Hvað verður um leiki Víkings og Breiðabliks? | Lítið svigrúm í nýju leikjaplani Sindri Sverrisson skrifar 21. ágúst 2020 12:33 Víkingur og Breiðablik leika í undankeppni Evrópudeildarinnar næsta fimmtudag. Breiðablik mætir Rosenborg í Noregi en Víkingur sækir Olimpija Ljubljana heim til Slóveníu. samsett/daníel Mótanefnd og mótastjóri KSÍ hafa í nógu að snúast við að koma öllum leikjum fyrir í íslenska boltanum áður en tímabilið er úti. Enn bættist á verkefnalistann í gær þegar endanlega varð ljóst að lið sem fara erlendis í Evrópuleiki þyrftu að fara í vinnusóttkví í 4-6 daga við heimkomu. Þau mega þá æfa en ekki spila leiki við önnur lið. Þess vegna virðist útséð með að Víkingur R. og Breiðablik, sem fara til Slóveníu og Noregs og spila í undankeppni Evrópudeildarinnar 27. ágúst, geti spilað í síðustu umferðinni fyrir næsta landsleikjahlé. Sú umferð fer nefnilega fram 30. ágúst. Breiðablik á þá að mæta Fjölni á útivelli en Víkingur að mæta FH, einnig á útivelli. Birkir Sveinsson, yfirmaður mótamála KSÍ, vildi ekki fullyrða neitt um hvað yrði um leikina. Enn flóknari staða ef liðin komast áfram Hægt væri að spila í landsleikjahléinu ef það væri vilji beggja aðila í hvorum leik, en í Víkingi er til að mynda A-landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem reyndar hefur glímt við meiðsli, og í liðunum sem um ræðir eru líka U21-landsliðsmenn sem eiga að spila við Svíþjóð 4. september. Því verður að teljast afar ólíklegt að leikið verði í landsleikjahléinu. Ef hvorki Breiðablik né Víkingur komast áfram í næstu umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar er að öðru óbreyttu pláss fyrir leiki hjá liðunum 16.-17. september. Komist liðin áfram flækist staðan hins vegar auðvitað enn frekar, sérstaklega ef ekki hafa orðið tilslakanir á reglum hérlendis um sóttkví. Stjarnan spilar á 3-4 daga fresti Frestuðum leikjum frá því fyrr í sumar hefur nú verið raðað upp á vef KSÍ og ljóst er að leikjadagskráin er mjög þétt. Ákveðið hefur verið að mótinu verði að vera lokið 1. desember en enn er gert ráð fyrir að keppni í Pepsi Max-deild karla ljúki 31. október. Nóvember veitir því ákveðið svigrúm. Stjarnan hefur aðeins leikið átta leiki til þessa í deildinni og er enn með í Mjólkurbikarnum. Dagskráin er því afar þétt hjá liðinu sem mun leika á 3-4 daga fresti nánast allt til loka tímabilsins, fyrir utan landsleikjahléin í september og október. Dagskrána má sjá hér . Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Mótanefnd og mótastjóri KSÍ hafa í nógu að snúast við að koma öllum leikjum fyrir í íslenska boltanum áður en tímabilið er úti. Enn bættist á verkefnalistann í gær þegar endanlega varð ljóst að lið sem fara erlendis í Evrópuleiki þyrftu að fara í vinnusóttkví í 4-6 daga við heimkomu. Þau mega þá æfa en ekki spila leiki við önnur lið. Þess vegna virðist útséð með að Víkingur R. og Breiðablik, sem fara til Slóveníu og Noregs og spila í undankeppni Evrópudeildarinnar 27. ágúst, geti spilað í síðustu umferðinni fyrir næsta landsleikjahlé. Sú umferð fer nefnilega fram 30. ágúst. Breiðablik á þá að mæta Fjölni á útivelli en Víkingur að mæta FH, einnig á útivelli. Birkir Sveinsson, yfirmaður mótamála KSÍ, vildi ekki fullyrða neitt um hvað yrði um leikina. Enn flóknari staða ef liðin komast áfram Hægt væri að spila í landsleikjahléinu ef það væri vilji beggja aðila í hvorum leik, en í Víkingi er til að mynda A-landsliðsmaðurinn Kári Árnason, sem reyndar hefur glímt við meiðsli, og í liðunum sem um ræðir eru líka U21-landsliðsmenn sem eiga að spila við Svíþjóð 4. september. Því verður að teljast afar ólíklegt að leikið verði í landsleikjahléinu. Ef hvorki Breiðablik né Víkingur komast áfram í næstu umferð í undankeppni Evrópudeildarinnar er að öðru óbreyttu pláss fyrir leiki hjá liðunum 16.-17. september. Komist liðin áfram flækist staðan hins vegar auðvitað enn frekar, sérstaklega ef ekki hafa orðið tilslakanir á reglum hérlendis um sóttkví. Stjarnan spilar á 3-4 daga fresti Frestuðum leikjum frá því fyrr í sumar hefur nú verið raðað upp á vef KSÍ og ljóst er að leikjadagskráin er mjög þétt. Ákveðið hefur verið að mótinu verði að vera lokið 1. desember en enn er gert ráð fyrir að keppni í Pepsi Max-deild karla ljúki 31. október. Nóvember veitir því ákveðið svigrúm. Stjarnan hefur aðeins leikið átta leiki til þessa í deildinni og er enn með í Mjólkurbikarnum. Dagskráin er því afar þétt hjá liðinu sem mun leika á 3-4 daga fresti nánast allt til loka tímabilsins, fyrir utan landsleikjahléin í september og október. Dagskrána má sjá hér .
Pepsi Max-deild karla Íslenski boltinn Evrópudeild UEFA Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19 Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30 Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00 Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Hákon reyndist hetja Brentford Enski boltinn Ronaldinho og Usain Bolt reyna fyrir sér í þjálfun Sport NBA Evrópudeildin muni hefjast eftir tvö ár Körfubolti Dagskráin í dag: Boltinn rúllar í Meistaradeildinni Sport Rekinn eftir tapið fyrir Qarabag og Mourinho gæti tekið við Fótbolti „Vissi ekki að við gætum þetta“ Fótbolti Skoraði nánast alveg eins mark í fyrra en Del Piero gerði betur Fótbolti Fleiri fréttir Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sturluð lokaumferð fyrir skiptingu: Hvaða lið enda fyrir ofan strik? Þórsarar upp í Bestu deildina en Selfoss féll „Síðasti hálfi mánuðurinn hefur verið hundleiðinlegur“ „Þeir sem standa sig betur hreppa hnossið“ Uppgjör: Stjarnan - Fram 3-1 | Stjörnukonur komust upp í fjórða sæti með sigri gegn Fram KR verður án tveggja sem fengu heilahristing á æfingu Uppgjörið: FH - Víkingur 1-2 | Víkingar á mikilli siglingu Uppgjörið: Þór/KA - Þróttur 0-1 | Keyra heim með sigur í farteskinu Aðeins þrjú lið fengið færri stig í seinni umferðinni en meistararnir Sjáðu mörkin: ÍA rúllaði yfir Íslandsmeistarana „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ „Ljúft að klára leikinn svona“ „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Sjá meira
Íslensku liðin fá að fara í vinnusóttkví og landslið geta lent degi fyrir leik Íslensk fótboltalið sem fara utan til að keppa Evrópuleiki geta æft saman þá daga sem þau eru í sóttkví eftir heimkomu til Íslands. Landslið og erlend félagslið sem hingað koma mega spila leiki án þess að hafa farið í fimm daga sóttkví. 20. ágúst 2020 16:19
Einn mótherja Víkings smitaður en liðið vill byrja að æfa Slóvenska knattspyrnufélagið Olimpija Ljubljana kallar enn eftir því að leikmenn liðsins losni úr sóttkví og fái að byrja að æfa fyrir leikinn við bikarmeistara Víkings R. sem fram fer í Slóveníu eftir átta daga. 19. ágúst 2020 15:30
Blikar neituðu að fara fyrr til Noregs | Enn óvíst hvað bíður þeirra við heimkomu Forráðamenn Rosenborg freistuðu þess að fá Breiðablik til Noregs tveimur dögum fyrir leik liðanna í Þrándheimi næsta fimmtudag en Blikar nýta rétt sinn til að mæta degi fyrir leik. 20. ágúst 2020 13:00