Netanyahu hótar stríði á Gaza Samúel Karl Ólason skrifar 24. febrúar 2020 21:03 Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. AP/Khalil Hamra Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hótaði í dag stríði á Gaza-ströndinni ef eldflaugaárásir á Ísrael verði ekki stöðvaðar. Þrátt fyrir vopnahlé segir Aviv Kohavi, yfirmaður herafla Ísrael, að átökunum, sem staðið hafa yfir undanfarna tvo daga, sé mögulega ekki lokið enn. Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. Herinn segir manninn hafa verið að koma fyrir sprengju og var lík hans sótt með jarðýtu. Það olli mikilli reiði í Palestínu og var fjölda eldflauga skotið að Ísrael í kjölfarið, alls 26 samkvæmt yfirvöldum Ísrael. Þrettán þeirra voru skotnar niður af loftvarnarkerfi ríkisins. Í gærkvöldi gerður Ísraelar svo loftárásir gegn PIJ í Sýrlandi, þar sem samtökin eru einnig virk. Her Ísrael segir árásirnar hafa beinst að stöð PIJ nærri Damascus þar sem unnið hafi verið að vopnaþróun og framleiðslu eldflaugaeldsneytis. 14 eldflaugum var svo skotið að Ísrael frá Gaza og svöruðu Ísraelar með loftárásum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Sagði í dag að Hamas, sem stjórna Gaza, ættu að stöðva árásir PIJ, ellegar væru líkur á frekari átökum. „Ef þið skjótið þá ekki, munum við skjóta ykkur. Ég er að tala um stríð,“ sagði Netanyahu í útvarpsviðtali í dag, samkvæmt frétt BBC. PIJ lýsti svo yfir einhliða vopnahléi og sögðu forsvarsmenn samtakanna að hefndaraðgerðum þeirra væri lokið. Kohavi sagði í kvöld að óljóst væri hvort vopnahléið myndi halda. Það væri enn sem komið er mjög ótraust og að stríð hefðu hafist við svipaðar aðstæður á árum áður. PIJ eru með sterkustu vígahópum Gaza og njóta þeir stuðningi Íran. Her Ísrael birti í dag tvö myndbönd um PIJ á Twitter í dag. Annað fjallar um eldflaugaárásirnar og hitt um samtökin sjálf. The last 24 hours in Israel: pic.twitter.com/0YNwvMsYvL— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Islamic Jihad explained: pic.twitter.com/5UisbQ5zpH— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Ísrael Palestína Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira
Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hótaði í dag stríði á Gaza-ströndinni ef eldflaugaárásir á Ísrael verði ekki stöðvaðar. Þrátt fyrir vopnahlé segir Aviv Kohavi, yfirmaður herafla Ísrael, að átökunum, sem staðið hafa yfir undanfarna tvo daga, sé mögulega ekki lokið enn. Árásirnar hafa verið á víxl en þær virðast hafa byrjað á því að hermenn skutu mann til bana við landamæragirðingu Gaza á sunnudaginn. Herinn segir manninn hafa verið að koma fyrir sprengju og var lík hans sótt með jarðýtu. Það olli mikilli reiði í Palestínu og var fjölda eldflauga skotið að Ísrael í kjölfarið, alls 26 samkvæmt yfirvöldum Ísrael. Þrettán þeirra voru skotnar niður af loftvarnarkerfi ríkisins. Í gærkvöldi gerður Ísraelar svo loftárásir gegn PIJ í Sýrlandi, þar sem samtökin eru einnig virk. Her Ísrael segir árásirnar hafa beinst að stöð PIJ nærri Damascus þar sem unnið hafi verið að vopnaþróun og framleiðslu eldflaugaeldsneytis. 14 eldflaugum var svo skotið að Ísrael frá Gaza og svöruðu Ísraelar með loftárásum. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael. Sagði í dag að Hamas, sem stjórna Gaza, ættu að stöðva árásir PIJ, ellegar væru líkur á frekari átökum. „Ef þið skjótið þá ekki, munum við skjóta ykkur. Ég er að tala um stríð,“ sagði Netanyahu í útvarpsviðtali í dag, samkvæmt frétt BBC. PIJ lýsti svo yfir einhliða vopnahléi og sögðu forsvarsmenn samtakanna að hefndaraðgerðum þeirra væri lokið. Kohavi sagði í kvöld að óljóst væri hvort vopnahléið myndi halda. Það væri enn sem komið er mjög ótraust og að stríð hefðu hafist við svipaðar aðstæður á árum áður. PIJ eru með sterkustu vígahópum Gaza og njóta þeir stuðningi Íran. Her Ísrael birti í dag tvö myndbönd um PIJ á Twitter í dag. Annað fjallar um eldflaugaárásirnar og hitt um samtökin sjálf. The last 24 hours in Israel: pic.twitter.com/0YNwvMsYvL— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020 Islamic Jihad explained: pic.twitter.com/5UisbQ5zpH— Israel Defense Forces (@IDF) February 24, 2020
Ísrael Palestína Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Samþykktu leiðtogaprófkjör hjá Viðreisn í Reykjavík Innlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri stöðugildi sjúkraþjálfara muni fara í skriffinnsku Innlent Sakar Krabbameinsfélagið um að vera í raun fjármálafyrirtæki Innlent Fleiri fréttir Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Stöðvuðu ætlað tilræði við rússneskan andófsmann í Frakklandi Segir herinn tilbúinn að verjast innrás Sjá meira