Heilbrigðisþjónusta í heimsfaraldri Unnur Pétursdóttir skrifar 8. september 2020 11:30 Þann 8. september ár hvert fagna sjúkraþjálfarar um allan heim Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar og vekja athygli á mikilvægi sjúkraþjálfunar í heilbrigðisþjónustunni. Í ár er fagnað í skugga heimsfaraldurs, sem hefur sett mark sitt á heilbrigðiskerfi allra landa, en einnig orðið til þess að fjölmargir átta sig á þeirri þekkingu sem sjúkraþjálfarar búa yfir þegar kemur að meðferð á meðan alvarlegum veikindum stendur og endurhæfingu eftir slík veikindi. Sjúkraþjálfarar eru ekki einungis hluti af því teymi sem bjargar mannslífum. Sjúkraþjálfarar eru einnig hluti af því teymi sem færir fólki lífsgæði þess til baka og leitast við að tryggja fólki heilbrigt og sjálfstætt líf eftir föngum. Í því samhengi er bent á leiðbeiningar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara, www.physio.is. Við þær aðstæður sem upp koma í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri er að mörgu að huga. Fyrst og fremst þarf að leitast við að varna því að fólk veikist og sinna þeim sem veikjast. En svo er öll önnur starfsemi heilbrigðiskerfisins sem þarf að huga að og halda gangandi. Í þeirri lokun sem varð sl. vor kom berlega í ljós hversu regluleg meðferð sjúkraþjálfara er mörgum mikilvæg. Fjölmargir skjólstæðingar sjúkraþjálfara, s.s. aldraðir og fatlaðir urðu fyrir færni- og lífgæðaskerðingu á meðan á lokun stóð og margir hverjir njóta enn skertrar þjónustu. Því er afar brýnt að allir taki höndum saman um sóttvarnir í samvinnu við almannavarnir, þannig að ekki þurfi að koma aftur til lokana af því tagi sem urðu í vor og að leitað verði allra leiða til að öll venjubundin þjónusta heilbrigðiskerfis virki sem skildi. Ljósi punkturinn er að heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar opnuðu á möguleika til fjarsjúkraþjálfunar, sem rætt hefur verið um lengi. Sjúkraþjálfarar brugðust skjótt við og nýttu sér þennan nýja möguleika eins og hægt var, og er það vel. Þessa þjónustu þarf að þróa og efla til framtíðar, enda mikið framfaraspor ef vel tekst til. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Unnur Pétursdóttir Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Af hverju kílómetragjald? Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Sjá meira
Þann 8. september ár hvert fagna sjúkraþjálfarar um allan heim Alþjóðlegum degi sjúkraþjálfunar og vekja athygli á mikilvægi sjúkraþjálfunar í heilbrigðisþjónustunni. Í ár er fagnað í skugga heimsfaraldurs, sem hefur sett mark sitt á heilbrigðiskerfi allra landa, en einnig orðið til þess að fjölmargir átta sig á þeirri þekkingu sem sjúkraþjálfarar búa yfir þegar kemur að meðferð á meðan alvarlegum veikindum stendur og endurhæfingu eftir slík veikindi. Sjúkraþjálfarar eru ekki einungis hluti af því teymi sem bjargar mannslífum. Sjúkraþjálfarar eru einnig hluti af því teymi sem færir fólki lífsgæði þess til baka og leitast við að tryggja fólki heilbrigt og sjálfstætt líf eftir föngum. Í því samhengi er bent á leiðbeiningar sem hægt er að nálgast á heimasíðu Félags sjúkraþjálfara, www.physio.is. Við þær aðstæður sem upp koma í heilbrigðisþjónustu í heimsfaraldri er að mörgu að huga. Fyrst og fremst þarf að leitast við að varna því að fólk veikist og sinna þeim sem veikjast. En svo er öll önnur starfsemi heilbrigðiskerfisins sem þarf að huga að og halda gangandi. Í þeirri lokun sem varð sl. vor kom berlega í ljós hversu regluleg meðferð sjúkraþjálfara er mörgum mikilvæg. Fjölmargir skjólstæðingar sjúkraþjálfara, s.s. aldraðir og fatlaðir urðu fyrir færni- og lífgæðaskerðingu á meðan á lokun stóð og margir hverjir njóta enn skertrar þjónustu. Því er afar brýnt að allir taki höndum saman um sóttvarnir í samvinnu við almannavarnir, þannig að ekki þurfi að koma aftur til lokana af því tagi sem urðu í vor og að leitað verði allra leiða til að öll venjubundin þjónusta heilbrigðiskerfis virki sem skildi. Ljósi punkturinn er að heilbrigðisráðuneytið og Sjúkratryggingar opnuðu á möguleika til fjarsjúkraþjálfunar, sem rætt hefur verið um lengi. Sjúkraþjálfarar brugðust skjótt við og nýttu sér þennan nýja möguleika eins og hægt var, og er það vel. Þessa þjónustu þarf að þróa og efla til framtíðar, enda mikið framfaraspor ef vel tekst til. Höfundur er formaður Félags sjúkraþjálfara.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun