Staðfesta endurkomu „Vina“ í sérþætti á HBO Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2020 22:49 Leikaralið Vina í kynningarefni fyrir sjöttu þáttaröðina sem var sýnd árið 2000. Vísir/Getty Bandaríska sjónvarpsveitan HBO hefur staðfest að framleiddur verði sérþáttur af „Vinum“, gamanþáttaröðinni vinsælu sem gekk í tíu ár. Allir leikararnir sex úr upphaflegu þáttunum hafa staðfest að þeir taki þátt. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að upprunalegt leikaralið úr „Vinum“ [e. Friends] gæti komið aftur saman á ný. Kevin Reilly, yfirmaður framleiðslu deildar HBO Max, nýrrar streymisveitu sem á að hleypa af stokkunum í maí, staðfesti í dag að draumur aðdáenda þáttanna verði brátt að veruleika. Leikararnir sex, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer eru sögð fá 2,5 milljónir dollara, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, hvert fyrir að leika í sérþættinum. „Vinir“ hófu göngu sína árið 1994 og gengur í tíu þáttaraðir til ársins 2014. Nýi þátturinn verður tekinn upp í sama myndveri og upphaflegu þættirnir. Að sögn tímaritsins Variety verður sérþátturinn aðgengilegur þegar HBO Max fer í loftið ásamt öllum tíu þáttaröðunum. Aniston kynti undir aðdáendum þáttanna í kvöld þegar hún birti gamla mynd af henni og samleikurunum úr „Vinum“ án frekari skýringar á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram It's happening... @hbomax @courteneycoxofficial @lisakudrow @mleblanc @mattyperry4 @_schwim_ A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Feb 21, 2020 at 2:04pm PST Bandaríkin Friends Hollywood Tímamót Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira
Bandaríska sjónvarpsveitan HBO hefur staðfest að framleiddur verði sérþáttur af „Vinum“, gamanþáttaröðinni vinsælu sem gekk í tíu ár. Allir leikararnir sex úr upphaflegu þáttunum hafa staðfest að þeir taki þátt. Vangaveltur hafa lengi verið uppi um að upprunalegt leikaralið úr „Vinum“ [e. Friends] gæti komið aftur saman á ný. Kevin Reilly, yfirmaður framleiðslu deildar HBO Max, nýrrar streymisveitu sem á að hleypa af stokkunum í maí, staðfesti í dag að draumur aðdáenda þáttanna verði brátt að veruleika. Leikararnir sex, þau Jennifer Aniston, Courteney Cox, Lisa Kudrow, Matt LeBlanc, Matthew Perry og David Schwimmer eru sögð fá 2,5 milljónir dollara, jafnvirði um 320 milljóna íslenskra króna, hvert fyrir að leika í sérþættinum. „Vinir“ hófu göngu sína árið 1994 og gengur í tíu þáttaraðir til ársins 2014. Nýi þátturinn verður tekinn upp í sama myndveri og upphaflegu þættirnir. Að sögn tímaritsins Variety verður sérþátturinn aðgengilegur þegar HBO Max fer í loftið ásamt öllum tíu þáttaröðunum. Aniston kynti undir aðdáendum þáttanna í kvöld þegar hún birti gamla mynd af henni og samleikurunum úr „Vinum“ án frekari skýringar á Instagram síðu sinni. View this post on Instagram It's happening... @hbomax @courteneycoxofficial @lisakudrow @mleblanc @mattyperry4 @_schwim_ A post shared by Jennifer Aniston (@jenniferaniston) on Feb 21, 2020 at 2:04pm PST
Bandaríkin Friends Hollywood Tímamót Mest lesið Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Lífið Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Tekinn fullur, missti fjölskylduna og fékk krabbamein á sama árinu Lífið Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Lífið Stöðugt á ferð og flugi með sterkari skrokk Lífið samstarf Missti höndina viku fyrir sextán ára afmælisdaginn Lífið Ræðst framtíð grínmyndarinnar hér? Aumkunarverð endurvinnsla og ferskt framhald Gagnrýni Fleiri fréttir Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Óþekkjanleg stjarna Ingvar E. valinn besti leikarinn í Grikklandi Malkovich klipptur út úr Hinum fjóru fræknu Reykjavík Visual Effects tilnefnt til tveggja Emmy-verðlauna Sleðinn úr Citizen Kane orðinn næstverðmætasti leikmunurinn Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bestu hlutverk Michaels Madsen: Óþokki með viskýrödd og uppáhald Tarantino Djöfullinn klæðist Prada á ný Sjá meira