Einn Bob út fyrir annan hjá Disney Samúel Karl Ólason skrifar 25. febrúar 2020 22:19 Bob Iger og Bob Chapek fyrir framan geimskipið fræga Millenium Falcon. Vísir/AP Disney hefur tilkynnt að Bob Iger, sem stýrt hefur fyrirtækinu undanfarin ár, hefur til hliðar úr stöðu forstjóra. Við honum tekur Bob Chapek, sem hefur stýrt skemmtigörðum Disney undanfarin ár. Iger mun þó áfram starfa hjá Disney út næsta ár. Auk þess situr hann í stjórn fyrirtækisins. Iger, sem er 69 ára gamall, stýrði kaupum Disney á eignum Fox, Marvel, Lucasfilm og Pixar. Hann stýrði sömuleiðis uppbyggingu efnisveitu fyrirtækisins, Disney Plus. Hann varð forstjóri Disney árið 2005. Chapek hefur starfað hjá fyrirtækinu í 27 ár og verður hann sjöundi forstjóri Disney á tæplega hundrað ára langri sögu fyrirtækisins. AP fréttaveitan segir vendingarnar hafa komið greinendum og sérfræðingum í opna skjöldu. Iger sagði þó blaðamönnum í kvöld að hann vildi einbeita sér frekar að sköpunarhlið Disney og það gæti hann ekki sem forstjóri. Hann sagði breytingu þessa vera tímabæra. Bandaríkin Disney Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Disney hefur tilkynnt að Bob Iger, sem stýrt hefur fyrirtækinu undanfarin ár, hefur til hliðar úr stöðu forstjóra. Við honum tekur Bob Chapek, sem hefur stýrt skemmtigörðum Disney undanfarin ár. Iger mun þó áfram starfa hjá Disney út næsta ár. Auk þess situr hann í stjórn fyrirtækisins. Iger, sem er 69 ára gamall, stýrði kaupum Disney á eignum Fox, Marvel, Lucasfilm og Pixar. Hann stýrði sömuleiðis uppbyggingu efnisveitu fyrirtækisins, Disney Plus. Hann varð forstjóri Disney árið 2005. Chapek hefur starfað hjá fyrirtækinu í 27 ár og verður hann sjöundi forstjóri Disney á tæplega hundrað ára langri sögu fyrirtækisins. AP fréttaveitan segir vendingarnar hafa komið greinendum og sérfræðingum í opna skjöldu. Iger sagði þó blaðamönnum í kvöld að hann vildi einbeita sér frekar að sköpunarhlið Disney og það gæti hann ekki sem forstjóri. Hann sagði breytingu þessa vera tímabæra.
Bandaríkin Disney Mest lesið Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Viðskipti erlent Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Viðskipti innlent Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Viðskipti innlent Íbúðum í byggingu fækkar Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Viðskipti innlent Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Viðskipti erlent Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Viðskipti innlent Gleymdi að skrá sig úr stæðinu og því rukkuð um 48 þúsund Neytendur Fleiri fréttir Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira