Steypubíll eltur af lögreglu á Sæbraut Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. mars 2020 09:37 Lesandi Vísis sendi þessa mynd, þegar hann mætti steypubílnum og lögregluhópnum. Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. Bíllinn var á vegum fyrirtækisins Steinsteypunnar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Pétur Ingason, segir í samtali við Vísi að bíllinn hafi staðið við Vitastíg þar sem framkvæmdir standa yfir. Þar hafi einhver óviðkomandi stigið upp í bílinn, sem var í lausagangi, og ekið af stað. Myndbönd af eftirförinni bera með sér að henni hafi lokið skammt frá Köllunarklettsveg. Ökumaður steypubílsins ekur upp á grasbala norðan megin við Sæbraut og hleypur úr bílnum. Hópi lögreglumanna tekst að hlaupa hann uppi skömmu síðar. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu nú á ellefta tímanum:Mikil hætta skapaðist á tíunda tímanum í morgun þegar steypubíl var stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar steypubíllinn ók á móti umferð á Sæbraut. Örstutt myndband frá ökumanni sem mætti steypubílnum á Sæbraut.Hér má sjá þegar lögreglan hefur hendur í hári þjófsins.Hér má sjá annað myndband af eftirförinni, tekið af Sigmari Arnarsyni, sem var við störf á þaki nýbyggingar við Kirkjusand.Lögreglunni tókst að stöðva ökumann steypubílsins við Sæbraut.vísir/vilhelmBíllinn, eftir að eftirförinni var lokið.vísir/vilhelm Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira
Lögreglan veitti steypubíl eftirför í Reykjavík í dag. Mikil hætta skapaðist þegar bíllinn ók á móti umferð. Bíllinn var á vegum fyrirtækisins Steinsteypunnar. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Pétur Ingason, segir í samtali við Vísi að bíllinn hafi staðið við Vitastíg þar sem framkvæmdir standa yfir. Þar hafi einhver óviðkomandi stigið upp í bílinn, sem var í lausagangi, og ekið af stað. Myndbönd af eftirförinni bera með sér að henni hafi lokið skammt frá Köllunarklettsveg. Ökumaður steypubílsins ekur upp á grasbala norðan megin við Sæbraut og hleypur úr bílnum. Hópi lögreglumanna tekst að hlaupa hann uppi skömmu síðar. Eftirfarandi tilkynning barst frá lögreglu nú á ellefta tímanum:Mikil hætta skapaðist á tíunda tímanum í morgun þegar steypubíl var stolið við nýbyggingu á Vitastíg í miðborg Reykjavíkur og honum ekið niður Laugaveg, Bankastræti, um Lækjargötu og eftir Sæbraut uns bifreiðin stöðvaðist nálægt Kleppsvegi þar sem eftirförinni lauk. Lögreglan var með mikinn viðbúnað vegna málsins, en ökumaðurinn, karlmaður um þrítugt, virti öll stöðvunarmerki að vettugi og setti bæði sjálfan sig og aðra vegfarendur í mikla hættu með þessu framferði, en hann ók m.a. á öfugum vegarhelmingi á meðan þessu stóð. Ökumaðurinn var handtekinn á vettvangi og fluttur á lögreglustöð.Hér að neðan má sjá myndband af því þegar steypubíllinn ók á móti umferð á Sæbraut. Örstutt myndband frá ökumanni sem mætti steypubílnum á Sæbraut.Hér má sjá þegar lögreglan hefur hendur í hári þjófsins.Hér má sjá annað myndband af eftirförinni, tekið af Sigmari Arnarsyni, sem var við störf á þaki nýbyggingar við Kirkjusand.Lögreglunni tókst að stöðva ökumann steypubílsins við Sæbraut.vísir/vilhelmBíllinn, eftir að eftirförinni var lokið.vísir/vilhelm
Lögreglumál Reykjavík Samgöngur Mest lesið Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Erlent Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Erlent Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Innlent Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Innlent Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Innlent Halla mun funda með Xi Jinping Innlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Fleiri fréttir Farið yfir Vítisenglamálið og drónavarnir á Íslandi Neysluvatnið óhreint eftir að aurskriða féll Tæplega fimmtíu komast ekki um borð eftir að neyðarrenna var opnuð fyrir mistök Ekki blettur á ferlinum að missa vinnuna Myndband: Lögregla stóð vörð vegna Vítisenglaveislu Útgjöld vegna útlendingamála lækka um þriðjung Halla mun funda með Xi Jinping 40 ára afmæli Þorlákskirkju fagnað í Þorlákshöfn Vítisenglar lausir úr haldi og týndir ferðamenn Mikilvægt að sýna Grænlendingum stuðning Allir þrír lausir úr haldi Forseti Íslands ræðir fyrsta árið í embætti Í fangaklefa grunaðir um ólöglega dvöl Þrír handteknir á samkvæmi Vítisengla Umfangsmikil lögregluaðgerð í Hamraborg Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Sjá meira