Hvað verður um leiki Víkings og Breiðabliks? | Lítið svigrúm í nýju leikjaplani Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2020 12:33 Víkingur og Breiðablik leika í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta fimmtudag. Breiðablik mætir Rosenborg í Noregi en Víkingur sækir Olimpija Ljubljana heim til Slóveníu. samsett/daníel Mótanefnd og mótastjóri KSÍ hafa í nógu að snúast við að koma öllum leikjum fyrir í íslenska boltanum áður en tímabilið er úti. Enn bættist á verkefnalistann í gær þegar endanlega varð ljóst að lið sem fara erlendis í Evrópuleiki þyrftu að fara í vinnusóttkví í 4-6 daga við heimkomu. Þau mega þá æfa en ekki spila leiki við önnur lið. Þess vegna virðist útséð með að Víkingur R. og Breiðablik, sem fara til Slóveníu og Noregs og spila í undankeppni Evrópudeildarinnar 27. ágúst, geti spilað í síðustu umferðinni fyrir næsta landsleikjahlé. Sú umferð fer nefnilega fram 30. ágúst. Breiðablik á þá að mæta Fjölni á útivelli en Víkingur að mæta FH, einnig á útivelli. Birkir Sveinsson, yfirmaður mótamála KSÍ, vildi ekki fullyrða neitt um hvað yrði um leikina. Enn flóknari staða ef liðin komast áfram Hægt væri að spila í landsleikjahléinu ef það væri vilji beggja aðila í hvorum leik, en í Víkingi er til að mynda A-landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem reyndar hefur glímt við meiðsli, og í liðunum sem um ræðir eru líka U21-landsliðsmenn sem eiga að spila við Svíþjóð 4. september. Því verður að teljast afar ólíklegt að leikið verði í landsleikjahléinu. Ef hvorki Breiðablik né Víkingur komast áfram í næstu umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar er að öðru óbreyttu pláss fyrir leiki hjá liðunum 16.-17. september. Komist liðin áfram flækist staðan hins vegar auðvitað enn frekar, sérstaklega ef ekki hafa orðið tilslakanir á reglum hérlendis um sóttkví. Stjarnan spilar á 3-4 daga fresti Frestuðum leikjum frá því fyrr í sumar hefur nú verið raðað upp á vef KSÍ og ljóst er að leikjadagskráin er mjög þétt. Ákveðið hefur verið að mótinu verði að vera lokið 1. desember en enn er gert ráð fyrir að keppni í Pepsi Max-deild karla ljúki 31. október. Nóvember veitir því ákveðið svigrúm. Stjarnan hefur aðeins leikið átta leiki til þessa í deildinni og er enn með í Mjólkurbikarnum. Dagskráin er því afar þétt hjá liðinu sem mun leika á 3-4 daga fresti nánast allt til loka tímabilsins, fyrir utan landsleikjahléin í september og október. Dagskrána má sjá hér . Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Mótanefnd og mótastjóri KSÍ hafa í nógu að snúast við að koma öllum leikjum fyrir í íslenska boltanum áður en tímabilið er úti. Enn bættist á verkefnalistann í gær þegar endanlega varð ljóst að lið sem fara erlendis í Evrópuleiki þyrftu að fara í vinnusóttkví í 4-6 daga við heimkomu. Þau mega þá æfa en ekki spila leiki við önnur lið. Þess vegna virðist útséð með að Víkingur R. og Breiðablik, sem fara til Slóveníu og Noregs og spila í undankeppni Evrópudeildarinnar 27. ágúst, geti spilað í síðustu umferðinni fyrir næsta landsleikjahlé. Sú umferð fer nefnilega fram 30. ágúst. Breiðablik á þá að mæta Fjölni á útivelli en Víkingur að mæta FH, einnig á útivelli. Birkir Sveinsson, yfirmaður mótamála KSÍ, vildi ekki fullyrða neitt um hvað yrði um leikina. Enn flóknari staða ef liðin komast áfram Hægt væri að spila í landsleikjahléinu ef það væri vilji beggja aðila í hvorum leik, en í Víkingi er til að mynda A-landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem reyndar hefur glímt við meiðsli, og í liðunum sem um ræðir eru líka U21-landsliðsmenn sem eiga að spila við Svíþjóð 4. september. Því verður að teljast afar ólíklegt að leikið verði í landsleikjahléinu. Ef hvorki Breiðablik né Víkingur komast áfram í næstu umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar er að öðru óbreyttu pláss fyrir leiki hjá liðunum 16.-17. september. Komist liðin áfram flækist staðan hins vegar auðvitað enn frekar, sérstaklega ef ekki hafa orðið tilslakanir á reglum hérlendis um sóttkví. Stjarnan spilar á 3-4 daga fresti Frestuðum leikjum frá því fyrr í sumar hefur nú verið raðað upp á vef KSÍ og ljóst er að leikjadagskráin er mjög þétt. Ákveðið hefur verið að mótinu verði að vera lokið 1. desember en enn er gert ráð fyrir að keppni í Pepsi Max-deild karla ljúki 31. október. Nóvember veitir því ákveðið svigrúm. Stjarnan hefur aðeins leikið átta leiki til þessa í deildinni og er enn með í Mjólkurbikarnum. Dagskráin er því afar þétt hjá liðinu sem mun leika á 3-4 daga fresti nánast allt til loka tímabilsins, fyrir utan landsleikjahléin í september og október. Dagskrána má sjá hér .
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Hópurinn gegn Grikkjum: Nítján ára nýliði í markinu Handbolti Ung skíðaskotfimikona lömuð eftir slys á æfingu Sport Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Svona var blaðamannafundur Snorra Handbolti Dóttirin líkamssmánuð: „Þetta eru meiri trúðarnir“ Sport Draumaprinsinn Benoný: „Kannski sá besti hérna í að klára færin“ Enski boltinn Littler var reiður: „Tap Man. Utd kveikti á mér“ Sport Bjóða skaðabætur vegna þess að hitt liðið var án Messi Fótbolti Einn sá allra besti á Íslandi samdi við sænsku meistarana Handbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Ísfirðingar fá hávaxinn eistneskan framherja Kjartan Kári verður áfram hjá FH eftir að hafa hafnað Val Magnús Orri tekur við formannsstólnum af Páli Atli Sigurjóns framlengir við KR Yngri bróðir Benoný Breka yfirgefur líka KR FH-ingar æfðu á grasi í febrúar Síðhærði Færeyingurinn snýr aftur norður Kemur meiddur til Víkings en þó á miklu betri stað Kveðst viss um eftirsjá Gylfa: „Hefðum unnið mótið í fyrra með hann“ ÍA fær Baldvin frá Fjölni Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val „Held að fólk sé komið með leið á því að lesa um þessi félagsskipti“ Gylfi orðinn Víkingur Valsmenn settu sex gegn Grindavík Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Sjá meira
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19
Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30
Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00