Meta fjárhagsleg áhrif samkomulags við Boeing á 35 milljarða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. ágúst 2020 10:02 Þrjár af þeim 737-MAX vélum sem Icelandair átti að fá frá Boeing hafa meðal annars verið geymdar á þessu bílastæði í grennd við verksmiðju Boeing við Seattle í Bandaríkjunum. Getty/David Rider Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing vegna 737 MAX flugvélanna nemi um það bil 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í kynningargögnum Icelandair vegna væntanlegs hlutafjárútboðs sem halda á í næsta mánuði. Icelandair birti gögnin í gærkvöldi. Félagið hefur að undanförnu unnið að því ná samkomulagi við Boeing um bætur vegna Boeing 737 Max vélanna, sem hafa verið í alþjóðlegu flugbanni eftir tvo mannskæð flugslys. Icelandair reiknar með að taka sex MAX-vélar inn í flugflota sinn til viðbótar, þrjár í vetur, og þrjár veturinn þar á eftir.Mynd/Icelandair Icelandair hafði pantað 16 slíkar flugvélar og fengið sex afhentar. Félagið hefur hins vegar lítið geta notað þær og verið í viðræðum um bætur við Boeing vegna þess. Fréttir hafa verið sagðar af því að nást hafi samkomulag á milli Icelandair og Boeing um bætur, án þess að miklar upplýsingar hafi verið gefnar um fjárhagsleg áhrif samkomulagsins. Í kynningargögnunum segir að samkomulagið við Boeing sé þríþætt. Það feli í sér greiðslu frá Boeing, Icelandair kaupi sex 737 MAX vélar til viðbótar í stað tíu og að Icelandair fái afslátt af kaupverði þeirra MAX-véla sem félagið á eftir að fá afhentar. Icelandair segist einnig hafa tryggt fjármögnun vegna kaupa á vélunum sex sem eftir standa. Í gögnunum segir að vænt áhrif þess á fjárhag Icelandair nemi alls 260 milljónum dollara, um 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til samanburðar má geta þess að möguleg ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tilkynnt var um í gær nemur allt að 16,5 milljörðum, auk þess sem að Icelandair ætlar sér að safna allt að 23 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Í gögnunum segir einnig að félagið geri ráð fyrir að flugmálayfirvöld heimsins opni á það á síðasta ársfjórðungi ársins að MAX-vélarnar hefji sig til lofts á ný. Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43 Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Icelandair reiknar með að fjárhagsleg áhrif samkomulags við flugvélaframleiðandann Boeing vegna 737 MAX flugvélanna nemi um það bil 260 milljónum dollurum, 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Þetta kemur fram í kynningargögnum Icelandair vegna væntanlegs hlutafjárútboðs sem halda á í næsta mánuði. Icelandair birti gögnin í gærkvöldi. Félagið hefur að undanförnu unnið að því ná samkomulagi við Boeing um bætur vegna Boeing 737 Max vélanna, sem hafa verið í alþjóðlegu flugbanni eftir tvo mannskæð flugslys. Icelandair reiknar með að taka sex MAX-vélar inn í flugflota sinn til viðbótar, þrjár í vetur, og þrjár veturinn þar á eftir.Mynd/Icelandair Icelandair hafði pantað 16 slíkar flugvélar og fengið sex afhentar. Félagið hefur hins vegar lítið geta notað þær og verið í viðræðum um bætur við Boeing vegna þess. Fréttir hafa verið sagðar af því að nást hafi samkomulag á milli Icelandair og Boeing um bætur, án þess að miklar upplýsingar hafi verið gefnar um fjárhagsleg áhrif samkomulagsins. Í kynningargögnunum segir að samkomulagið við Boeing sé þríþætt. Það feli í sér greiðslu frá Boeing, Icelandair kaupi sex 737 MAX vélar til viðbótar í stað tíu og að Icelandair fái afslátt af kaupverði þeirra MAX-véla sem félagið á eftir að fá afhentar. Icelandair segist einnig hafa tryggt fjármögnun vegna kaupa á vélunum sex sem eftir standa. Í gögnunum segir að vænt áhrif þess á fjárhag Icelandair nemi alls 260 milljónum dollara, um 35 milljörðum króna á gengi dagsins í dag. Til samanburðar má geta þess að möguleg ríkisábyrgð vegna Icelandair sem tilkynnt var um í gær nemur allt að 16,5 milljörðum, auk þess sem að Icelandair ætlar sér að safna allt að 23 milljörðum í hlutafjárútboðinu. Í gögnunum segir einnig að félagið geri ráð fyrir að flugmálayfirvöld heimsins opni á það á síðasta ársfjórðungi ársins að MAX-vélarnar hefji sig til lofts á ný.
Icelandair Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fréttir af flugi Boeing Tengdar fréttir Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43 Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15 Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42 Mest lesið Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Neytendur Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Viðskipti innlent Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Viðskipti innlent Skattakóngurinn flytur úr landi Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Neytendur Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Viðskipti innlent „Ekki bara steypa heldur fólk og framtíð“ Samstarf Fleiri fréttir Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Gleðiefni að fjármálaráðherri tali um aðhald í ríkisfjármálum Bein útsending: Rökstyðja stýrivaxtaákvörðunina Seðlabankinn heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ráðin til Fossa fjárfestingarbanka Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Herra Hnetusmjör tekjuhæstur í Iceguys Sante fer í hart við Heinemann Davíð trónir enn og aftur á toppnum Runólfur á toppi tekjulistans yfir launahæstu embættismennina og forstjórana Ólafur Ragnar með rúma milljón meira en næsti maður Sjá meira
Icelandair sýnir spilin fyrir væntanlegt hlutafjárútboð Icelandair birti í gærkvöldi kynningargögn fyrir fyrirhugað hlutafjárútboð félagsins sem haldið verður 14. til 15. september næstkomandi, fáist samþykki hluthafafundar þann 9. september. 19. ágúst 2020 08:43
Segir ekki koma á óvart að hlutafjárútboði hafi verið frestað Fyrirhuguðu hlutafjárútboði Icelandair hefur verið frestað fram í september. Greinandi segir þá ákvörðun ekki koma á óvart enda séu miklir hagsmunir í húfi. 18. ágúst 2020 20:15
Telur fjárhagslega endurskipulagningu Icelandair duga fyrir rekstri í tvö ár Fjármálaráðherra segir að áætlanir Icelandair um fjárhagslega endurskipulagningu og hlutafjáraukningu ættu að duga fyrir rekstri félagsins í að minnsta kosti tvö ár. 18. ágúst 2020 19:42
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent
Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Viðskipti innlent