Innlent

Gleðispillir neitaði að yfirgefa Laugardalslaug

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Langflestir gestir Laugardalslaugarinnar skemmtu sér afar vel eins og sjá má á myndbandinu hér að neaðn sem DJ Margeir birti á Instagram.
Langflestir gestir Laugardalslaugarinnar skemmtu sér afar vel eins og sjá má á myndbandinu hér að neaðn sem DJ Margeir birti á Instagram.

Ölvaður karlmaður var til ama í Laugardalslauginni í gærkvöldi og neitaði að yfirgefa staðinn. Óskaði starfsfólkið eftir aðstoð lögreglu sem mætti á svæðið og fjarlægði manninn, eins og segir í morgunpósti lögreglu til fjölmiðla. Þar kemur reyndar aðeins fram að atvikið hafi átt sér stað í sundlaug í póstnúmeri 105.

Mikið stuð og stemmning var í Laugardalslauginni líkt og öðrum laugum borgarinnar í gær vegna Vetrarhátíðar sem lauk í gær. DJ Margeir tryllti lýðinn í Laugardalnum með fjörlegri tónlist.

Ölvaður maður áreitti samborgara sína á Laugaveginum eftir miðnætti í nótt. Lögregla mætti á svæðið og gerði tilraun til að aka honum heim til sín. Ógnandi hegðun varð til þess að maðurinn var í staðinn færður í fangageymslur að sögn lögreglum.

 

 
 
 
View this post on Instagram

Þegar ég fer í sund . . . . . #vetrarhatid #poolparty

A post shared by DJ Margeir (@djmargeir) on Feb 9, 2020 at 3:11pm PST




Fleiri fréttir

Sjá meira


×