Glæsivilla Skúla Mogensen nú í eigu Arion banka Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. september 2020 11:50 Skúli Mogensen keypti glæsihýsið við Hrólfsskálavör árið 2016. Vísir/vilhelm Arion banki hf. eignaðist glæsivillu Skúla Mogensen við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi í byrjun september, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fyrst var greint frá sölunni á vef Mbl í morgun. Skúli keypti húsið árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni, sem kenndur var við verslanir 10-11, árið 2016 og var kaupverðið á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla en var síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hefur Skúli lýst því að hann hafi fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Innanhússhönnun á húsinu var í höndum Grímu Bjargar Thorarensen hjá GBT Interiors og Selmu Ágústsdóttur hjá Namó Desing. Húsið við Hrólfsskálavör hafði verið lengi á sölu áður en Arion banki eignaðist það fyrr í mánuðinum. Greint var frá því í október í fyrra að húsið væri auglýst til sölu á sérstakri vefsíðu, sem eingöngu var stofnuð utan um söluna á húsinu. Skúli sagði í samtali við Mbl á sínum tíma að salan væri á hans eigin vegum og án aðkomu Arion banka. Fasteignasalan Eignamiðlun tók síðar við sölunni en húsið er enn auglýst til sölu á fasteignavef Vísis. Óskað er eftir tilboði í húsið en Skotsilfur Fréttablaðsins hafði eftir heimildum sínum í ágúst í fyrra að ásett verð á eignina væri um 700 milljónir króna. Arkítektar hjá Granda Studio teiknuðu húsið árið 2008 og Selma Ágústsdóttir og Gríma Björg Thorarensen, innanhúshönnuður og kærasta Skúla, sáu um innanhúshönnun eftir að Skúli eignaðist það. Þar er að finna nær allt til alls, þar á meðal tvo nuddpotta, líkamsræktarsal og heimabíó. Húsið er um 600 fermetrar. Húsið státar m.a. af sundlaug. Íslenskir bankar WOW Air Hús og heimili Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira
Arion banki hf. eignaðist glæsivillu Skúla Mogensen við Hrólfsskálavör 2 á Seltjarnarnesi í byrjun september, samkvæmt upplýsingum fréttastofu. Fyrst var greint frá sölunni á vef Mbl í morgun. Skúli keypti húsið árið 2016 af Eiríki Sigurðssyni, sem kenndur var við verslanir 10-11, árið 2016 og var kaupverðið á sínum tíma sagt um 300 milljónir króna. Húsið var fyrst skráð á félag í eigu Skúla en var síðar fært yfir á nafn hans. Skúli veðsetti húsið og fleiri eignir sínar haustið 2018 þegar flugfélag hans, WOW air, reri lífróður. Fram kom í umfjöllun Stundarinnar í desember sama ár að Skúli hefði veðsett húsið fyrir lánum sem hann tók hjá Arion banka. Sjálfur hefur Skúli lýst því að hann hafi fjárfest sjálfur fyrir 700 milljónir í skuldabréfaútboði WOW air hausið 2018 og lagt „hús mitt og fleiri eignir að veði“. Innanhússhönnun á húsinu var í höndum Grímu Bjargar Thorarensen hjá GBT Interiors og Selmu Ágústsdóttur hjá Namó Desing. Húsið við Hrólfsskálavör hafði verið lengi á sölu áður en Arion banki eignaðist það fyrr í mánuðinum. Greint var frá því í október í fyrra að húsið væri auglýst til sölu á sérstakri vefsíðu, sem eingöngu var stofnuð utan um söluna á húsinu. Skúli sagði í samtali við Mbl á sínum tíma að salan væri á hans eigin vegum og án aðkomu Arion banka. Fasteignasalan Eignamiðlun tók síðar við sölunni en húsið er enn auglýst til sölu á fasteignavef Vísis. Óskað er eftir tilboði í húsið en Skotsilfur Fréttablaðsins hafði eftir heimildum sínum í ágúst í fyrra að ásett verð á eignina væri um 700 milljónir króna. Arkítektar hjá Granda Studio teiknuðu húsið árið 2008 og Selma Ágústsdóttir og Gríma Björg Thorarensen, innanhúshönnuður og kærasta Skúla, sáu um innanhúshönnun eftir að Skúli eignaðist það. Þar er að finna nær allt til alls, þar á meðal tvo nuddpotta, líkamsræktarsal og heimabíó. Húsið er um 600 fermetrar. Húsið státar m.a. af sundlaug.
Íslenskir bankar WOW Air Hús og heimili Mest lesið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Álagning á áfengi mest á Íslandi Viðskipti innlent Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Stefna á Coda stöð við Húsavík Viðskipti innlent Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Viðskipti innlent Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Viðskipti innlent Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Viðskipti innlent Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Álagning á áfengi mest á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Sjá meira