Orsakir og mikilvægi geðheilsu á tímum covid-19 Héðinn Unnsteinsson skrifar 31. ágúst 2020 08:00 Nýverið ferðuðumst við framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Grímur Atlason, um nær helming landsins og kynntum okkur heilbrigðis- og félagslegs úrræði, bæði á vegum hins opinbera og frumkvöðla þriðja geirans. Þegar ég tók við formennsku í landssamtökunum vildi ég að félagið starfaði í anda tveggja „slagorða“. Annars vegar gamals slagorðs finnska fyrirtækisins Nokia frá tíunda áratug síðustu aldar, að tengja fólk (e. „connecting people“) og hins vegar tilvitnun sem höfð er eftir Harry S. Truman forseta Bandaríkjanna: „Það er með ólíkindunum hverju þú færð áorkað í lífi þínu, svo framarlega sem þér stendur á sama um hver fær heiðurinn“. Í nýrri stefnu félagsins er hlutverk þess skýrt: Að rækta geðheilsu íslendinga. Framtíðarsýnin er sú að félagið hafi eftir þrjú ár stuðlað að heilsujafnrétti, eflt fræðslu og veitt vandaða ráðgjöf þar sem þörfum allra hópa er mætt af virðingu. Við viljum ástunda framsækni í málaflokknum og þróa snjallar aðferðir sem styðja við þjónustu, fræðslu og hagsmunagæslu í samráði við notendur og aðstandendur. Við viljum ástunda öfluga geðrækt og standa að gerð geðræktarefnis fyrir alla aldurshópa. Síðast en ekki síst viljum við standa vörð um mannréttindi fólks með geðraskanir og aðstandenda þeirra. Eftir ferð okkar Gríms er ég hugsi um það hvernig við öll, sem er umhugað um geðheilsu landsmanna, getum best hugað að henni, ræktað hana og eflt á tímum sem eru krefjandi. Um leið og við í samtökunum Geðhjálp stöndum vörð um gæði þeirrar geðheilbrigðisþjónustu sem er veitt, viljum við nú á næstu misserum einnig beina sjónum okkar að hinum endanum eða orsakaþáttum geðheilsu. Þáttum sem skipa alla máli og við eigum öll sameiginlega. Grunnþáttum eins og svefni, næringu, hreyfingu, bætiefnum, samskiptum, streitu o.s.frv. Það er ástæða fyrir því að eitt af fjórum fagsviðum Landlæknisembættið er lýðheilsa (áður áhrifaþættir heilbrigðis) og tólf af sjötíu starfsmönnum embættisins sinna orsakaþáttum heilsu. Í Morgunblaðinu í síðustu viku (28.08.20) var sérblað um heilsu. Þar var m.a. viðtal við Elísabetu Reynisdóttur næringafræðing sem lærði fagið til að ná tökum á eigin heilsu. Elísabet ræðir m.a. um áhrif áfalla á lífsleiðinni og tekur þar með að mínu mati undir þá áherslubreytingu sem er að verða í geðheilbrigðismálum, þ.e. að litið sé í auknu mæli til orsaka og orsakamynstra er kemur að því að bregðast við röskunum en ekki einungis reynt að sefa afleiðingar. Elísabet talar einnig um hið fornkveðna, mikilvægi þess að nálgast líkama og geð sem eina heild. Reyndar talar Elísabet um andlega heilsu en ekki geðheilsu. Hvort forskeytið eigum við að nota? Við Grímur heimsóttum fólk og úrræði í þremur stórum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Heilt yfir var staðan svipuð. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru í smíðum og töluverður niðurskurður er framundan á meðan starfsfólki þykir einsýnt að álag muni aukast. Sömu sögu er að segja af stofnunum og úrræðum ríkisins á sömu stöðum. Búist er við auknu álagi samhliða niðurskurði. Aðilar þriðja geirans eru með margar góðar hugmyndir en þær kalla á samvinnu og stuðning hins opinbera til þess að komast í framkvæmd. Samvinnu. Eftir þessa 1500 km. ferð þótti mér þrennt standa upp úr. Í fyrsta lagi eru skipulagheildirnar of margar í okkar fámenna samfélagi. Í öðru lagi skortir þau sem vinna að geðheilsu, frá orsökum að afleiðingum, frá geðheilsu í samfélagi að geðröskunum í geðheilsuteymum, félagsþjónustu sveitarfélaga og að starfsendurhæfingu, aukna fjármuni, mannafla og umfram allt samhæfingu á milli kerfa. Í þriðja lagi þurfum við sem þjóð á öllum okkar styrk að halda, þ.e. umburðarlyndi, skilning og aðlögunarhæfni, til þess að standa hvert með öðru, sýna skilning, hlusta og vera til staðar bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Við þurfum að standa vörð um sameiginlega geðheilsu. E.t.v. þarf sameiginlegan eða einstakan samfélagssáttmála þegar geta almannaþjónustunnar dregst svo mikið saman um leið og þörfin eykst. Í huglægum málaflokki þar sem greiningar eru byggðar á hugsun, einhverju sem við höfum aldrei geta skilgreint og oft ekki skilið, þá liggur í hlutarins eðlis að það eru fáir mælikvarðar til á geðheilsu. Einn mælikvarði er þó til og hefur verið til umfjöllunnar undanfarna daga, þ.e. hlutfall þeirra sem falla fyrir eigin hendi af 100.000 íbúum. Við höfum í gegnum árin veigrað okkur við að ræða þennan mælikvarða opinberlega. Ræða þann geðheilsubrest sem býr að baki sjálfsvígi og þann skyndilega missi, sársauka og sorg sem situr eftir hjá aðstandendum. Nú þegar þróun félagslegra- og efnahagslegra orsakaþátta heilbrigðis bendir til þess að það verði áskorun að viðhalda góðri geðheilsu er mikilvægt að huga bæði að sókn og vörn. Sókn í þeirri merkingu að vinna með orsakaþætti og vörn í þeirri merkingu að bæta viðbragðskerfi okkar. Þetta verður áskorun því á sama tíma er mikil aðlögun nauðsynleg, aðlögun sem kallar á breyttar væntingar á tímum þar sem einstaklingsrétturinn hefur aldrei verið ríkari. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Geðheilbrigði Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Drifkraftur bata – Alþjóðlegi geðheilbrigðisdagurinn Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Lordinn lýgur! Andrés Pétursson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að þykjast með líf barnanna okkar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Í örugga höfn! Örlygur Hnefill Örlygsson,Bergur Elías Ágústsson skrifar Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Varasjóður eða hefðbundið styrkjakerfi? Birgitta Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Geðheilsa á tímum óvissu og áskorana María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið Ragnheiður Ósk Jensdóttir skrifar Skoðun Villta vestur ólöglegra veðmálaauglýsinga á Íslandi Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar Skoðun Ísland þarf engan sérdíl Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Er edrúlífið æðislegt? Jakob Smári Magnússon skrifar Skoðun Rúmfatalagerinn, ekki fyrir alla! Ragnar Gunnarsson skrifar Skoðun Að gera ráð fyrir frelsi Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Að þekkja sín takmörk Heiðar Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind og dómgreind Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Fjárfesting í réttindum barna bætir fjárhag sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Á að takmarka samfélagsmiðlanotkun barna? María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Hvernig vogar þú þér að gera grín að Möggu Stínu? Elliði Vignisson skrifar Skoðun Hvað er í gangi? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Lausnir í leikskólamálum Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hjálpum fólki að eignast börn Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Ráðgátan um RÚV Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hvetjandi refsing Reykjavíkurborgar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Flækjustig í skjóli einföldunar Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Lýst eftir afstöðu Viðreisnar til ríkisstyrkja Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Sjá meira
Nýverið ferðuðumst við framkvæmdastjóri Geðhjálpar, Grímur Atlason, um nær helming landsins og kynntum okkur heilbrigðis- og félagslegs úrræði, bæði á vegum hins opinbera og frumkvöðla þriðja geirans. Þegar ég tók við formennsku í landssamtökunum vildi ég að félagið starfaði í anda tveggja „slagorða“. Annars vegar gamals slagorðs finnska fyrirtækisins Nokia frá tíunda áratug síðustu aldar, að tengja fólk (e. „connecting people“) og hins vegar tilvitnun sem höfð er eftir Harry S. Truman forseta Bandaríkjanna: „Það er með ólíkindunum hverju þú færð áorkað í lífi þínu, svo framarlega sem þér stendur á sama um hver fær heiðurinn“. Í nýrri stefnu félagsins er hlutverk þess skýrt: Að rækta geðheilsu íslendinga. Framtíðarsýnin er sú að félagið hafi eftir þrjú ár stuðlað að heilsujafnrétti, eflt fræðslu og veitt vandaða ráðgjöf þar sem þörfum allra hópa er mætt af virðingu. Við viljum ástunda framsækni í málaflokknum og þróa snjallar aðferðir sem styðja við þjónustu, fræðslu og hagsmunagæslu í samráði við notendur og aðstandendur. Við viljum ástunda öfluga geðrækt og standa að gerð geðræktarefnis fyrir alla aldurshópa. Síðast en ekki síst viljum við standa vörð um mannréttindi fólks með geðraskanir og aðstandenda þeirra. Eftir ferð okkar Gríms er ég hugsi um það hvernig við öll, sem er umhugað um geðheilsu landsmanna, getum best hugað að henni, ræktað hana og eflt á tímum sem eru krefjandi. Um leið og við í samtökunum Geðhjálp stöndum vörð um gæði þeirrar geðheilbrigðisþjónustu sem er veitt, viljum við nú á næstu misserum einnig beina sjónum okkar að hinum endanum eða orsakaþáttum geðheilsu. Þáttum sem skipa alla máli og við eigum öll sameiginlega. Grunnþáttum eins og svefni, næringu, hreyfingu, bætiefnum, samskiptum, streitu o.s.frv. Það er ástæða fyrir því að eitt af fjórum fagsviðum Landlæknisembættið er lýðheilsa (áður áhrifaþættir heilbrigðis) og tólf af sjötíu starfsmönnum embættisins sinna orsakaþáttum heilsu. Í Morgunblaðinu í síðustu viku (28.08.20) var sérblað um heilsu. Þar var m.a. viðtal við Elísabetu Reynisdóttur næringafræðing sem lærði fagið til að ná tökum á eigin heilsu. Elísabet ræðir m.a. um áhrif áfalla á lífsleiðinni og tekur þar með að mínu mati undir þá áherslubreytingu sem er að verða í geðheilbrigðismálum, þ.e. að litið sé í auknu mæli til orsaka og orsakamynstra er kemur að því að bregðast við röskunum en ekki einungis reynt að sefa afleiðingar. Elísabet talar einnig um hið fornkveðna, mikilvægi þess að nálgast líkama og geð sem eina heild. Reyndar talar Elísabet um andlega heilsu en ekki geðheilsu. Hvort forskeytið eigum við að nota? Við Grímur heimsóttum fólk og úrræði í þremur stórum sveitarfélögum á landsbyggðinni. Heilt yfir var staðan svipuð. Fjárhagsáætlanir sveitarfélaga eru í smíðum og töluverður niðurskurður er framundan á meðan starfsfólki þykir einsýnt að álag muni aukast. Sömu sögu er að segja af stofnunum og úrræðum ríkisins á sömu stöðum. Búist er við auknu álagi samhliða niðurskurði. Aðilar þriðja geirans eru með margar góðar hugmyndir en þær kalla á samvinnu og stuðning hins opinbera til þess að komast í framkvæmd. Samvinnu. Eftir þessa 1500 km. ferð þótti mér þrennt standa upp úr. Í fyrsta lagi eru skipulagheildirnar of margar í okkar fámenna samfélagi. Í öðru lagi skortir þau sem vinna að geðheilsu, frá orsökum að afleiðingum, frá geðheilsu í samfélagi að geðröskunum í geðheilsuteymum, félagsþjónustu sveitarfélaga og að starfsendurhæfingu, aukna fjármuni, mannafla og umfram allt samhæfingu á milli kerfa. Í þriðja lagi þurfum við sem þjóð á öllum okkar styrk að halda, þ.e. umburðarlyndi, skilning og aðlögunarhæfni, til þess að standa hvert með öðru, sýna skilning, hlusta og vera til staðar bæði fyrir okkur sjálf og aðra. Við þurfum að standa vörð um sameiginlega geðheilsu. E.t.v. þarf sameiginlegan eða einstakan samfélagssáttmála þegar geta almannaþjónustunnar dregst svo mikið saman um leið og þörfin eykst. Í huglægum málaflokki þar sem greiningar eru byggðar á hugsun, einhverju sem við höfum aldrei geta skilgreint og oft ekki skilið, þá liggur í hlutarins eðlis að það eru fáir mælikvarðar til á geðheilsu. Einn mælikvarði er þó til og hefur verið til umfjöllunnar undanfarna daga, þ.e. hlutfall þeirra sem falla fyrir eigin hendi af 100.000 íbúum. Við höfum í gegnum árin veigrað okkur við að ræða þennan mælikvarða opinberlega. Ræða þann geðheilsubrest sem býr að baki sjálfsvígi og þann skyndilega missi, sársauka og sorg sem situr eftir hjá aðstandendum. Nú þegar þróun félagslegra- og efnahagslegra orsakaþátta heilbrigðis bendir til þess að það verði áskorun að viðhalda góðri geðheilsu er mikilvægt að huga bæði að sókn og vörn. Sókn í þeirri merkingu að vinna með orsakaþætti og vörn í þeirri merkingu að bæta viðbragðskerfi okkar. Þetta verður áskorun því á sama tíma er mikil aðlögun nauðsynleg, aðlögun sem kallar á breyttar væntingar á tímum þar sem einstaklingsrétturinn hefur aldrei verið ríkari. Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun
Skoðun Réttlæti hins sterka. Hvernig hinn sterki getur unnið nánast öll dómsmál Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Skoðun Við sem lifum með POTS höfum verið yfirgefin af kerfinu Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurmódelið er skref í rétta átt – fyrir börnin og starfsfólkið Bozena Raczkowska skrifar
Skoðun Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir skrifar
Skoðun Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson skrifar
Skoðun Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn – réttur til réttrar meðferðar Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Hættið að þykjast standa með mannréttindum – hafnið nýju útlendingafrumvarpi Jón Sigurðsson Skoðun
Sterkari saman – geðheilsa er mannréttindi allra Halldóra Jónsdóttir,Halldóra Víðisdóttir,Júlíana Guðrún Þórðardóttir Skoðun