Endurnýttu kjólana til að vekja athygli á umhverfismálum Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 10. febrúar 2020 09:45 Leikkonur vöktu athygli á umhverfisbaráttunni, loftlagsbreytingum, sjálfbærni og endurnýtingu á Óskarsverðlaununum. Samsett/Getty Að minnsta kosti tvær leikkonur mættu á Óskarsverðlaunin í gær, klæddar í kjóla sem þær hafa áður mætt í á verðlaunahátíð. Þetta gerðu þær vegna umhverfissjónarmiða. Fleiri leikkonur völdu „grænni“ kosti fyrir viðburðinn vöktu þessar leikkonur athygli á umhverfisbaráttunni, loftslagsbreytingum, sjálfbærni og endurnýtingu. Jane Fonda kynnti síðustu verðlaun kvöldsins þegar tilkynnt var að Parasite var valin besta kvikmyndin. Fonda sendi skýr skilaboð með fatavali sínu fyrir þetta verkefni. Hún var í kunnuglegum rauðum Elie Saab kjól, sem hún notaði einnig á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2013. Var hún einnig með rauða kápu, sem hún hafði áður gefið út að væri síðasta flíkin sem hún myndi nokkurn tíman kaupa. Hér má sjá Jane Fonda við handtökuna, klædd í rauðu kápuna sem hún tók með sér á sviðið í gær.Getty/Bill Clark Kápan vakti athygli þegar Fonda var handtekin í fjórða skipti á mótmælum vegna loftlagsmála. Þá var haft eftir henni að við þyrftum ekki að halda áfram að versla. „Við þurfum ekki meira, ég þarf að standa við stóru orðin, svo ég ætla ekki að kaupa meira af fötum.“ Valdi hún einnig skartgripi frá fyrirtækjum sem er annt um umhverfið. Leikkonan hefur hingað til alltaf litað hár sitt ljóst en í gær steig hún á svið með styttri klippingu og leyfði fallega gráa hárinu sínu að njóta sín. Fonda er 82 ára gömul og leikur nú í Netflix þáttunum Frankie and Grace. Jane Fonda kynnti síðustu verðlaunin í gær og sá svo um að ljúka útsendingunni.Getty/Craig Sjodin Elisabeth Banks mætti á Óskarsverðlaunin í eldrauðum kjól sem hún klæddist líka í Vanity Fair Óskarspartýinu árið 2004. Á Instagram útskýrði leikkonan að hún væri stolt af því að klæðast aftur þessum Badgley Mischa kjól, til að vekja athygli á sjálfbærni í tísku, endurnýtingu og neysluhyggju í tengslum við loftlagsbreytingar, mengun hafsins og framleiðsluhætti. Elisabeth Banks 2020 og 2004, kjóllinn er frá Badgley Mischa. Hönnuðurinn gaf henni kjólinn 2004 þar sem hún var tilnefnd til Óskarsins.Getty/Daniele Venturelli- Jon Kopaloff Margot Robbie var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Bombshell og valdi hún að klæðast tveimur samsettum Chanel kjólum frá 1994. Kaitlyn Dever klæddist algjörlega sjálfbærum kjól frá Louis Vuitton, í samstarfi við Red Carpet Green Dress samtökin, sem hvetja stjörnur til að velja fatnað sem góður er fyrir umhverfið. Dever sagði að málefnið væri „mjög mikilvægt.“ Bað hún fólk að hugsa sig vel um áður en keyptar eru nýjar flíkur og hvatti fólk til að kaupa notuð föt. Margot Robbie og Kaitlyn DeverGetty/Rick Rowell-Kevin Mazur Fleiri nýttu tækifærið til að vekja athygli á mikilvægum málefnum á Óskarnum í nótt. Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð í sinni ræðu. Hollywood Óskarinn Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Hildur valdi Chanel fyrir Óskarinn Tónskáldið Hildur Guðnadóttir gæti í kvöld orðið fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. 9. febrúar 2020 22:59 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Að minnsta kosti tvær leikkonur mættu á Óskarsverðlaunin í gær, klæddar í kjóla sem þær hafa áður mætt í á verðlaunahátíð. Þetta gerðu þær vegna umhverfissjónarmiða. Fleiri leikkonur völdu „grænni“ kosti fyrir viðburðinn vöktu þessar leikkonur athygli á umhverfisbaráttunni, loftslagsbreytingum, sjálfbærni og endurnýtingu. Jane Fonda kynnti síðustu verðlaun kvöldsins þegar tilkynnt var að Parasite var valin besta kvikmyndin. Fonda sendi skýr skilaboð með fatavali sínu fyrir þetta verkefni. Hún var í kunnuglegum rauðum Elie Saab kjól, sem hún notaði einnig á Cannes kvikmyndahátíðinni árið 2013. Var hún einnig með rauða kápu, sem hún hafði áður gefið út að væri síðasta flíkin sem hún myndi nokkurn tíman kaupa. Hér má sjá Jane Fonda við handtökuna, klædd í rauðu kápuna sem hún tók með sér á sviðið í gær.Getty/Bill Clark Kápan vakti athygli þegar Fonda var handtekin í fjórða skipti á mótmælum vegna loftlagsmála. Þá var haft eftir henni að við þyrftum ekki að halda áfram að versla. „Við þurfum ekki meira, ég þarf að standa við stóru orðin, svo ég ætla ekki að kaupa meira af fötum.“ Valdi hún einnig skartgripi frá fyrirtækjum sem er annt um umhverfið. Leikkonan hefur hingað til alltaf litað hár sitt ljóst en í gær steig hún á svið með styttri klippingu og leyfði fallega gráa hárinu sínu að njóta sín. Fonda er 82 ára gömul og leikur nú í Netflix þáttunum Frankie and Grace. Jane Fonda kynnti síðustu verðlaunin í gær og sá svo um að ljúka útsendingunni.Getty/Craig Sjodin Elisabeth Banks mætti á Óskarsverðlaunin í eldrauðum kjól sem hún klæddist líka í Vanity Fair Óskarspartýinu árið 2004. Á Instagram útskýrði leikkonan að hún væri stolt af því að klæðast aftur þessum Badgley Mischa kjól, til að vekja athygli á sjálfbærni í tísku, endurnýtingu og neysluhyggju í tengslum við loftlagsbreytingar, mengun hafsins og framleiðsluhætti. Elisabeth Banks 2020 og 2004, kjóllinn er frá Badgley Mischa. Hönnuðurinn gaf henni kjólinn 2004 þar sem hún var tilnefnd til Óskarsins.Getty/Daniele Venturelli- Jon Kopaloff Margot Robbie var tilnefnd til Óskarsverðlauna fyrir leik sinn í Bombshell og valdi hún að klæðast tveimur samsettum Chanel kjólum frá 1994. Kaitlyn Dever klæddist algjörlega sjálfbærum kjól frá Louis Vuitton, í samstarfi við Red Carpet Green Dress samtökin, sem hvetja stjörnur til að velja fatnað sem góður er fyrir umhverfið. Dever sagði að málefnið væri „mjög mikilvægt.“ Bað hún fólk að hugsa sig vel um áður en keyptar eru nýjar flíkur og hvatti fólk til að kaupa notuð föt. Margot Robbie og Kaitlyn DeverGetty/Rick Rowell-Kevin Mazur Fleiri nýttu tækifærið til að vekja athygli á mikilvægum málefnum á Óskarnum í nótt. Leikarinn Joaquin Phoenix, sem hreppti Óskarinn fyrir besta leik í aðalhlutverki fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Joker, lagði áherslu á dýravelferð í sinni ræðu.
Hollywood Óskarinn Tíska og hönnun Umhverfismál Tengdar fréttir Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09 Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43 Hildur valdi Chanel fyrir Óskarinn Tónskáldið Hildur Guðnadóttir gæti í kvöld orðið fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. 9. febrúar 2020 22:59 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ómerkilegir þættir um merkilega konu Gagnrýni Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Fleiri fréttir Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Bleikur draumur í Hafnarfirði Konurnar í blauta hádegismatnum kröfuharðastar „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Snerting ekki tilnefnd til Óskars Í beinni: Verður Snerting tilnefnd til Óskars? Sjá meira
Agndofa þegar allir stóðu upp Þá kveðst hún ekki hyggja á flutninga til Hollywood, þar sé of sólríkt. 10. febrúar 2020 05:09
Hildur Guðnadóttir vann Óskarsverðlaun Hildur er fyrsti Íslendingurinn sem vinnur Óskarinn og fjórða konan frá upphafi sem vinnur verðlaunin í flokki frumsamdrar kvikmyndatónlistar. 10. febrúar 2020 03:43
Hildur valdi Chanel fyrir Óskarinn Tónskáldið Hildur Guðnadóttir gæti í kvöld orðið fyrsti Íslendingurinn til að vinna Óskarinn. 9. febrúar 2020 22:59