Bretar og Bandaríkjamenn saka Rússa um stórfelldar netárásir á Georgíu Eiður Þór Árnason skrifar 20. febrúar 2020 20:00 Höfuðstöðvar GRU í Moskvu. Getty/ZAVRAZHIN Bresk stjórnvöld saka leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) um að hafa staðið að baki stórfelldum netárásum á Georgíu í fyrra. Árásirnar eru sagðar hafa orðið til þess að yfir tvö þúsund vefsíður urðu óaðgengilegar þar í landi. Bandarísk og georgísk stjórnvöld taka undir niðurstöður Breta en rússneska utanríkisráðuneytið neitar ásökununum. Bretar fullyrða að um hafi verið að ræða „tilraun til þess að grafa undan fullveldi Georgíu.“ Breska netöryggisstofnunin (NCSC) sem hefur rannsakað árásina segist geta sagt með „nær fullri vissu“ að leyniþjónusta rússneska hersins hafi staðið að baki umræddum árásum sem hafi meðal annars haft áhrif á vefsvæði georgíska ríkissjónvarpsins og fjölmargar vefsíður á vegum stjórnvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sömuleiðis fordæmt árásirnar: „Bandaríkin kalla eftir því að Rússland stöðvi framferði sitt í Georgíu sem og annars staðar.“ „Umfang þessarar árásar er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Alan Woodward, netöryggissérfræðingur við Háskólann í Surrey, þegar árásirnar áttu sér stað á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem georgísk yfirvöld saka Rússa um að standa fyrir netárásum þar í landi en það gerðist einnig árið 2008 á meðan átök voru á milli ríkjanna. Rússar þvertóku einnig fyrir þær ásakanir. Bandaríkin Bretland Georgía Rússland Tölvuárásir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira
Bresk stjórnvöld saka leyniþjónustu rússneska hersins (GRU) um að hafa staðið að baki stórfelldum netárásum á Georgíu í fyrra. Árásirnar eru sagðar hafa orðið til þess að yfir tvö þúsund vefsíður urðu óaðgengilegar þar í landi. Bandarísk og georgísk stjórnvöld taka undir niðurstöður Breta en rússneska utanríkisráðuneytið neitar ásökununum. Bretar fullyrða að um hafi verið að ræða „tilraun til þess að grafa undan fullveldi Georgíu.“ Breska netöryggisstofnunin (NCSC) sem hefur rannsakað árásina segist geta sagt með „nær fullri vissu“ að leyniþjónusta rússneska hersins hafi staðið að baki umræddum árásum sem hafi meðal annars haft áhrif á vefsvæði georgíska ríkissjónvarpsins og fjölmargar vefsíður á vegum stjórnvalda. Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hefur sömuleiðis fordæmt árásirnar: „Bandaríkin kalla eftir því að Rússland stöðvi framferði sitt í Georgíu sem og annars staðar.“ „Umfang þessarar árásar er eitthvað sem við höfum ekki séð áður,“ sagði Alan Woodward, netöryggissérfræðingur við Háskólann í Surrey, þegar árásirnar áttu sér stað á síðasta ári. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem georgísk yfirvöld saka Rússa um að standa fyrir netárásum þar í landi en það gerðist einnig árið 2008 á meðan átök voru á milli ríkjanna. Rússar þvertóku einnig fyrir þær ásakanir.
Bandaríkin Bretland Georgía Rússland Tölvuárásir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Á þriðja tug slasaðir eftir gassprengingu í Madríd Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Sjá meira