Sálfræðiþjónusta fyrir alla Emilía Björt Írisardóttir skrifar 24. febrúar 2020 12:35 Alþingi hefur nú til afgreiðslu frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hvers markmið er að færa sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og það eina sem ég get sagt við því er: Loksins. Því sálfræðimeðferð fylgir gífurlegur kostnaður, mun meiri en fylgir heimsóknum til sérfræðilækna. Sá kostnaðarmunur orsakast einmitt af því að við erum tryggð fyrir læknisþjónustu, líkamlegum og sjáanlegum veikindum, en við erum ekki tryggð fyrir sálfræðiþjónustu, andlegum og ósýnilegum veikindum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur um 22-24% íbúa vestrænna landa þjást af geðheilbrigðisvanda einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru um það bil einn af hverjum fimm, jafnvel einn af hverjum fjórum Íslendingum, sem eru að glíma, hafa glímt við eða munu glíma við slíkan sjúkdóm. Þessi tölfræði tekur ekki einu sinni mið af fíknivanda og hækkar því hlutfallið ef við tökum það með í reikninginn. En þrátt fyrir þessa háu tíðni sjá alltof margir sér ekki fært að leita sér aðstoðar vegna fjárskorts eða fjarlægðar. Ungir og efnalitlir í vanda Algengast er að geðsjúkdómar komi fram á yngri árum. Á Íslandi er flest ungt fólk í skóla þökk sé góðu aðgengi að menntun, en ekki í vinnu. Ungt fólk sem ekki er í fullu starfi á svo ekkert endilega sérstaklega mikinn pening og nýtur ekki sömu réttinda innan stéttarfélaga, þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. Flest ungt fólk, og sér í lagi þau sem ekki eiga efnaða foreldra eða þurfa alfarið að standa á eigin fótum, á ekki fyrir sálfræðiþjónustu. Almennt verð fyrir klukkutíma af samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er um 15.000-19.000 krónur. Ég fagna því að sálfræðingar séu komnir til starfa hjá heilsugæslunum en þar er mörgum að sinna og getur biðin verið löng. Í sjálfu sér endurspeglar þessi langa bið brýna þörf á sálfræðiþjónustu. Sálfræðiþjónusta er persónuleg og það skiptir máli að hafa aðgang að sínum sálfræðingi, þeim sem maður myndar meðferðarsamband við, og að fólk hafi val. 57% öryrkja hafa verið greindir með geðsjúkdóm og 38% öryrkja eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Ég vil ítreka, 38% öryrkja, 7200 manns, eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Það er einfaldara að fara til læknis og fá uppáskrifuð geðlyf en að leita sér samtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Það stafar af því að við niðurgreiðum sérfræðiþjónustu lækna en ekki sálfræðiþjónustu. Það er því verið að skerða aðgang efnaminni að öflugu gagnreyndu meðferðarúrræði. Sálfræðiþjónustu í sjúkratryggingarkerfið Við sem þjóð þurfum sálfræðiþjónustu sem hluta af sjúkratryggingakerfinu sem allra fyrst. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á Íslandi sé hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 18-25 í allri Evrópu með þunglyndiseinkenni. Getur verið að það stafi af því að það er hreinlega ekki nægjanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tryggt með núverandi fyrirkomulagi? Ég vona að þetta mikilvæga frumvarp hljóti skjóta afgreiðslu á Alþingi. Það er sérstakt fagnaðarefni að það virðist vera sem svo að allur þingheimur hafi sameinast um málið, en auk Þorgerðar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum sem styðja málið. Það er statt í velferðarnefnd þingsins og bíður afgreiðslu. Nái frumvarpið fram að ganga mun aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu stórbatna og einstaklingar vonandi hafa loksins efni á því að leita sér hjálpar, með niðurgreiddri sálfræðimeðferð. Það á nefnilega ekki að vera munur á því hvort maður finni til í líkamanum eða í sálinni.Höfundur er varaforseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Heilbrigðismál Viðreisn Mest lesið Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Sjá meira
Alþingi hefur nú til afgreiðslu frumvarp Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur hvers markmið er að færa sálfræðiþjónustu undir sjúkratryggingakerfið og það eina sem ég get sagt við því er: Loksins. Því sálfræðimeðferð fylgir gífurlegur kostnaður, mun meiri en fylgir heimsóknum til sérfræðilækna. Sá kostnaðarmunur orsakast einmitt af því að við erum tryggð fyrir læknisþjónustu, líkamlegum og sjáanlegum veikindum, en við erum ekki tryggð fyrir sálfræðiþjónustu, andlegum og ósýnilegum veikindum. Alþjóðaheilbrigðisstofnunin telur um 22-24% íbúa vestrænna landa þjást af geðheilbrigðisvanda einhvern tímann á lífsleiðinni. Þá eru um það bil einn af hverjum fimm, jafnvel einn af hverjum fjórum Íslendingum, sem eru að glíma, hafa glímt við eða munu glíma við slíkan sjúkdóm. Þessi tölfræði tekur ekki einu sinni mið af fíknivanda og hækkar því hlutfallið ef við tökum það með í reikninginn. En þrátt fyrir þessa háu tíðni sjá alltof margir sér ekki fært að leita sér aðstoðar vegna fjárskorts eða fjarlægðar. Ungir og efnalitlir í vanda Algengast er að geðsjúkdómar komi fram á yngri árum. Á Íslandi er flest ungt fólk í skóla þökk sé góðu aðgengi að menntun, en ekki í vinnu. Ungt fólk sem ekki er í fullu starfi á svo ekkert endilega sérstaklega mikinn pening og nýtur ekki sömu réttinda innan stéttarfélaga, þið sjáið hvert ég er að fara með þetta. Flest ungt fólk, og sér í lagi þau sem ekki eiga efnaða foreldra eða þurfa alfarið að standa á eigin fótum, á ekki fyrir sálfræðiþjónustu. Almennt verð fyrir klukkutíma af samtalsmeðferð hjá sálfræðingi er um 15.000-19.000 krónur. Ég fagna því að sálfræðingar séu komnir til starfa hjá heilsugæslunum en þar er mörgum að sinna og getur biðin verið löng. Í sjálfu sér endurspeglar þessi langa bið brýna þörf á sálfræðiþjónustu. Sálfræðiþjónusta er persónuleg og það skiptir máli að hafa aðgang að sínum sálfræðingi, þeim sem maður myndar meðferðarsamband við, og að fólk hafi val. 57% öryrkja hafa verið greindir með geðsjúkdóm og 38% öryrkja eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Ég vil ítreka, 38% öryrkja, 7200 manns, eru öryrkjar vegna geðsjúkdóms. Það er einfaldara að fara til læknis og fá uppáskrifuð geðlyf en að leita sér samtalsmeðferðar hjá sálfræðingi. Það stafar af því að við niðurgreiðum sérfræðiþjónustu lækna en ekki sálfræðiþjónustu. Það er því verið að skerða aðgang efnaminni að öflugu gagnreyndu meðferðarúrræði. Sálfræðiþjónustu í sjúkratryggingarkerfið Við sem þjóð þurfum sálfræðiþjónustu sem hluta af sjúkratryggingakerfinu sem allra fyrst. Í greinargerð frumvarpsins kemur fram að á Íslandi sé hæsta hlutfall kvenna á aldrinum 18-25 í allri Evrópu með þunglyndiseinkenni. Getur verið að það stafi af því að það er hreinlega ekki nægjanlegt aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu tryggt með núverandi fyrirkomulagi? Ég vona að þetta mikilvæga frumvarp hljóti skjóta afgreiðslu á Alþingi. Það er sérstakt fagnaðarefni að það virðist vera sem svo að allur þingheimur hafi sameinast um málið, en auk Þorgerðar eru 23 þingmenn úr öllum flokkum sem styðja málið. Það er statt í velferðarnefnd þingsins og bíður afgreiðslu. Nái frumvarpið fram að ganga mun aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu stórbatna og einstaklingar vonandi hafa loksins efni á því að leita sér hjálpar, með niðurgreiddri sálfræðimeðferð. Það á nefnilega ekki að vera munur á því hvort maður finni til í líkamanum eða í sálinni.Höfundur er varaforseti Uppreisnar, ungliðahreyfingar Viðreisnar.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun