Kári telur að menntun eigi ekki að hafa áhrif á laun Jakob Bjarnar skrifar 10. febrúar 2020 11:31 Kári skipar sér í lið með Sólveigu Önnu gegn Degi, þau telja að ekki eigi að líta til menntunar þegar laun eru ákvörðuð. visir/vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert réttlæti felast í því að laun þeirra sem hafa mikla menntun séu hærri en þeirra sem hafa litla menntun. Hann ritaði athugasemd í Facebookhóp sem heitir Pírataspjallið en þar hafði Einar Steingrímsson stærðfræðingur vakið máls á þessum mikla ásteytingarsteini; hvort og hvernig menntun eigi að hafa áhrif á laun. Einar fettir fingur út í málflutning Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Dagur telur, og koma það fram í viðtali í Silfri Ríkisútvarpsins sjónvarps í gær, á að launamunur ófaglærðra og háskólamenntaðra verði að vera til staðar, rík krafa sé um að menntun sé metin til launa í samfélaginu. Láglaunafólk megi éta það sem úti frýs Þessi ábending Dags var sett fram vegna kjaradeilu borgarinnar og Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ekki gefið mikið fyrir að svo eigi að vera. Einar talar um „jafnaðarmanninn“ Dag, innan gæsalappa; að hann telji greinilega að núverandi launamunur sé náttúrlögmál sem ekki megi hrófla við. „Láglaunafólkið á að halda áfram að éta það sem úti frýs, því fái það umtalsverðar launahækkanir þarf að hækka laun Dags úr rúmlega 2,2 milljónum í þrjár“. Miklar umræður eru um þetta atriði á Pírataspjallinu þar sem meðal annars er bent á að það sé þá lítill hvati fyrir fólk að leggja á sig langskólanám ef það þýðir að fólk missi þá mikilvægan tíma á vinnumarkaði og komi svo þangað með íþyngjandi námslán á bakinu. Sé litið til ævitekna muni þeir aldrei eiga hinn minnsta möguleika á að ná þeim sem hefur störf fyrr, í hinu svonefnda lífsgæðakapphlaupi. Það þýðir reyndar að menntakerfið í núverendi mynd sé tilgangslaust. Ekki merkilegra að vera í skóla en á vinnumarkaði En, Kári gefur lítið sem ekkert fyrir slíka nálgun. „Tilvist manna í skóla er sjaldan merkilegri en tilvist manna utan skóla og reynsla sem menn öðlast í skóla er sjaldan mikilvægari en sú sem fæst utan skóla.“ Hann gengur út frá því að þeir sem njóti menntunar komi frá efnameiri fjölskyldum. „Hversu mikla menntun menn hljóta er í beinu hlutfalli við efnahag og menntun foreldra þeirra. Laun ættu að markast af því hvað menn leggja að mörkum í starfi þeirra, ekki hvað menn lögðu að mörkum sem nemendur í skóla. Ein aðferð til þess að takast á við þetta væri að greiða nemendum lágmarkslaun meðan þeir eru í háskóla og hætta síðan algjörlega að tengja laun við menntun heldur eingöngu við ábyrgð og afköst.“ Á Pírataspjallinu er gerður góður rómur að þessum orðum Kára þó einhverjir séu þar til að mótmæla uppleggi forstjórans. En, svo virðist sem hér sé um að ræða óleysanlega þraut – hvernig þessi tvo sjónarmið geti farið saman. Efnahagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00 Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir ekkert réttlæti felast í því að laun þeirra sem hafa mikla menntun séu hærri en þeirra sem hafa litla menntun. Hann ritaði athugasemd í Facebookhóp sem heitir Pírataspjallið en þar hafði Einar Steingrímsson stærðfræðingur vakið máls á þessum mikla ásteytingarsteini; hvort og hvernig menntun eigi að hafa áhrif á laun. Einar fettir fingur út í málflutning Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Dagur telur, og koma það fram í viðtali í Silfri Ríkisútvarpsins sjónvarps í gær, á að launamunur ófaglærðra og háskólamenntaðra verði að vera til staðar, rík krafa sé um að menntun sé metin til launa í samfélaginu. Láglaunafólk megi éta það sem úti frýs Þessi ábending Dags var sett fram vegna kjaradeilu borgarinnar og Eflingar en Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, hefur ekki gefið mikið fyrir að svo eigi að vera. Einar talar um „jafnaðarmanninn“ Dag, innan gæsalappa; að hann telji greinilega að núverandi launamunur sé náttúrlögmál sem ekki megi hrófla við. „Láglaunafólkið á að halda áfram að éta það sem úti frýs, því fái það umtalsverðar launahækkanir þarf að hækka laun Dags úr rúmlega 2,2 milljónum í þrjár“. Miklar umræður eru um þetta atriði á Pírataspjallinu þar sem meðal annars er bent á að það sé þá lítill hvati fyrir fólk að leggja á sig langskólanám ef það þýðir að fólk missi þá mikilvægan tíma á vinnumarkaði og komi svo þangað með íþyngjandi námslán á bakinu. Sé litið til ævitekna muni þeir aldrei eiga hinn minnsta möguleika á að ná þeim sem hefur störf fyrr, í hinu svonefnda lífsgæðakapphlaupi. Það þýðir reyndar að menntakerfið í núverendi mynd sé tilgangslaust. Ekki merkilegra að vera í skóla en á vinnumarkaði En, Kári gefur lítið sem ekkert fyrir slíka nálgun. „Tilvist manna í skóla er sjaldan merkilegri en tilvist manna utan skóla og reynsla sem menn öðlast í skóla er sjaldan mikilvægari en sú sem fæst utan skóla.“ Hann gengur út frá því að þeir sem njóti menntunar komi frá efnameiri fjölskyldum. „Hversu mikla menntun menn hljóta er í beinu hlutfalli við efnahag og menntun foreldra þeirra. Laun ættu að markast af því hvað menn leggja að mörkum í starfi þeirra, ekki hvað menn lögðu að mörkum sem nemendur í skóla. Ein aðferð til þess að takast á við þetta væri að greiða nemendum lágmarkslaun meðan þeir eru í háskóla og hætta síðan algjörlega að tengja laun við menntun heldur eingöngu við ábyrgð og afköst.“ Á Pírataspjallinu er gerður góður rómur að þessum orðum Kára þó einhverjir séu þar til að mótmæla uppleggi forstjórans. En, svo virðist sem hér sé um að ræða óleysanlega þraut – hvernig þessi tvo sjónarmið geti farið saman.
Efnahagsmál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Tengdar fréttir Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22 Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00 Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33 Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55 Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26 Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Skotárás í Bangkok: Skaut fimm til bana og fyrirfór sér Erlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Fleiri fréttir Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Sjá meira
Deildu um höfrungahlaup á vinnumarkaði Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur Viðskiptaráðs Íslands, ræddu kjarabaráttu félagsmanna Eflingar sem starfa hjá Reykjavíkurborg í Víglínunni. 9. febrúar 2020 20:22
Segir sig sjálft að það gangi ekki að vera með 270 þúsund krónur útborgað Helmingur allra leikskólabarna í Reykjavíkurborg var sendur heim þegar félagsmenn Eflingar lögðu niður störf í hádeginu í dag. Aðgerðirnar höfðu víðtæk áhrif í borginni. 4. febrúar 2020 20:00
Verkfall á morgun eftir árangurslausan fund Fundur samninganefnda Eflingar og Reykjavíkurborgar hjá Ríkissáttasemjara í dag bar engan árangur. 5. febrúar 2020 16:33
Formanni Eflingar finnst launakröfur ófaglærðra ekki of nálægt launum leikskólakennara Sólveig Anna segir starfsfólk leikskóla sem er í Eflingu ganga í störf leikskólakennara og bera í mörgum tilvikum sömu ábyrgð. 6. febrúar 2020 18:55
Sólarhringsverkfall Eflingar hófst á miðnætti Sólarhringsverkfall starfsfólks Eflingar hjá borginni hófst á miðnætti og stendur til miðnættis í kvöld. 6. febrúar 2020 07:26