fólki,“ sagði Michael Gove. „Við ætlum nú að bíða með slík plön en ætlum okkur að fá fólkið aftur inn þegar aðstæður bjóða upp á slíkt. Það eru minni líkur á því að fólk smitist utanhúss en það er í eðli íþróttaviðburða að fólk blandast mikið saman,“ sagði Gove. Enski boltinn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira
Ástandið í útbreiðslu kórónuveirufaraldursins í Bretlandi kallar á viðbrögð frá stjórnvöldum og þær aðgerðir munu bitna á íþróttunum. Liðin í ensku úrvalsdeildinni sem og neðri deildunum voru að gera sér vonir um að fá áhorfendur á leiki sína 1. október en nú er ljóst að svo verður ekki. Byrja átti rólega og taka inn áhorfendum í litlum skömmtun en mikil pressa hefur verið frá félögum um að leyfa áhorfendur á nýjan leik. Yfirvöld í Bretlandi hafa hins vegar ákveðið að hækka viðbúnaðarstig í landinu vegna mikillar fjölgunar kórónuveirusmita í landinu og Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, mun einnig greina frá hertari aðgerðum í dag. Plans for fans to return to watch live sport events in England from 1 October will not go ahead.Updates and reaction to the news: https://t.co/P4SnMvnd4K pic.twitter.com/FY8cgz6dsT— BBC Sport (@BBCSport) September 22, 2020 Breski ráðherrann Michael Gove endaði allar vonir ensku félaganna í bili með því að lýsa því yfir að áhorfendurnir verði ekki leyfðir um næstu mánaðamót. Félögin höfðu stefnt á það að fara að hleypa áhorfendum inn á vellinum í litlum prufuhópum þar sem fjöldinn yrði bara þúsund manns. Þau plön hafa nú verið sett aftur niður í skúffu. Michael Gove staðfesti það við breska ríkisútvarpið í morgun að bresk stjórnvöld væru ekki reiðubúin að stíga þetta skrefa í núverandi ástandi en viðbúnaðarstigið hefur nú verið fært upp í fjögur af fimm mögulegum. „Við vorum að horfa til þess að setja upp áætlanir um að fara taka áhorfendur inn á íþróttaviðburði en við vorum aldrei að fara fylla vellina af fólki,“ sagði Michael Gove. „Við ætlum nú að bíða með slík plön en ætlum okkur að fá fólkið aftur inn þegar aðstæður bjóða upp á slíkt. Það eru minni líkur á því að fólk smitist utanhúss en það er í eðli íþróttaviðburða að fólk blandast mikið saman,“ sagði Gove.
Enski boltinn Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti Fleiri fréttir Nýi Liverpool maðurinn í fámennum hópi með Mo Salah Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Sjá meira