#Hvar eru staðreyndirnar? Veronika Steinunn Magnúsdóttir skrifar 17. september 2020 09:00 Undanfarið hefur borið á umræðu um nýja stjórnarskrá, eða öllu heldur tiltekna stjórnarskrá, sem margir berjast nú fyrir að taki gildi. Það er í fínu lagi að ræða um breytingar á stjórnarskránni enda er margt í henni sem mætti uppfæra. Það er hins vegar nauðsynlegt að við höldum staðreyndum á lofti og byggjum ekki málflutning á staðhæfingum sem eru einfaldlega rangar. Það þarf enga sérfræðiþekkingu til þess að þekkja íslensku stjórnarskrána - hún er raunar holl lesning fyrir alla sem vilja láta sig samfélagsmál varða. Við lestur hennar er hægt að komast að mikilvægu atriði, sem virðist hafa orðið undir í umræðunni, að stjórnarskránni verður verður einungis breytt samkvæmt 79.grein hennar. En hvað þýðir það? 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Með öðrum orðum þarf að uppfylla þessi fjögur skilyrði, til þess að Stjórnarskrá Íslands verði breytt: Alþingi þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar (frumvarp til stjórnskipunarlaga) Þing er rofið og Alþingiskosningar boðaðar Þjóðin kýs í Alþingiskosningum Nýtt þing tekur til starfa og samþykkir stjórnarskrárbreytingarnar Og það er ástæða fyrir þessu öllu saman. Tökum dæmi. Segjum sem svo, að hægt væri að breyta stjórnarskránni með því að samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga einu sinni - það væri tiltölulega auðvelt, ekkert þingrof og engar málalengingar. Þá stæði ekkert í vegi fyrir því að ríkisstjórn gæti til dæmis lagt fram frumvarp þess efnis að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar yrði framlengt um óhóflegan tíma, eins og um 5 til 10 ár. Okkar núgildandi stjórnarskrá kemur sem betur fer í veg fyrir að þessar miður skemmtilegu aðstæður gætu nokkurn tímann skapast. Við höfum nefnilega samþykkt eina leið til þess að breyta stjórnarskránni og hún er lögfest í 79. grein stjórnarskrárinnar. Aðrar leiðir teljast einfaldlega ekki með - það stendur svart á hvítu í okkar eigin stjórnarskrá, sem við settum okkur sjálf. 31% er ekki öll þjóðin Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið. Kjörsóknin var einungis 48,9% en til samanburðar er kjörsókn í Alþingiskosningum almennt á bilinu 80 til 90% - munurinn er þónokkur, svo ekki meira sé sagt. Svör við þessum dræmu undirtektum við þessa tilteknu stjórnarskrá eru bágborin og meintu tómlæti kjósenda, að hafa ekki mætt á kjörstað, kennt um. Að mínum dómi eru það ekki nógu sterk rök til þess að hrófla við grundvallarlögum okkar réttarkerfis. Hvers vegna er 79. greinin mikilvæg? Vegna þess að hún tryggir aðkomu þjóðarinnar að stjórnarskrárbreytingum á traustan hátt, enda sprettur valdið upp hjá þjóðinni sjálfri. Að lokum má þess geta að stjórnarskráin er nú þegar í endurskoðun og hefur þegar fyrsti liður þeirrar endurskoðunar verið birtur á vef Samráðsgáttar. Þar eru lagðar til breytingar á fyrstu tveimur köflum stjórnarskrárinnar og hvet ég alla sem láta sig málið varða að kynna sér þær tillögur og taka efnislega afstöðu til þeirra. Tölum um stjórnarskrána en #hvar eru staðreyndirnar? Höfum þær með. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Stjórnarskrá Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á umræðu um nýja stjórnarskrá, eða öllu heldur tiltekna stjórnarskrá, sem margir berjast nú fyrir að taki gildi. Það er í fínu lagi að ræða um breytingar á stjórnarskránni enda er margt í henni sem mætti uppfæra. Það er hins vegar nauðsynlegt að við höldum staðreyndum á lofti og byggjum ekki málflutning á staðhæfingum sem eru einfaldlega rangar. Það þarf enga sérfræðiþekkingu til þess að þekkja íslensku stjórnarskrána - hún er raunar holl lesning fyrir alla sem vilja láta sig samfélagsmál varða. Við lestur hennar er hægt að komast að mikilvægu atriði, sem virðist hafa orðið undir í umræðunni, að stjórnarskránni verður verður einungis breytt samkvæmt 79.grein hennar. En hvað þýðir það? 79. gr. Tillögur, hvort sem eru til breytinga eða viðauka á stjórnarskrá þessari, má bera upp bæði á reglulegu Alþingi og auka-Alþingi. Nái tillagan samþykki … 1) skal rjúfa Alþingi þá þegar og stofna til almennra kosninga af nýju. Samþykki [Alþingi] 1) ályktunina óbreytta, skal hún staðfest af forseta lýðveldisins, og er hún þá gild stjórnskipunarlög. Með öðrum orðum þarf að uppfylla þessi fjögur skilyrði, til þess að Stjórnarskrá Íslands verði breytt: Alþingi þarf að samþykkja stjórnarskrárbreytingar (frumvarp til stjórnskipunarlaga) Þing er rofið og Alþingiskosningar boðaðar Þjóðin kýs í Alþingiskosningum Nýtt þing tekur til starfa og samþykkir stjórnarskrárbreytingarnar Og það er ástæða fyrir þessu öllu saman. Tökum dæmi. Segjum sem svo, að hægt væri að breyta stjórnarskránni með því að samþykkja frumvarp til stjórnskipunarlaga einu sinni - það væri tiltölulega auðvelt, ekkert þingrof og engar málalengingar. Þá stæði ekkert í vegi fyrir því að ríkisstjórn gæti til dæmis lagt fram frumvarp þess efnis að kjörtímabil ríkisstjórnarinnar yrði framlengt um óhóflegan tíma, eins og um 5 til 10 ár. Okkar núgildandi stjórnarskrá kemur sem betur fer í veg fyrir að þessar miður skemmtilegu aðstæður gætu nokkurn tímann skapast. Við höfum nefnilega samþykkt eina leið til þess að breyta stjórnarskránni og hún er lögfest í 79. grein stjórnarskrárinnar. Aðrar leiðir teljast einfaldlega ekki með - það stendur svart á hvítu í okkar eigin stjórnarskrá, sem við settum okkur sjálf. 31% er ekki öll þjóðin Hin ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðsla árið 2012 telst ekki með. Það að 66,9% þeirra sem kusu hafi samþykkt að hin nýja stjórnarskrá yrði lögð til grundvallar breytinga á stjórnarskrá, telst ekki með. Þessar tillögur voru í raun samþykktar af 31% kosningabærra manna. Það getur varla rímað við þær yfirlýsingar sem heyrst hafa víða, um að þjóðin hafi lagt blessun sína yfir plaggið. Kjörsóknin var einungis 48,9% en til samanburðar er kjörsókn í Alþingiskosningum almennt á bilinu 80 til 90% - munurinn er þónokkur, svo ekki meira sé sagt. Svör við þessum dræmu undirtektum við þessa tilteknu stjórnarskrá eru bágborin og meintu tómlæti kjósenda, að hafa ekki mætt á kjörstað, kennt um. Að mínum dómi eru það ekki nógu sterk rök til þess að hrófla við grundvallarlögum okkar réttarkerfis. Hvers vegna er 79. greinin mikilvæg? Vegna þess að hún tryggir aðkomu þjóðarinnar að stjórnarskrárbreytingum á traustan hátt, enda sprettur valdið upp hjá þjóðinni sjálfri. Að lokum má þess geta að stjórnarskráin er nú þegar í endurskoðun og hefur þegar fyrsti liður þeirrar endurskoðunar verið birtur á vef Samráðsgáttar. Þar eru lagðar til breytingar á fyrstu tveimur köflum stjórnarskrárinnar og hvet ég alla sem láta sig málið varða að kynna sér þær tillögur og taka efnislega afstöðu til þeirra. Tölum um stjórnarskrána en #hvar eru staðreyndirnar? Höfum þær með. Höfundur er laganemi og formaður Heimdallar.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun