Litlar gámaverslanir sagðar hafa umbreytt landsbyggðarlífinu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 7. september 2020 10:47 Ein af verslununum sem umræðir. Mynd/LIFVS Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. Í frétt Guardian segir að umræddar verslanir séu ekki flóknar, álíka stórar og einn gámur og þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um ferlið frá a-ö, líkt og tíðkast í verslunum hér á landi þar sem sjálfvirkir afgreiðslukassar hafa verið settir upp. Munurinn er hins vegar sá að verslanirnar eru ómannaðar og aðeins myndavél í horni verslunarinnar fylgist með að viðskiptavinir freistist ekki til þess að hnupla einhverju úr versluninni. Fyrirtæki sem sett hefur upp þessar nítján verslanir víðs vegar um Svíþjóð heitir Lifvs. Það einbeitir sér að svæðum þar sem verslunarkeðjur hafa gefist upp á því að halda úti verslunum sökum fámennis. Til marks um þessa þróun í Svíþjóð er nefnt að árið 1984 voru 8.500 kjörbúðir í Svíþjóð, árið 2010 voru þær orðnar 3.500. Í frétt Guardian er fjallað um verslun Lifvs í bænum Eket. Bærinn hefir glímt við fólksfækkun og verslun bæjarins hvarf á braut fyrir skemmstu. „Það er svolítið skrýtið að geta ekki sagt hæ við neinn í búðinni. En ef þetta er það sem þarf til þess að halda lífi í þessu litla þorpi, þá er þetta mjög gott,“ er haft eftir Emma Nilsson, íbúa í Eket. Um 500 vörutegundir eru í boði og reynt er að tryggja að helstu nauðsynjavörur fáist hverju sinni. Einn starfsmaður sér til þess að nægt framboð sé af vörum í versluninni, en hún sér einnig um tvær aðrar slíkar verslanir í nærliggjandi bæjarfélögum. Öll yfirbygging er því í lágmarki og þannig er hægt að halda kostnaði niðri, en verðlag í verslunum á fámennum svæðum er tíðrætt umkvörtunarefni, víða um heim. Neytendur Svíþjóð Verslun Nýsköpun Byggðamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Ómannaðar sjálfvirkar verslanir hafa umbreytt lífinu á landsbygðinni í Svíþjóð ef marka má frétt í Guardian um nýsköpunarfyrirtæki sem opnað hefur nítján slíkar verslanir í fámennum byggðum Svíþjóðar. Í frétt Guardian segir að umræddar verslanir séu ekki flóknar, álíka stórar og einn gámur og þar sem viðskiptavinir sjá sjálfir um ferlið frá a-ö, líkt og tíðkast í verslunum hér á landi þar sem sjálfvirkir afgreiðslukassar hafa verið settir upp. Munurinn er hins vegar sá að verslanirnar eru ómannaðar og aðeins myndavél í horni verslunarinnar fylgist með að viðskiptavinir freistist ekki til þess að hnupla einhverju úr versluninni. Fyrirtæki sem sett hefur upp þessar nítján verslanir víðs vegar um Svíþjóð heitir Lifvs. Það einbeitir sér að svæðum þar sem verslunarkeðjur hafa gefist upp á því að halda úti verslunum sökum fámennis. Til marks um þessa þróun í Svíþjóð er nefnt að árið 1984 voru 8.500 kjörbúðir í Svíþjóð, árið 2010 voru þær orðnar 3.500. Í frétt Guardian er fjallað um verslun Lifvs í bænum Eket. Bærinn hefir glímt við fólksfækkun og verslun bæjarins hvarf á braut fyrir skemmstu. „Það er svolítið skrýtið að geta ekki sagt hæ við neinn í búðinni. En ef þetta er það sem þarf til þess að halda lífi í þessu litla þorpi, þá er þetta mjög gott,“ er haft eftir Emma Nilsson, íbúa í Eket. Um 500 vörutegundir eru í boði og reynt er að tryggja að helstu nauðsynjavörur fáist hverju sinni. Einn starfsmaður sér til þess að nægt framboð sé af vörum í versluninni, en hún sér einnig um tvær aðrar slíkar verslanir í nærliggjandi bæjarfélögum. Öll yfirbygging er því í lágmarki og þannig er hægt að halda kostnaði niðri, en verðlag í verslunum á fámennum svæðum er tíðrætt umkvörtunarefni, víða um heim.
Neytendur Svíþjóð Verslun Nýsköpun Byggðamál Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira