Nýja stjórnarskráin eða nýja símaskráin? Brynjar Níelsson skrifar 16. september 2020 12:34 Til er hópur fólks sem trúir því enn að samin hafi verið hér tímamótastjórnarskrá af fólki sem Jóhönnu-stjórnin svokallaða skipaði eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Trúir því jafnframt að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé í samræmi við vilja þjóðarinnar sem hafi endurspeglast í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Einnig að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé forsenda þess að við fáum meiri tekjur í ríkissjóð af auðlindum landsins. Hefur áróður af þessi tagi verið á hverju ári en takmarkaðan árangur borið og raunar frekar dregið úr stuðningi ef eitthvað er. Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og áherslan er á ungmenni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjölfar bankahrunsins. Líklegast er til árangurs er að nota samfélagsmiðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig. Einhverra hluta vegna hefur alltaf verið auðvelt að fá þekkta einstaklinga úr lista og menningarlífinu til að verja vondan málstað. Sýndarmennskan æpir á mann í þessum myndböndum, auk þess að vera uppfull af staðreyndavillum og vanþekkingu. Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjútíboxið. Við unga fólkið, sem horfir á mikið á frægu fyrirmyndirnar, vil ég segja þetta: · Þessi „nýja stjórnarskrá“ væri ekki góð fyrir land og þjóð og að sumu leyti mjög skaðleg. Hún er samin af fólki sem hvorki hafði reynslu né þekkingu til að skrifa stjórnlög eða meta hvaða afleiðingar einstök ákvæði gætu haft. Enda fór það svo að sérfræðingar í Feneyjarnefndinni töldu plaggið ekki tækt sem stjórnarskrá í þeirri mynd sem stjórnlagaráðið skilaði af sér. Má ætla að nýja símaskráin, sem einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um, væri gagnlegri. · Svo er það mikill misskilningur að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið þessar tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki um það. Alþingi samþykkti þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Kom skýrlega fram að þjóðaratkvæðagreiðslan var ráðgefandi og ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Það er auðvitað skýringin á því að innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þriðjungur þeirra sem tók þátt vildi ekki leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er því fráleitt að líta svo á að tillögur stjórnalagaráðs hafi að geyma þjóðarvilja. Ekki má gleyma því að gildandi stjórnarskrá segir til um hvernig henni verður breytt. Við komust ekki hjá þeim skýru fyrirmælum. Niðurstaða fyrstu þingkosninga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gaf til kynna að þjóðin hefði lítinn áhuga, ef nokkurn, á tillögum stjórnlagaráðs sem nýrri stjórnarskrá. · Óheiðarlegast af öllu í þessum áróðri eru fullyrðingar að þjóðin fái einungis 19% af arði fiskveiðiauðlindarinnar og afgangurinn fari til örfárra fjölskyldna. Í fyrsta lagi er það beinlínis rangt enda tekur ríkissjóður 33% af afkomu veiða í veiðigjald auk tekjuskatts. Við það bætist aðrir skattar og gjöld eins og kolefnisskattur og aflagjald. Í öðru lagi hefur „nýja stjórnarkráin“ ekkert með það að gera hvað við tökum mikið af arðsemi sjávarútvegs í ríkissjóð. Við stjórnum því með lögum og gætum þess vegna á morgun tekið allan arð af auðlindinni í ríkissjóð. Held að sumt af fræga fólkinu í myndböndunum teldu það til hagsbóta fyrir þjóðina enda í litlum tengslum við veruleikann. Góða við þessi myndbönd er að fræga fólkið hefur eitthvað að gera á þessum erfiðu Covid tímum. Þeir eru ekki blankir hjá Stjórnarskrárfélaginu. Höfundur er þingmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjar Níelsson Stjórnarskrá Alþingi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jónsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Eðlisfræði - ekki pólitík Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar Skoðun Stórkostleg og mögnuð stöð Lára Zulima Ómarsdóttir skrifar Skoðun Að gefnu tilefni – Upplýsingar um Fjarðarheiðargöng Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Reiði og bjartsýni á COP30 Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Heldur málþófið áfram? Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Þessir píkubörðu menn Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Tolladeilur og hagsmunavörn í alþjóðaviðskiptum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Betra námsumhverfi fyrir börn í Reykjavík Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ísland að grotna niður í fjöldaferðamennsku Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Er virkilega hvergi pláss fyrir einhverfan forritara? Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfesting til framtíðar - Fjárfestum í börnum Karólína Helga Símonardóttir skrifar Sjá meira
Til er hópur fólks sem trúir því enn að samin hafi verið hér tímamótastjórnarskrá af fólki sem Jóhönnu-stjórnin svokallaða skipaði eftir að Hæstiréttur hafði ógilt kosningar til stjórnlagaþings. Trúir því jafnframt að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé í samræmi við vilja þjóðarinnar sem hafi endurspeglast í þjóðaratkvæðagreiðslu fyrir átta árum. Einnig að þessi „nýja stjórnarskrá“ sé forsenda þess að við fáum meiri tekjur í ríkissjóð af auðlindum landsins. Hefur áróður af þessi tagi verið á hverju ári en takmarkaðan árangur borið og raunar frekar dregið úr stuðningi ef eitthvað er. Nú í sumar er mikið lagt undir til að afla stuðnings og áherslan er á ungmenni sem voru á bilinu 7-11 ára þegar þetta plagg var rissað upp í flýti um sumar seint í ágúst 2011 þegar þjóðin var í sárum í kjölfar bankahrunsins. Líklegast er til árangurs er að nota samfélagsmiðla unga fólksins og fá fræga fólkið til liðs við sig. Einhverra hluta vegna hefur alltaf verið auðvelt að fá þekkta einstaklinga úr lista og menningarlífinu til að verja vondan málstað. Sýndarmennskan æpir á mann í þessum myndböndum, auk þess að vera uppfull af staðreyndavillum og vanþekkingu. Jafn neyðarlegt að horfa á þau og afhendingu Grímuverðlauna – svo mikið að mann langar helst að hoppa ofan í bjútíboxið. Við unga fólkið, sem horfir á mikið á frægu fyrirmyndirnar, vil ég segja þetta: · Þessi „nýja stjórnarskrá“ væri ekki góð fyrir land og þjóð og að sumu leyti mjög skaðleg. Hún er samin af fólki sem hvorki hafði reynslu né þekkingu til að skrifa stjórnlög eða meta hvaða afleiðingar einstök ákvæði gætu haft. Enda fór það svo að sérfræðingar í Feneyjarnefndinni töldu plaggið ekki tækt sem stjórnarskrá í þeirri mynd sem stjórnlagaráðið skilaði af sér. Má ætla að nýja símaskráin, sem einhverjir hafa verið að spyrjast fyrir um, væri gagnlegri. · Svo er það mikill misskilningur að þjóðin hafi í þjóðaratkvæðagreiðslu kosið þessar tillögur stjórnlagaráðs sem nýja stjórnarskrá. Þjóðaratkvæðagreiðslan var ekki um það. Alþingi samþykkti þingsályktun um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslu um tillögur stjórnlagaráðs. Kom skýrlega fram að þjóðaratkvæðagreiðslan var ráðgefandi og ekki lagalega bindandi fyrir Alþingi. Það er auðvitað skýringin á því að innan við helmingur kosningabærra manna tók þátt í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þriðjungur þeirra sem tók þátt vildi ekki leggja tillögur stjórnlagaráðs til grundvallar nýrri stjórnarskrá. Það er því fráleitt að líta svo á að tillögur stjórnalagaráðs hafi að geyma þjóðarvilja. Ekki má gleyma því að gildandi stjórnarskrá segir til um hvernig henni verður breytt. Við komust ekki hjá þeim skýru fyrirmælum. Niðurstaða fyrstu þingkosninga eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna gaf til kynna að þjóðin hefði lítinn áhuga, ef nokkurn, á tillögum stjórnlagaráðs sem nýrri stjórnarskrá. · Óheiðarlegast af öllu í þessum áróðri eru fullyrðingar að þjóðin fái einungis 19% af arði fiskveiðiauðlindarinnar og afgangurinn fari til örfárra fjölskyldna. Í fyrsta lagi er það beinlínis rangt enda tekur ríkissjóður 33% af afkomu veiða í veiðigjald auk tekjuskatts. Við það bætist aðrir skattar og gjöld eins og kolefnisskattur og aflagjald. Í öðru lagi hefur „nýja stjórnarkráin“ ekkert með það að gera hvað við tökum mikið af arðsemi sjávarútvegs í ríkissjóð. Við stjórnum því með lögum og gætum þess vegna á morgun tekið allan arð af auðlindinni í ríkissjóð. Held að sumt af fræga fólkinu í myndböndunum teldu það til hagsbóta fyrir þjóðina enda í litlum tengslum við veruleikann. Góða við þessi myndbönd er að fræga fólkið hefur eitthvað að gera á þessum erfiðu Covid tímum. Þeir eru ekki blankir hjá Stjórnarskrárfélaginu. Höfundur er þingmaður.
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Skoðun Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson skrifar
Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar Reykjavíkur Þorsteinn Jóhannsson,Arnar Össur Harðarson,Hlín Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar Guð breytist í ljósmóður – og þegar kvöldmáltíðin breytist í annað en borð Drottins Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Gervigreindin brotlendir: Notendum fækkar, áhugi minnkar, ávinningur enginn, traustið núll Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Á sjötugsaldri inn í nýja iðnbyltingu: Ferðalagið mitt og tækifæri Íslands í gervigreind Sigvaldi Einarsson skrifar
Vaxandi samfélag þarf sterkari innviði - Tími til að fjárfesta í framtíð HSU Sveinn Ægir Birgisson Skoðun