Breytum til hins betra Kolbrún Guðríður Haraldsdóttir skrifar 31. ágúst 2020 09:00 Stundum stöndum við frammi fyrir vanda sem er svo stór að við vitum ekki hvernig hægt er að vinna á honum. Plastmengun í heiminum er af slíkri stærðargráðu. Eins og önnur mengun þekkir plastmengun engin landamæri; hinar afskekktu Hornstrandir þar sem enginn býr eru fullar af plasti frá útlöndum og plastruslið okkar frá Íslandi flýtur lengst norður á Svalbarða. Við erum alltaf að læra meira um plastmengun t.d. að plast eyðist ekki heldur brotnar niður í örplast sem finnst nú á hæstu fjallstindum og dýpstu sjávarálum jarðar. Það finnst líka i dýrum og drykkjarvatni á Íslandi. Fyrir fjórum árum sátu nokkrar vinkonur á spjalli og ræddu um umhverfismál og sniðugar leiðir til að vera umhverfisvænni.. Þær veltu fyrir sér afhverju plastvandinn væri ekki tekinn fastari tökum en uppgötvuðu svo að þær gætu sjálfar gert heilmikið; þær fengu liðsauka, söfnuðu styrkjum og stofnuðu grasrótarsamtökin Plastlaus september. Plastlaus september er átaksmánuður til vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og sýnir leiðir til að minnka notkunina. Síðan þá hefur átakið vaxið og dafnað og fleiri aðilar bæst í hópinn. Á upphafsári átaksins snerist umræðan að miklu leyti um að muna eftir fjölnota innkaupapoka í búðina en nú er það breytt og flestum finnst sjálfsagt að taka innkaupapokann með. Það er verið að innleiða bann um einnota plastpoka og plokkarar taka eftir að minna finnst af plastpokum í náttúrunni. Árið 2017 var erfitt að nálgast ýmsar plastlausar vörur hér á Íslandi eins og bambus tannbursta og hársápustykki. Núna fást umhverfisvænni tannburstar í nær hverri matvöruverslun og verslanir keppast við að bjóða umhverfisvænni kosti. Úrvalið er alltaf að aukast sérstaklega á vörum sem hægt er að fá í umbúðalausri áfyllingu sem er frábær leið til að draga úr plastnotkun. Það eru ekki bara einstaklingar sem leita leiða til að minnka plastnotkun; snjallir fyrirtækjastjórnendur hafa hlustað á ákall markaðarins og hafa nú þegar breytt umbúðum sínum þannig að þau nota mun minna plast. Á litlu landi hafa þessar breytingar með plastpokabann og plastminni umbúðum nú þegar sparað nokkur tonn af plasti. Við í Plastlausum september vitum að umhverfismál geta verið flókin; stundum er erfitt að meta kosti og galla ólíkra lausna og ekki hentar sama lausnin öllum. Við vitum að plast er ekki alslæmt en það er afar endingargott gott efni sem við notum í of miklum mæli í einnota vörur og umbúðir. Við vitum að það er ekki alltaf auðvelt að breyta venjum. En við erum sannfærð um að saman getum við breytt miklu, skref fyrir skref í rétta átt. Að taka þátt í Plastlausum september er góð byrjun á þeirri vegferð, saman getum við breytt til hins betra. Höfundur er í stjórn grasrótarsamtakanna Plastlaus september og kennir á grænfánaleikskóla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Stundum stöndum við frammi fyrir vanda sem er svo stór að við vitum ekki hvernig hægt er að vinna á honum. Plastmengun í heiminum er af slíkri stærðargráðu. Eins og önnur mengun þekkir plastmengun engin landamæri; hinar afskekktu Hornstrandir þar sem enginn býr eru fullar af plasti frá útlöndum og plastruslið okkar frá Íslandi flýtur lengst norður á Svalbarða. Við erum alltaf að læra meira um plastmengun t.d. að plast eyðist ekki heldur brotnar niður í örplast sem finnst nú á hæstu fjallstindum og dýpstu sjávarálum jarðar. Það finnst líka i dýrum og drykkjarvatni á Íslandi. Fyrir fjórum árum sátu nokkrar vinkonur á spjalli og ræddu um umhverfismál og sniðugar leiðir til að vera umhverfisvænni.. Þær veltu fyrir sér afhverju plastvandinn væri ekki tekinn fastari tökum en uppgötvuðu svo að þær gætu sjálfar gert heilmikið; þær fengu liðsauka, söfnuðu styrkjum og stofnuðu grasrótarsamtökin Plastlaus september. Plastlaus september er átaksmánuður til vekja fólk til umhugsunar um plastnotkun og þann plastúrgang sem fellur til dagsdaglega og sýnir leiðir til að minnka notkunina. Síðan þá hefur átakið vaxið og dafnað og fleiri aðilar bæst í hópinn. Á upphafsári átaksins snerist umræðan að miklu leyti um að muna eftir fjölnota innkaupapoka í búðina en nú er það breytt og flestum finnst sjálfsagt að taka innkaupapokann með. Það er verið að innleiða bann um einnota plastpoka og plokkarar taka eftir að minna finnst af plastpokum í náttúrunni. Árið 2017 var erfitt að nálgast ýmsar plastlausar vörur hér á Íslandi eins og bambus tannbursta og hársápustykki. Núna fást umhverfisvænni tannburstar í nær hverri matvöruverslun og verslanir keppast við að bjóða umhverfisvænni kosti. Úrvalið er alltaf að aukast sérstaklega á vörum sem hægt er að fá í umbúðalausri áfyllingu sem er frábær leið til að draga úr plastnotkun. Það eru ekki bara einstaklingar sem leita leiða til að minnka plastnotkun; snjallir fyrirtækjastjórnendur hafa hlustað á ákall markaðarins og hafa nú þegar breytt umbúðum sínum þannig að þau nota mun minna plast. Á litlu landi hafa þessar breytingar með plastpokabann og plastminni umbúðum nú þegar sparað nokkur tonn af plasti. Við í Plastlausum september vitum að umhverfismál geta verið flókin; stundum er erfitt að meta kosti og galla ólíkra lausna og ekki hentar sama lausnin öllum. Við vitum að plast er ekki alslæmt en það er afar endingargott gott efni sem við notum í of miklum mæli í einnota vörur og umbúðir. Við vitum að það er ekki alltaf auðvelt að breyta venjum. En við erum sannfærð um að saman getum við breytt miklu, skref fyrir skref í rétta átt. Að taka þátt í Plastlausum september er góð byrjun á þeirri vegferð, saman getum við breytt til hins betra. Höfundur er í stjórn grasrótarsamtakanna Plastlaus september og kennir á grænfánaleikskóla.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar