Nýja stjórnarskráin eða nýja símaskráin? Brynjar Níelsson skrifar 16. september 2020 12:34 Til er hópur fólks sem trúir því enn að samin hafi verið hér tímamótastjórnarskrá af fólki sem Jóhönnu-stjórnin svokallaða skipaði eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Trúir því jafnframt að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé í samræmi við vilja þjóðarinnar sem hafi endurspeglast í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Einnig að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé forsenda þess að við fáum meiri tekjur í ríkissjóð af auðlindum landsins. Hefur áróður af þessi tagi verið á hverju ári en takmarkaðan árangur borið og raunar frekar dregið úr stuðningi ef eitthvað er. Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og áherslan er á ungmenni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjölfar bankahrunsins. Líklegast er til árangurs er að nota samfélagsmiðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig. Einhverra hluta vegna hefur alltaf verið auðvelt að fá þekkta einstaklinga úr lista og menningarlífinu til að verja vondan málstað. Sýndarmennskan æpir á mann í þessum myndböndum, auk þess að vera uppfull af staðreyndavillum og vanþekkingu. Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjútíboxið. Við unga fólkið, sem horfir á mikið á frægu fyrirmyndirnar, vil ég segja þetta: · Þessi „nýja stjórnarskrá“ væri ekki góð fyrir land og þjóð og að sumu leyti mjög skaðleg. Hún er samin af fólki sem hvorki hafði reynslu né þekkingu til að skrifa stjórnlög eða meta hvaða afleiðingar einstök ákvæði gætu haft. Enda fór það svo að sérfræðingar í Feneyjarnefndinni töldu plaggið ekki tækt sem stjórnarskrá í þeirri mynd sem stjórnlagaráðið skilaði af sér. Má ætla að nýja símaskráin, sem einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um, væri gagnlegri. · Svo er það mikill misskilningur að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið þessar tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki um það. Alþingi samþykkti þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Kom skýrlega fram að þjóðaratkvæðagreiðslan var ráðgefandi og ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Það er auðvitað skýringin á því að innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þriðjungur þeirra sem tók þátt vildi ekki leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er því fráleitt að líta svo á að tillögur stjórnalagaráðs hafi að geyma þjóðarvilja. Ekki má gleyma því að gildandi stjórnarskrá segir til um hvernig henni verður breytt. Við komust ekki hjá þeim skýru fyrirmælum. Niðurstaða fyrstu þingkosninga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gaf til kynna að þjóðin hefði lítinn áhuga, ef nokkurn, á tillögum stjórnlagaráðs sem nýrri stjórnarskrá. · Óheiðarlegast af öllu í þessum áróðri eru fullyrðingar að þjóðin fái einungis 19% af arði fiskveiðiauðlindarinnar og afgangurinn fari til örfárra fjölskyldna. Í fyrsta lagi er það beinlínis rangt enda tekur ríkissjóður 33% af afkomu veiða í veiðigjald auk tekjuskatts. Við það bætist aðrir skattar og gjöld eins og kolefnisskattur og aflagjald. Í öðru lagi hefur „nýja stjórnarkráin“ ekkert með það að gera hvað við tökum mikið af arðsemi sjávarútvegs í ríkissjóð. Við stjórnum því með lögum og gætum þess vegna á morgun tekið allan arð af auðlindinni í ríkissjóð. Held að sumt af fræga fólkinu í myndböndunum teldu það til hagsbóta fyrir þjóðina enda í litlum tengslum við veruleikann. Góða við þessi myndbönd er að fræga fólkið hefur eitthvað að gera á þessum erfiðu Covid tímum. Þeir eru ekki blankir hjá Stjórnarskrárfélaginu. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einkavæðing orkunnar, skattasniðganga og lífeyrissjóðir Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Er gervigreindarprestur trúlaus eða trúaður? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Skattaferðalandið Ísland Björn Ragnarsson skrifar Skoðun Til hamingju Víkingur Heiðar! Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Á hvorum endanum viljum við byrja að skera af? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Bakslag í opinberri þróunarsamvinnu Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fyrirmyndar forvarnarstefna í Mosfellsbæ Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig léttum við daglega lífið þitt? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Kína mun ekki bjarga Vesturlöndum að þessu sinni Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Glerbrotin í ryksugupokanum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar Skoðun Draghi-skýrslan og veikleikar Íslands Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Nokkur orð um sérlausn í flugi Birna Sigrún Hallsdóttir,Hrafnhildur Bragadóttir skrifar Skoðun Geta öll dýrin í skóginum verið vinir? Steinar Bragi Sigurjónsson skrifar Skoðun Iðjuþjálfun í verki Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íbúðalán Landsbankans og fyrstu kaupendur Helgi Teitur Helgason skrifar Skoðun Að læra íslensku sem annað mál: ný brú milli íslensku og ensku Guðrún Nordal skrifar Skoðun Hamona Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ógn og ofbeldi á vinnustöðum – hvað er til ráða Gísli Níls Einarsson skrifar Skoðun Lesum meira með börnunum okkar Steinn Jóhannsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Stóriðjutíminn á Íslandi er að renna sitt skeið Guðmundur Franklin Jónsson skrifar Skoðun Núll mínútur og þrjátíuogeittþúsund Grétar Birgisson skrifar Sjá meira
Til er hópur fólks sem trúir því enn að samin hafi verið hér tímamótastjórnarskrá af fólki sem Jóhönnu-stjórnin svokallaða skipaði eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Trúir því jafnframt að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé í samræmi við vilja þjóðarinnar sem hafi endurspeglast í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Einnig að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé forsenda þess að við fáum meiri tekjur í ríkissjóð af auðlindum landsins. Hefur áróður af þessi tagi verið á hverju ári en takmarkaðan árangur borið og raunar frekar dregið úr stuðningi ef eitthvað er. Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og áherslan er á ungmenni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjölfar bankahrunsins. Líklegast er til árangurs er að nota samfélagsmiðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig. Einhverra hluta vegna hefur alltaf verið auðvelt að fá þekkta einstaklinga úr lista og menningarlífinu til að verja vondan málstað. Sýndarmennskan æpir á mann í þessum myndböndum, auk þess að vera uppfull af staðreyndavillum og vanþekkingu. Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjútíboxið. Við unga fólkið, sem horfir á mikið á frægu fyrirmyndirnar, vil ég segja þetta: · Þessi „nýja stjórnarskrá“ væri ekki góð fyrir land og þjóð og að sumu leyti mjög skaðleg. Hún er samin af fólki sem hvorki hafði reynslu né þekkingu til að skrifa stjórnlög eða meta hvaða afleiðingar einstök ákvæði gætu haft. Enda fór það svo að sérfræðingar í Feneyjarnefndinni töldu plaggið ekki tækt sem stjórnarskrá í þeirri mynd sem stjórnlagaráðið skilaði af sér. Má ætla að nýja símaskráin, sem einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um, væri gagnlegri. · Svo er það mikill misskilningur að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið þessar tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki um það. Alþingi samþykkti þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Kom skýrlega fram að þjóðaratkvæðagreiðslan var ráðgefandi og ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Það er auðvitað skýringin á því að innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þriðjungur þeirra sem tók þátt vildi ekki leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er því fráleitt að líta svo á að tillögur stjórnalagaráðs hafi að geyma þjóðarvilja. Ekki má gleyma því að gildandi stjórnarskrá segir til um hvernig henni verður breytt. Við komust ekki hjá þeim skýru fyrirmælum. Niðurstaða fyrstu þingkosninga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gaf til kynna að þjóðin hefði lítinn áhuga, ef nokkurn, á tillögum stjórnlagaráðs sem nýrri stjórnarskrá. · Óheiðarlegast af öllu í þessum áróðri eru fullyrðingar að þjóðin fái einungis 19% af arði fiskveiðiauðlindarinnar og afgangurinn fari til örfárra fjölskyldna. Í fyrsta lagi er það beinlínis rangt enda tekur ríkissjóður 33% af afkomu veiða í veiðigjald auk tekjuskatts. Við það bætist aðrir skattar og gjöld eins og kolefnisskattur og aflagjald. Í öðru lagi hefur „nýja stjórnarkráin“ ekkert með það að gera hvað við tökum mikið af arðsemi sjávarútvegs í ríkissjóð. Við stjórnum því með lögum og gætum þess vegna á morgun tekið allan arð af auðlindinni í ríkissjóð. Held að sumt af fræga fólkinu í myndböndunum teldu það til hagsbóta fyrir þjóðina enda í litlum tengslum við veruleikann. Góða við þessi myndbönd er að fræga fólkið hefur eitthvað að gera á þessum erfiðu Covid tímum. Þeir eru ekki blankir hjá Stjórnarskrárfélaginu. Höfundur er þingmaður.
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Sjálfbærni með í för – Vegagerðin stígur skref í átt að loftslagsvænni framkvæmdum Hólmfríður Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Þegar krónur skipta meira máli en velferð barna: Ástæður þess að enginn bauð í skólamáltíðir í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Líf eftir afplánun – þegar stuðningur gerir frelsið raunverulegt Steinunn Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Átta mýtur klesstar inn í raunveruleikann - hvað er satt og hvað er logið um gervigreindina? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Túrverkir og hitakóf – má ræða það í vinnunni? Já endilega! Katrín Björg Ríkarðsdóttir skrifar
Skoðun Mannfræðingar á atvinnumarkaði: opið bréf til íslenskra atvinnuveitenda Elísabet Dröfn Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Kynjajafnrétti á ekki að stöðvast við hurð heilbrigðiskerfisins Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Er þetta virkilega svarið frá Þjóðkirkjunni? – þegar barn þarf að flýja úr helgidóm Hilmar Kristinsson Skoðun