Allt er breytingum háð Sigríður Hrund Pétursdóttir skrifar 31. ágúst 2020 07:30 Börnin eru að hefja nám í nýjum skólum þessa dagana. Nýtt umhverfi, nýir kennarar, nýir skólafélagar. Spennandi og kvíðavænlegt í senn. Óljóst hvernig framgangan verður og eflaust þarf lítið til að útaf bregði og takturinn í deginum feli í sér þyngri skref og hug. Nýjar áskoranir í leik og starfi sem teygja og toga hið hefðbundna og þekkta. Við fullorðna fólkið erum að upplifa það sama. Umhverfi okkar hefur verið kollvarpað af smáskratta – veiru sem eirir engu og hlýðir illa því skipulagi sem við vorum búin að stilla upp og temja okkur. Við vorum fegin sólinni í sumar, ekki síst þegar við máttum stækka svæðið okkar til að lifa lítillega. En við erum ennþá varfærin, fetandi hálfgert einstigi í von um að stígurinn breikki og grænki von bráðar. Hvað er gott að hafa í huga við breytingar? Jákvætt hugarfar hraðar för. Skilningur á aðstæðum gefur forskot – breytingar eru óumflýjanlegar og knýja oftar en ekki vöxt og þroska – jafnvel hraðar en í eðlilegu árferði. Iðulega leynast tækifæri í breytingum og þar spilar hugarfar grósku og framfara miklu máli til að opna fyrir sköpunina sem leynist á milli krefjandi áskorana. Óttinn hefur lamandi áhrif og tefur dýnamískt ferli sem fer af stað við breytingar. Þolgæði, þrautseigja og þolinmæði eru sterkir samferðaaðilar til að þola þann titring sem fylgir óvissu umhverfis breytingar. Lærdómsferlið sem breytingar bjóða upp á færa með sér tækifæri til þroska og jafnvel visku. En ætli lykilinnihaldsefnin séu ekki að tala, hugsa og framkvæma áfram og upp. Við erum öll hæfileikarík, dugmikil og kröftug og eigum að styðja hvert annað til dáða. Sýnin mín til þín: Láttu ljós þitt skína og megi endurkastið speglast í sem flestum öðrum einstaklingum og efla ljósið þeirra. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla - og menntamál Sigríður Hrund Pétursdóttir Mest lesið Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Börnin eru að hefja nám í nýjum skólum þessa dagana. Nýtt umhverfi, nýir kennarar, nýir skólafélagar. Spennandi og kvíðavænlegt í senn. Óljóst hvernig framgangan verður og eflaust þarf lítið til að útaf bregði og takturinn í deginum feli í sér þyngri skref og hug. Nýjar áskoranir í leik og starfi sem teygja og toga hið hefðbundna og þekkta. Við fullorðna fólkið erum að upplifa það sama. Umhverfi okkar hefur verið kollvarpað af smáskratta – veiru sem eirir engu og hlýðir illa því skipulagi sem við vorum búin að stilla upp og temja okkur. Við vorum fegin sólinni í sumar, ekki síst þegar við máttum stækka svæðið okkar til að lifa lítillega. En við erum ennþá varfærin, fetandi hálfgert einstigi í von um að stígurinn breikki og grænki von bráðar. Hvað er gott að hafa í huga við breytingar? Jákvætt hugarfar hraðar för. Skilningur á aðstæðum gefur forskot – breytingar eru óumflýjanlegar og knýja oftar en ekki vöxt og þroska – jafnvel hraðar en í eðlilegu árferði. Iðulega leynast tækifæri í breytingum og þar spilar hugarfar grósku og framfara miklu máli til að opna fyrir sköpunina sem leynist á milli krefjandi áskorana. Óttinn hefur lamandi áhrif og tefur dýnamískt ferli sem fer af stað við breytingar. Þolgæði, þrautseigja og þolinmæði eru sterkir samferðaaðilar til að þola þann titring sem fylgir óvissu umhverfis breytingar. Lærdómsferlið sem breytingar bjóða upp á færa með sér tækifæri til þroska og jafnvel visku. En ætli lykilinnihaldsefnin séu ekki að tala, hugsa og framkvæma áfram og upp. Við erum öll hæfileikarík, dugmikil og kröftug og eigum að styðja hvert annað til dáða. Sýnin mín til þín: Láttu ljós þitt skína og megi endurkastið speglast í sem flestum öðrum einstaklingum og efla ljósið þeirra. Höfundur er í stjórn FKA, eigin atvinnurekstri og fjögurra barna móðir.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar