Viðbrögð Merkel sögðu sitt um það hvort Trump heillaði hana Samúel Karl Ólason skrifar 28. ágúst 2020 12:30 Angela Merkel brosti við þegar hún var spurð út í það hvort Trump hefði heillað hana. EPA/Henning Schacht Angela Merkel, kanslari Þýskalands, virtist hissa þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði heillað hana. Það kom fram í ræðu Richard Grenell, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og fyrrverandi starfandi yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, á landsfundi Repúblikanaflokksins í vikunni. Grenell hélt því fram á miðvikudaginn að hann hefði fylgst með Trump heilla Merkel á fundi þeirra og á sama tíma krafist þess að Þýskaland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Hann sagðist hafa verið í aðstöðu til að sjá með berum augum hvernig „Bandaríkin fyrst“ utanríkisstefna Trump hefði hagnast Bandaríkjamönnum og hvernig Trump semdi við aðra þjóðarleiðtoga. Merkel sjálf var spurð út í þessi ummæli á blaðamannafundi í morgun. Í fyrstu virtist hún mjög hissa og bað blaðamanninn um að endurtaka það sem Grenell hefði sagt. Þá vottaði fyrir glotti á Merkel og blaðamenn í salnum hlógu. Kanslarinn sagði þó að hún vildi ekki tjá sig um einkasamskipti hennar og Trump. Fólki þykir viðbrögð hennar og líkamstjáning þó vera nægileg svör. German Chancellor Angela Merkel's reaction when asked whether she could confirm that @realDonaldTrump "charmed her." pic.twitter.com/kokn7QLrfD— DW News (@dwnews) August 28, 2020 Vert er að rifja upp að samband Trump og Merkel hefur aldrei virst gott. Meðal annars er Trump sagður hafa kallað hana heimska í síma og hefur hann reglulega gagnrýnt hana harðlega opinberlega. Árið 2017, eftir fund þeirra tveggja í Hvíta húsinu virtist Trump einnig hunsa Merkel allfarið við myndatöku eftir fundinn. Þá virtist hún einnig skemmta sér yfir hegðun Trump. Bandaríkin Þýskaland Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira
Angela Merkel, kanslari Þýskalands, virtist hissa þegar hún var spurð að því hvort Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefði heillað hana. Það kom fram í ræðu Richard Grenell, fyrrverandi sendiherra Bandaríkjanna í Þýskalandi og fyrrverandi starfandi yfirmanni leyniþjónusta Bandaríkjanna, á landsfundi Repúblikanaflokksins í vikunni. Grenell hélt því fram á miðvikudaginn að hann hefði fylgst með Trump heilla Merkel á fundi þeirra og á sama tíma krafist þess að Þýskaland standi við skuldbindingar sínar gagnvart Atlantshafsbandalaginu. Hann sagðist hafa verið í aðstöðu til að sjá með berum augum hvernig „Bandaríkin fyrst“ utanríkisstefna Trump hefði hagnast Bandaríkjamönnum og hvernig Trump semdi við aðra þjóðarleiðtoga. Merkel sjálf var spurð út í þessi ummæli á blaðamannafundi í morgun. Í fyrstu virtist hún mjög hissa og bað blaðamanninn um að endurtaka það sem Grenell hefði sagt. Þá vottaði fyrir glotti á Merkel og blaðamenn í salnum hlógu. Kanslarinn sagði þó að hún vildi ekki tjá sig um einkasamskipti hennar og Trump. Fólki þykir viðbrögð hennar og líkamstjáning þó vera nægileg svör. German Chancellor Angela Merkel's reaction when asked whether she could confirm that @realDonaldTrump "charmed her." pic.twitter.com/kokn7QLrfD— DW News (@dwnews) August 28, 2020 Vert er að rifja upp að samband Trump og Merkel hefur aldrei virst gott. Meðal annars er Trump sagður hafa kallað hana heimska í síma og hefur hann reglulega gagnrýnt hana harðlega opinberlega. Árið 2017, eftir fund þeirra tveggja í Hvíta húsinu virtist Trump einnig hunsa Merkel allfarið við myndatöku eftir fundinn. Þá virtist hún einnig skemmta sér yfir hegðun Trump.
Bandaríkin Þýskaland Donald Trump Mest lesið Í deilum við nágrannann vegna trjáa Erlent Tvær þyrlur sækja fjóra eftir alvarlegan árekstur á Fagurhólsmýri Innlent Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna Erlent Ferðakostnaður forsetans rúmar tuttugu milljónir Innlent „Gamla góða Ísland, bara betra“ Innlent Sakamálin sem einkenndu árið sem er á enda Innlent Tilhæfulaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Erlent Ekki boðlegt að þingið hunsi þjóðaratkvæðagreiðslu Innlent Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Erlent Fleiri fréttir Minnst einn látinn eftir að tvær þyrlur rákust saman í loftinu Trump telur friðarsamkomulag mögulegt innan nokkurra vikna „Þetta er ansi flókið, en þó ekki svo flókið“ Átti gott samtal við Pútín Skildu farþega eftir í fyrri ferð og strönduðu í annarri Í deilum við nágrannann vegna trjáa Mesti snjór í New York í fjögur ár Þrír létust í óveðrinu Ræðir uppfærða friðaráætlun við Trump í dag Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Fjórir göngumenn látnir eftir snjóflóð í Grikklandi Brenndu rangt lík Leita í rústum íbúðahúsa Noregur hyggst innleiða samfélagsmiðlabann Semja aftur um vopnahlé Ísrael viðurkennir sjálfstæði Sómalílands fyrst allra landa Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Mun funda með Trump „í náinni framtíð“ Fyrirskipaði árásir á „hryðjuverkaúrhrök“ í Nígeríu Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Sjá meira