Sjúkraliðar horfa til framtíðar Sandra B. Franks skrifar 10. september 2020 07:30 Sögulegt starfsár í lífi sjúkraliða verður gert upp á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélagsins í dag, en vegna Covid-19 verður því í fyrsta sinn streymt sem fjarþingi. Á árinu náðust þrennir sögulegir áfangar sem allir marka tímamót fyrir stéttina. Fyrst nefni ég styttingu vinnuvikunnar þar sem sjúkraliðar voru í fararbroddi. Í öðru lagi höfum við tryggt að háskólanám fyrir sjúkraliða hefjist haustið 2021. Þriðju tímamótin felast í nýjum fagráðum með aðild sjúkraliða. Þeir munu þá í fyrsta sinn hafa áhrif á mótun opinberrar hjúkrunarstefnu jafnfætis öðrum lykilstéttum. Forgangsréttinn verður að verja Á fulltrúaþinginu verður fjallað sérstaklega um þrenns konar nýjar áherslur til framtíðar. Hið fyrsta er forgangsréttur sjúkraliða til ákveðinna starfa. Opinberar reglur segja skýrt að stjórnendum heilbrigðisstofnana sé óheimilt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar- og hjúkrunarstarfa nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkraliðum. Á þessu er því miður misbrestur. Félaginu berast æ fleiri ábendingar um að stjórnendur ráði fólk í störf sjúkraliða sem ekki hefur til þess viðeigandi menntun né reynslu. Verndun forgangsréttarins snýst ekki aðeins um hagsmuni sjúkraliða. Hann er líka trygging fyrir gæðum þjónustunnar gagnvart þeim sem þiggja hana. Af hálfu hins opinbera tryggir forgangsrétturinn að hjúkrunarþjónustan sem sjúklingar njóta sé einungis veitt af fólki með reynslu og menntun. Hann er því grundvallarþáttur í öflugu heilbrigðiskerfi. Við munum í framtíðinni verja forgangsréttinn með kjafti og klóm. Stjórnendum mun ekki líðast að ráða ófaglært fólk í störf stéttarinnar án þess að reynt sé til þrautar að fá menntaða sjúkraliða til starfa. Kallað eftir mönnunarstefnu Í næstu framtíð mun Sjúkraliðafélagið kalla eftir því að ríkið marki skýra stefnu um mönnun heilbrigðiskerfisins. Þar ríkir algert stefnuleysi. Engin lágmarksviðmið eru af hálfu hins opinbera. Eini vísirinn að þeim eru viðmiðunarreglur frá Embætti landlæknis sem ekki eru bindandi. Þetta var gagnrýnt í úttekt Ríkisendurskoðunar fyrir nokkrum misserum. Sjálf vil ég gagnrýna harkalega hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda um mönnun kerfisins. Viðmiðunarreglur landlæknis fela til dæmis ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttekt frá embættinu að til dæmis á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Opinbera kerfið, þ.á.m. Embætti landlæknis og Ríkisendurskoðun, þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Ofangreindar stofnanir verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef stofnanir eru undirmannaðar af sjúkraliðum. Á því á ný mönnunarstefna meðal annars að byggja. Aukin menntun krefst nýrra starfsleiða Einbeittur vilji til að bæta færni sína einkennir sjúkraliða sem stétt. Á hverju ári sækja hátt á sjöunda hundrað sjúkraliðar sérhæfð námskeið á vegum símenntunarstöðvarinnar Framvegis. Í nýlegri könnun kom fram að á sjötta hundrað - eða fjórðungur stéttarinnar - hefur áhuga á að skrá sig í nýja námsbraut fyrir sjúkraliða á háskólastigi. Sagan sýnir hins vegar að aukin menntun sjúkraliða hefur ekki verið metin að verðleikum. Því er brýnt að breyta. Í sjúkraliðum býr nefnilega vannýtt auðlind sem kerfið er ekki að notfæra sér í dag. Eitt af svörunum við mönnunarvanda kerfisins er að nýta atgervi sjúkraliða betur. Sjúkraliðar geta tekið að sér mun meiri ábyrgð, og stjórnun á tilteknum verkefnum, en þeim býðst í dag. Sjúkraliðafélagið mun því ganga fast eftir því að stjórnendur í heilbrigðiskerfinu svari hækkandi menntastigi sjúkraliða með nýjum starfsleiðum, nýjum tækifærum til aukins starfsframa og umbun í samræmi við aukna menntun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Sögulegt starfsár í lífi sjúkraliða verður gert upp á fulltrúaþingi Sjúkraliðafélagsins í dag, en vegna Covid-19 verður því í fyrsta sinn streymt sem fjarþingi. Á árinu náðust þrennir sögulegir áfangar sem allir marka tímamót fyrir stéttina. Fyrst nefni ég styttingu vinnuvikunnar þar sem sjúkraliðar voru í fararbroddi. Í öðru lagi höfum við tryggt að háskólanám fyrir sjúkraliða hefjist haustið 2021. Þriðju tímamótin felast í nýjum fagráðum með aðild sjúkraliða. Þeir munu þá í fyrsta sinn hafa áhrif á mótun opinberrar hjúkrunarstefnu jafnfætis öðrum lykilstéttum. Forgangsréttinn verður að verja Á fulltrúaþinginu verður fjallað sérstaklega um þrenns konar nýjar áherslur til framtíðar. Hið fyrsta er forgangsréttur sjúkraliða til ákveðinna starfa. Opinberar reglur segja skýrt að stjórnendum heilbrigðisstofnana sé óheimilt að ráða aðra en sjúkraliða til sérhæfðra umönnunar- og hjúkrunarstarfa nema áður hafi verið auglýst eftir sjúkraliðum. Á þessu er því miður misbrestur. Félaginu berast æ fleiri ábendingar um að stjórnendur ráði fólk í störf sjúkraliða sem ekki hefur til þess viðeigandi menntun né reynslu. Verndun forgangsréttarins snýst ekki aðeins um hagsmuni sjúkraliða. Hann er líka trygging fyrir gæðum þjónustunnar gagnvart þeim sem þiggja hana. Af hálfu hins opinbera tryggir forgangsrétturinn að hjúkrunarþjónustan sem sjúklingar njóta sé einungis veitt af fólki með reynslu og menntun. Hann er því grundvallarþáttur í öflugu heilbrigðiskerfi. Við munum í framtíðinni verja forgangsréttinn með kjafti og klóm. Stjórnendum mun ekki líðast að ráða ófaglært fólk í störf stéttarinnar án þess að reynt sé til þrautar að fá menntaða sjúkraliða til starfa. Kallað eftir mönnunarstefnu Í næstu framtíð mun Sjúkraliðafélagið kalla eftir því að ríkið marki skýra stefnu um mönnun heilbrigðiskerfisins. Þar ríkir algert stefnuleysi. Engin lágmarksviðmið eru af hálfu hins opinbera. Eini vísirinn að þeim eru viðmiðunarreglur frá Embætti landlæknis sem ekki eru bindandi. Þetta var gagnrýnt í úttekt Ríkisendurskoðunar fyrir nokkrum misserum. Sjálf vil ég gagnrýna harkalega hversu ósýnilegir sjúkraliðar eru í umfjöllun stjórnvalda um mönnun kerfisins. Viðmiðunarreglur landlæknis fela til dæmis ekki í sér neinar leiðbeiningar um hlutfall sjúkraliða. Þó kemur fram í úttekt frá embættinu að til dæmis á hjúkrunarheimilum eru tengslin milli skorts á fagfólki og lélegra gæða alveg skýr. Það er líka gagnrýnivert að enga íslenska rannsókn er að finna þar sem sjónum er beinlínis beint að fylgni á milli gæða þjónustu og hlutfalls sjúkraliða. Opinbera kerfið, þ.á.m. Embætti landlæknis og Ríkisendurskoðun, þarf að gera sér grein fyrir lykilhlutverki sjúkraliða. Ofangreindar stofnanir verða til dæmis að skoða hvað það kostar samfélagið í lífsgæðum og fjármunum ef stofnanir eru undirmannaðar af sjúkraliðum. Á því á ný mönnunarstefna meðal annars að byggja. Aukin menntun krefst nýrra starfsleiða Einbeittur vilji til að bæta færni sína einkennir sjúkraliða sem stétt. Á hverju ári sækja hátt á sjöunda hundrað sjúkraliðar sérhæfð námskeið á vegum símenntunarstöðvarinnar Framvegis. Í nýlegri könnun kom fram að á sjötta hundrað - eða fjórðungur stéttarinnar - hefur áhuga á að skrá sig í nýja námsbraut fyrir sjúkraliða á háskólastigi. Sagan sýnir hins vegar að aukin menntun sjúkraliða hefur ekki verið metin að verðleikum. Því er brýnt að breyta. Í sjúkraliðum býr nefnilega vannýtt auðlind sem kerfið er ekki að notfæra sér í dag. Eitt af svörunum við mönnunarvanda kerfisins er að nýta atgervi sjúkraliða betur. Sjúkraliðar geta tekið að sér mun meiri ábyrgð, og stjórnun á tilteknum verkefnum, en þeim býðst í dag. Sjúkraliðafélagið mun því ganga fast eftir því að stjórnendur í heilbrigðiskerfinu svari hækkandi menntastigi sjúkraliða með nýjum starfsleiðum, nýjum tækifærum til aukins starfsframa og umbun í samræmi við aukna menntun. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
„Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson Skoðun