CBS framleiðir sjónvarpsþætti eftir Dimmu Ragnars Stefán Árni Pálsson skrifar 17. september 2020 12:30 Fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede fer í fyrir hönd CBS. Sjónvarpsþáttaröð byggð á Dimmu eftir Ragnar Jónasson verður eitt fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede og bandaríski sjónvarpsrisinn CBS Studios taka saman höndum um, samkvæmt nýundirrituðum samningi fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri & Veröld. Stefnt er að því að framleiða þættina á Íslandi. Um verður að ræða átta þætti þar sem hver er klukkustundarlangur. Tilkynning þessa efnis var gefin út í gær austan hafs og vestan. „Mér finnst þetta afskaplega spennandi, en um leið dálítið óraunverulegt. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með framleiðanda á borð við CBS að þessu verkefni. Ég hlakka mjög til að sjá þessa þætti verða til og vonandi opnar þetta dyr fyrir aðra íslenska höfunda,“ segir Ragnar Jónasson. „Gott efni sker sig ávallt úr, burtséð frá uppruna þess, líkt og sjá má raungerast í tilviki Dimmu,“ er haft eftir Meghan Lyvers, aðstoðarforstjóra alþjóðlegrar framleiðsludeildar CBS Studios, í tilkynningu sjónvarpsrisans. Framleiðslu- og endurgerðarréttur þáttanna verður í höndum CBS Studios. „Það er langt frá því sjálfgefið að erlendur framleiðandi stökkvi á íslenska skáldsögu og nálaraugað þrengist ennþá meira þegar kemur að því að hefja framleiðslu á kvikmynd eða seríu, líkt og CBS hefur nú ákveðið að gera. Velgengni bóka Ragnars á metsölulistum og samningur CBS og Stampede sýnir svo ekki verður um villst að Ragnar er kominn í fremstu röð evrópskra glæpasagnahöfunda. Þá er metnaðarfullt framleiðsluverkefni sem þetta mikilsverð innspýting fyrir sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á Íslandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts og Veraldar sem gefur út bækur Ragnars á Íslandi. Dimma hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur verið áberandi á metsölulistum í Evrópu. Bókin er sú fyrsta í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu en hinar eru Drungi og Mistur. Ragnar varð í sumar fyrsti íslenski rithöfundurinn til að eiga tvær bækur samtímis í efstu sætum þýska metsölulistans, þegar Dimma náði öðru sæti og Drungi því fjórða. Dimma hefur nú verið í einu af tíu efstu sætum listans í sextán vikur í röð. Þriðja og síðasta bókin, Mistur, kemur út í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Bækur Ragnars hafa selst í um einni og hálfri milljón eintaka á heimsvísu, en þær eru gefnar út í um það bil 40 löndum á 27 tungumálum. Framleiðslufyrirtækið Stampede og CBS Studios stefna með samstarfi sínu að því að tryggja sér framleiðslurétt á efni fyrir sjónvarp sem upprunnið er utan Bandaríkjanna til birtingar á alþjóðlegum markaði. Yfirskrift samstarfsins er Local for the World™. Framleiðandinn JP Sarni fer fyrir efnisöflun og kaupum hugverka fyrir Stampede Ventures og undirbýr verkefni byggð á bókum, frumsömdu efni og öðrum höfundarverkum til framleiðslu. Undir eru verkefni frá fimmtán löndum, þar á meðal Ástralíu, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Indlandi, Mexíkó, Suður-Afríku og Bretlandi. Bíó og sjónvarp Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
Sjónvarpsþáttaröð byggð á Dimmu eftir Ragnar Jónasson verður eitt fyrsta verkefnið sem framleiðslufyrirtækið Stampede og bandaríski sjónvarpsrisinn CBS Studios taka saman höndum um, samkvæmt nýundirrituðum samningi fyrirtækjanna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bjartri & Veröld. Stefnt er að því að framleiða þættina á Íslandi. Um verður að ræða átta þætti þar sem hver er klukkustundarlangur. Tilkynning þessa efnis var gefin út í gær austan hafs og vestan. „Mér finnst þetta afskaplega spennandi, en um leið dálítið óraunverulegt. Það er frábært að fá tækifæri til að vinna með framleiðanda á borð við CBS að þessu verkefni. Ég hlakka mjög til að sjá þessa þætti verða til og vonandi opnar þetta dyr fyrir aðra íslenska höfunda,“ segir Ragnar Jónasson. „Gott efni sker sig ávallt úr, burtséð frá uppruna þess, líkt og sjá má raungerast í tilviki Dimmu,“ er haft eftir Meghan Lyvers, aðstoðarforstjóra alþjóðlegrar framleiðsludeildar CBS Studios, í tilkynningu sjónvarpsrisans. Framleiðslu- og endurgerðarréttur þáttanna verður í höndum CBS Studios. „Það er langt frá því sjálfgefið að erlendur framleiðandi stökkvi á íslenska skáldsögu og nálaraugað þrengist ennþá meira þegar kemur að því að hefja framleiðslu á kvikmynd eða seríu, líkt og CBS hefur nú ákveðið að gera. Velgengni bóka Ragnars á metsölulistum og samningur CBS og Stampede sýnir svo ekki verður um villst að Ragnar er kominn í fremstu röð evrópskra glæpasagnahöfunda. Þá er metnaðarfullt framleiðsluverkefni sem þetta mikilsverð innspýting fyrir sjónvarps- og kvikmyndaframleiðslu á Íslandi,“ segir Pétur Már Ólafsson, útgefandi Bjarts og Veraldar sem gefur út bækur Ragnars á Íslandi. Dimma hefur verið þýdd á fjölda tungumála og hefur verið áberandi á metsölulistum í Evrópu. Bókin er sú fyrsta í þríleik Ragnars um lögreglukonuna Huldu en hinar eru Drungi og Mistur. Ragnar varð í sumar fyrsti íslenski rithöfundurinn til að eiga tvær bækur samtímis í efstu sætum þýska metsölulistans, þegar Dimma náði öðru sæti og Drungi því fjórða. Dimma hefur nú verið í einu af tíu efstu sætum listans í sextán vikur í röð. Þriðja og síðasta bókin, Mistur, kemur út í Þýskalandi síðar í þessum mánuði. Bækur Ragnars hafa selst í um einni og hálfri milljón eintaka á heimsvísu, en þær eru gefnar út í um það bil 40 löndum á 27 tungumálum. Framleiðslufyrirtækið Stampede og CBS Studios stefna með samstarfi sínu að því að tryggja sér framleiðslurétt á efni fyrir sjónvarp sem upprunnið er utan Bandaríkjanna til birtingar á alþjóðlegum markaði. Yfirskrift samstarfsins er Local for the World™. Framleiðandinn JP Sarni fer fyrir efnisöflun og kaupum hugverka fyrir Stampede Ventures og undirbýr verkefni byggð á bókum, frumsömdu efni og öðrum höfundarverkum til framleiðslu. Undir eru verkefni frá fimmtán löndum, þar á meðal Ástralíu, Finnlandi, Frakklandi, Íslandi, Indlandi, Mexíkó, Suður-Afríku og Bretlandi.
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Kvikmyndagerð á Íslandi Mest lesið Frægustu vinslit Íslandssögunnar Lífið Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Lífið Stefán Einar og Sara Lind í sundur Lífið Bryan Adams breytti Eldborg í grátkór íslenskra karla Gagnrýni Elti ástina til Íslands Tónlist Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Lífið Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Lífið Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Bíó og sjónvarp „Gæti skrifað bókaseríu um vandræðileg stefnumót“ Makamál Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Lífið Fleiri fréttir Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Taka ákvörðun á hverjum degi að elska hvort annað Ósamþykkt kjallaraíbúð á rúmar 44 milljónir Hélt að Sálin hafi hvatt fólk til að horfa til himins með höfuðið hátt Hátíð sem er skipulögð í kringum yngstu kynslóðina Laufey Lín skartaði íslenska fánanum á Coachella Viðar Örn og Sylvía Rós eiga von á barni Heillandi hús við Laugalæk úr smiðju Kjartans Sveinssonar Hjartaknúsarinn tileinkaði íslenskri fyrirsætu rómantískan slagara Hafa aldrei rifist Stjörnulífið: Frumsýnir kærastann á Tenerife Stóri plokkdagurinn haldinn á sunnudaginn Ótrúleg heimkoma Búbba sem fauk alla leið í Kópavog Elizabeth Hurley og Billy Ray Cyrus stinga saman nefjum „Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“ Páskakveðjur stjórnmálaflokka: Gervigreind, páskaeggjaleit og Sigmundur með kanínueyru Litla hryllingsbúðin kveður á Akureyri Svarar því hve mörg páskaegg þurfi að borða til að bæta á sig kílói Krakkatían: Páskar, söngkeppnir og afmælisbörn Ekki á leið í samband bara til að þóknast samfélaginu Trommari New Pornographers ákærður fyrir vörslu barnaníðsefnis Metfjöldi á Aldrei fór ég suður: „Þetta var algjör draumur“ Veikindafríi Páls Óskars lokið Fréttatía vikunnar: Íþróttir, afsökunarbeiðni og bækur Konfettíið enn að hrynja meðan hnéð „fimmfaldaðist“ Sunneva og Benedikt trúlofuð Tónlistarmyndband Addison Rae tekið upp á Íslandi Sjá meira
„Ég er mamma hans og á sama tíma er ég líka lífvörðurinn hans, túlkurinn hans og talsmaðurinn hans“