Almenningur á að njóta vafans Þórir Guðmundsson skrifar 20. febrúar 2020 09:00 Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál metur hvort opinberum aðila beri að veita almenningi upplýsingar, sem óskað er eftir, þá velur hún ítrekað að túlka upplýsingalög með þrengsta mögulega móti. Ekkert bendir til að það hafi verið ætlun löggjafans. Markmið laganna er þvert á móti skýrt frá upphafi, að „tryggja gegnsæi í stjórnsýslu“ og styrkja upplýsingarétt, lýðræði, aðhald fjölmiðla og traust almennings á stjórnsýslunni. Í athugasemdum við frumvarpið kemur skýrt fram að aðrir hagsmunir – svo sem ef upplýsingar teljast viðkvæmar – geti réttlætt „frávik frá meginreglu laganna“. Með öðrum orðum, það er meginregla að upplýsingar sem hið opinbera býr yfir séu opinberar en fráviksreglur geti réttlætt að þeim sé haldið frá almenningi. Það megi meina almenningi um upplýsingar í undantekningartilvikum. Í nýlegum úrskurði fara nefndarmenn í lögfræðilega loftfimleika til að komast að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpinu beri ekki að upplýsa um nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er nýjasta og augljósasta dæmið um ákvarðanir þar sem kosið er að túlka upplýsingalög þröngt fremur en vítt, í andstöðu við vilja löggjafans eins og hann birtist í lögunum og athugasemdum við þau. Í þessu máli skarst umboðsmaður Alþingis í leikinn. Í svari til Jakobs Bjarnar Grétarssonar á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar lýsir hann í smáatriðum hvernig nefndin hafi kosið að túlka lög til að styðja ákvörðun RÚV um að láta ekki umbeðnar upplýsingar af hendi. Umboðsmaður kemst á endanum að þeirri niðurstöðu að skýra þurfi lögin en lesa má milli línanna í bréfi hans að þörfin á því sé til komin vegna þessarar sérkennilegu afstöðu nefndarinnar. Þegar upplýsingalög voru sett 2012 höfðu þingmenn í huga reynsluna af hruninu og algjöru niðurbroti trausts á stjórnsýslunni. Þá hafði leyndarhyggja umlukið aðdraganda efnahags- og fjármálakreppunnar. Þegar hún svo skall á, nánast fyrirvaralaust, olli það gífurlegri bræði meðal almennings sem hafði engar vísbendingar fengið frá ráðamönnum um að alvarlegur vandi væri til staðar eða yfirvofandi. Þegar togstreita er milli réttar almennings til aðgangs að upplýsingum og viðleitni embættismanna til að halda þeim leyndum ætti almenningur að njóta vafans. Vísir/Vilhelm Meira en áratug síðar er eins og vilji sé innan stjórnsýslunnar til að setja lærdóm af þessari reynslu ofan í skúffu. Í lögfræði er kennt að undantekningar skuli túlka þröngt en meginreglur vítt. Úrskurðarnefnd virðist hins vegar hafi komið sér upp vinnureglu um að túlka undantekningar vítt en meginreglur þröngt. Líkt og umboðsmaður Alþingis bendir á er ástæða til að bæta lög þannig að skýrt sé hver vilji Alþingis er. Í leiðinni væri ekki úr vegi að taka fleiri skref til að auka upplýsingarétt almennings. Þannig eru undanþáguákvæði um gögn sem megi fara leynt, ekki vegna þess að þau þurfi að gera það eðlis þeirra vegna heldur vegna þess í hvaða tilgangi þau eru tekin saman. Til dæmis er kveðið á um að gögn sem séu tekin saman fyrir ráðherrafundi séu undanþegin upplýsingarétti. Þetta ákvæði nota stjórnvöld – með velþóknun úrskurðarnefndar – óspart til að leyna almenning skýrslum og öðrum samantektum sem augljóslega ættu að vera opinberar miðað við tilgang upplýsingalaga. Dæmi um þetta er skýrsla sem stjórnvöld tóku saman síðasta vetur um efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air. Skýrslan var samin fyrir ráðherranefnd og þótt almenningur hafi haft augljósa hagsmuni af að vita um innihald hennar þá er hún enn læst í skúffu. Nýleg útvíkkun upplýsingalaga, frá 24. júní 2019, bendir til að Alþingi vilji fremur styrkja upplýsingalög en veikja þau. Með breytingunum voru bæði dómstólar og þingið sett undir upplýsingalög og ráðinn sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings. Það að úrskurðarnefnd skuli áfram beita þröngum lagatúlkunum bendir til þess að ástæða sé til að herða upplýsingalög enn þannig að ekki verði hægt að takmarka upplýsingarétt almennings með óeðlilega þröngum túlkunum. Í leiðinni má taka fleiri skref til að styrkja rétt almennings til upplýsinga. Fyrir nokkrum árum sagði stjórnmálamaður í aðdraganda kosninga að náttúran ætti að njóta vafans. Þegar deilt er um hvort upplýsingar í vörslu hins opinbera eigi að vera opinberar ætti almenningur að njóta vafans. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Stjórnsýsla Þórir Guðmundsson Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Trúin á samvinnupólitík Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Sjá meira
Þegar úrskurðarnefnd um upplýsingamál metur hvort opinberum aðila beri að veita almenningi upplýsingar, sem óskað er eftir, þá velur hún ítrekað að túlka upplýsingalög með þrengsta mögulega móti. Ekkert bendir til að það hafi verið ætlun löggjafans. Markmið laganna er þvert á móti skýrt frá upphafi, að „tryggja gegnsæi í stjórnsýslu“ og styrkja upplýsingarétt, lýðræði, aðhald fjölmiðla og traust almennings á stjórnsýslunni. Í athugasemdum við frumvarpið kemur skýrt fram að aðrir hagsmunir – svo sem ef upplýsingar teljast viðkvæmar – geti réttlætt „frávik frá meginreglu laganna“. Með öðrum orðum, það er meginregla að upplýsingar sem hið opinbera býr yfir séu opinberar en fráviksreglur geti réttlætt að þeim sé haldið frá almenningi. Það megi meina almenningi um upplýsingar í undantekningartilvikum. Í nýlegum úrskurði fara nefndarmenn í lögfræðilega loftfimleika til að komast að þeirri niðurstöðu að Ríkisútvarpinu beri ekki að upplýsa um nöfn umsækjenda um starf útvarpsstjóra. Niðurstaða úrskurðarnefndarinnar er nýjasta og augljósasta dæmið um ákvarðanir þar sem kosið er að túlka upplýsingalög þröngt fremur en vítt, í andstöðu við vilja löggjafans eins og hann birtist í lögunum og athugasemdum við þau. Í þessu máli skarst umboðsmaður Alþingis í leikinn. Í svari til Jakobs Bjarnar Grétarssonar á fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar lýsir hann í smáatriðum hvernig nefndin hafi kosið að túlka lög til að styðja ákvörðun RÚV um að láta ekki umbeðnar upplýsingar af hendi. Umboðsmaður kemst á endanum að þeirri niðurstöðu að skýra þurfi lögin en lesa má milli línanna í bréfi hans að þörfin á því sé til komin vegna þessarar sérkennilegu afstöðu nefndarinnar. Þegar upplýsingalög voru sett 2012 höfðu þingmenn í huga reynsluna af hruninu og algjöru niðurbroti trausts á stjórnsýslunni. Þá hafði leyndarhyggja umlukið aðdraganda efnahags- og fjármálakreppunnar. Þegar hún svo skall á, nánast fyrirvaralaust, olli það gífurlegri bræði meðal almennings sem hafði engar vísbendingar fengið frá ráðamönnum um að alvarlegur vandi væri til staðar eða yfirvofandi. Þegar togstreita er milli réttar almennings til aðgangs að upplýsingum og viðleitni embættismanna til að halda þeim leyndum ætti almenningur að njóta vafans. Vísir/Vilhelm Meira en áratug síðar er eins og vilji sé innan stjórnsýslunnar til að setja lærdóm af þessari reynslu ofan í skúffu. Í lögfræði er kennt að undantekningar skuli túlka þröngt en meginreglur vítt. Úrskurðarnefnd virðist hins vegar hafi komið sér upp vinnureglu um að túlka undantekningar vítt en meginreglur þröngt. Líkt og umboðsmaður Alþingis bendir á er ástæða til að bæta lög þannig að skýrt sé hver vilji Alþingis er. Í leiðinni væri ekki úr vegi að taka fleiri skref til að auka upplýsingarétt almennings. Þannig eru undanþáguákvæði um gögn sem megi fara leynt, ekki vegna þess að þau þurfi að gera það eðlis þeirra vegna heldur vegna þess í hvaða tilgangi þau eru tekin saman. Til dæmis er kveðið á um að gögn sem séu tekin saman fyrir ráðherrafundi séu undanþegin upplýsingarétti. Þetta ákvæði nota stjórnvöld – með velþóknun úrskurðarnefndar – óspart til að leyna almenning skýrslum og öðrum samantektum sem augljóslega ættu að vera opinberar miðað við tilgang upplýsingalaga. Dæmi um þetta er skýrsla sem stjórnvöld tóku saman síðasta vetur um efnahagsleg áhrif af mögulegri rekstrarstöðvun WOW air. Skýrslan var samin fyrir ráðherranefnd og þótt almenningur hafi haft augljósa hagsmuni af að vita um innihald hennar þá er hún enn læst í skúffu. Nýleg útvíkkun upplýsingalaga, frá 24. júní 2019, bendir til að Alþingi vilji fremur styrkja upplýsingalög en veikja þau. Með breytingunum voru bæði dómstólar og þingið sett undir upplýsingalög og ráðinn sérstakur ráðgjafi um upplýsingarétt almennings. Það að úrskurðarnefnd skuli áfram beita þröngum lagatúlkunum bendir til þess að ástæða sé til að herða upplýsingalög enn þannig að ekki verði hægt að takmarka upplýsingarétt almennings með óeðlilega þröngum túlkunum. Í leiðinni má taka fleiri skref til að styrkja rétt almennings til upplýsinga. Fyrir nokkrum árum sagði stjórnmálamaður í aðdraganda kosninga að náttúran ætti að njóta vafans. Þegar deilt er um hvort upplýsingar í vörslu hins opinbera eigi að vera opinberar ætti almenningur að njóta vafans. Höfundur er ritstjóri fréttastofu Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun