Óska eftir nýrri heimild til hlutafjárútboðs á fundinum í dag Kristín Ólafsdóttir skrifar 9. september 2020 07:49 Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair. Vísir/Egill Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. Farið verður yfir stöðu félagsins með hluthöfum og óskað eftir nýrri heimild til að ráðast í hlutafjárútboð, að því er Mbl greindi frá í gær. Stefnt er að því að útboðið hefjist á mánudagsmorgun og standi yfir í tvo daga. Fyrri heimild til hlutfjárútboðs var útrunnin en henni hefur jafnframt verið breytt. Ef allt gengur að óskum munu einstaklingar getað keypt hlutabréf í Icelandair fyrir hundrað þúsund krónur en lágmarksupphæð einstaklinga var áður 250 þúsund krónur. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sagði í samtali við Mbl í gær að hann væri mjög bjartsýnn á tækifæri Icelandair, bæði er varða ferðamannamarkaðinn innanlands og tengimódel fyrirtækisins. Forsendan fyrir því sé þó sú að búið verði að aflétta ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar næsta vor, 2021. Alþingi samþykkti í liðinni viku allt að fimmtán milljarða ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar félagsins í millilandaflugi. Rekstur Icelandair hefur verið þungur síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Meirihluta flugferða félagsins hefur verið aflýst nú í september. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25 Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50 Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Hluthafafundur Icelandair verður haldinn á Hótel Nordica klukkan 16 í dag. Farið verður yfir stöðu félagsins með hluthöfum og óskað eftir nýrri heimild til að ráðast í hlutafjárútboð, að því er Mbl greindi frá í gær. Stefnt er að því að útboðið hefjist á mánudagsmorgun og standi yfir í tvo daga. Fyrri heimild til hlutfjárútboðs var útrunnin en henni hefur jafnframt verið breytt. Ef allt gengur að óskum munu einstaklingar getað keypt hlutabréf í Icelandair fyrir hundrað þúsund krónur en lágmarksupphæð einstaklinga var áður 250 þúsund krónur. Bogi Nils Bogason forstjóri Icelandair sagði í samtali við Mbl í gær að hann væri mjög bjartsýnn á tækifæri Icelandair, bæði er varða ferðamannamarkaðinn innanlands og tengimódel fyrirtækisins. Forsendan fyrir því sé þó sú að búið verði að aflétta ferðatakmörkunum vegna kórónuveirunnar næsta vor, 2021. Alþingi samþykkti í liðinni viku allt að fimmtán milljarða ríkisábyrgð á lánalínum til Icelandair. Ábyrgðin nær aðeins til flugrekstrar félagsins í millilandaflugi. Rekstur Icelandair hefur verið þungur síðustu mánuði vegna faraldurs kórónuveirunnar. Meirihluta flugferða félagsins hefur verið aflýst nú í september.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Tengdar fréttir Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25 Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50 Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58 Mest lesið Indó ríður á vaðið Neytendur „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ Atvinnulíf Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Viðskipti innlent Slippfélagið eflir þjónustu með gervigreind Samstarf Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Viðskipti erlent Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Sjá meira
Icelandair í samstarf við easyJet Icelandair hefur gert samstarfssamning við breska flugfélagið easyJet þess efnis að Icelandair gerist aðili að stafrænni bókunarþjónustu easyJet, Worldwide by easyJet. 8. september 2020 16:25
Stutt sumar hjá Icelandair Farþegafjöldi hjá Icelandair jókst töluvert í byrjun sumars, þegar létt var á ferðatakmörkunum. Þá dróst hann aftur hratt saman þegar hert var á takmörkunum aftur frá og með 19. ágúst. 7. september 2020 18:50
Icelandair fékk 2,9 milljarða vegna tæplega tvö þúsund starfsmanna Íslenska ríkið greiddi Icelandair ehf. alls 2,874 milljarða í stuðning vegna greiðslu hluta launakostnaðar á uppsagnarfresti vegna 1.889 starfsmanna félagsins. 7. september 2020 15:58