Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 11:58 Ríkissáttasemjari hefur boðað SA og samninganefnd starfsmanna ISAL á fund á föstudag í ljósi nýjustu tíðinda. Vísir/Egill Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, í samtali við Vísi. Kjaradeila starfsmanna álversins við SA, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd ISAL, hefur verið á borði sáttasemjara undanfarið. Alls eiga fimm stéttarfélög aðild að viðræðunum fyrir hönd starfsmanna, Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, sagði í samtali við fréttastofu í morgun, að samkomulag hefði tekist þann 24. janúar síðastliðinn um drög að kjarasamningi. SA og samninganefnd ISAL hafi hins vegar ekki fengið leyfi frá Rio Tinto til að undirrita kjarasamninginn. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ sagði Reinhold í samtali við fréttastofu. Í morgun var svo tilkynnt að Rio Tinto, eigandi ISAL, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbærari en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Fá ekki leyfi frá Rio Tinto til að undirrita nýjan kjarasamning Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. 12. febrúar 2020 11:09 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, í samtali við Vísi. Kjaradeila starfsmanna álversins við SA, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd ISAL, hefur verið á borði sáttasemjara undanfarið. Alls eiga fimm stéttarfélög aðild að viðræðunum fyrir hönd starfsmanna, Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, sagði í samtali við fréttastofu í morgun, að samkomulag hefði tekist þann 24. janúar síðastliðinn um drög að kjarasamningi. SA og samninganefnd ISAL hafi hins vegar ekki fengið leyfi frá Rio Tinto til að undirrita kjarasamninginn. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ sagði Reinhold í samtali við fréttastofu. Í morgun var svo tilkynnt að Rio Tinto, eigandi ISAL, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbærari en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins.
Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Fá ekki leyfi frá Rio Tinto til að undirrita nýjan kjarasamning Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. 12. febrúar 2020 11:09 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Fá ekki leyfi frá Rio Tinto til að undirrita nýjan kjarasamning Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. 12. febrúar 2020 11:09
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45