Fótbolti

Simeone: Við getum skaðað Liverpool liðið

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Diego Simeone er með liðið sitt fullt af baráttumönnum eins og hann var sjálfur.
Diego Simeone er með liðið sitt fullt af baráttumönnum eins og hann var sjálfur. Getty/Jan Kruger
Diego Simeone, knattspyrnustjóri Atletico Madrid, hitti blaðamenn í gær og fór yfir málin fyrir seinni leik liðsins á móti Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Atletico Madrid vann fyrri leikinn 1-0 á heimavelli sínum og er því í ágætri stöðu fyrir leikinn á móti Evrópumeisturunum á Anfield. Það er samt bara hálfleikur og Liverpool er mjög öflugt á sínum heimavelli.

Diego Simeone var spurður út í það hvort það sé ekki mikilvægt að leikmenn Atletico Madrid gefist aldrei upp í leiknum í kvöld en það er hæfileiki sem þeir eru þekktir fyrir.

„Þetta er einn af kostum okkar. Það er traustur hæfileikur hjá okkur. Við spilum nánast alltaf á háu stigi,“ sagði Diego Simeone.

„Leikurinn á morgun (í kvöld) mun krefjast þess að við spilum okkar besta leik. Við þurfum að spila vel en við eigum eftir að sjá til hvernig þessi leikur verður. Við teljum að við getum skaðað Liverpool liðið,“ sagði Diego Simeone eins og sjá má hér fyrir neðan.



Klippa: Simeone um Liverpool leikinn



Fleiri fréttir

Sjá meira


×