Boðar samninganefndir SA og starfsmanna ISAL á fund Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 12. febrúar 2020 11:58 Ríkissáttasemjari hefur boðað SA og samninganefnd starfsmanna ISAL á fund á föstudag í ljósi nýjustu tíðinda. Vísir/Egill Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, í samtali við Vísi. Kjaradeila starfsmanna álversins við SA, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd ISAL, hefur verið á borði sáttasemjara undanfarið. Alls eiga fimm stéttarfélög aðild að viðræðunum fyrir hönd starfsmanna, Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, sagði í samtali við fréttastofu í morgun, að samkomulag hefði tekist þann 24. janúar síðastliðinn um drög að kjarasamningi. SA og samninganefnd ISAL hafi hins vegar ekki fengið leyfi frá Rio Tinto til að undirrita kjarasamninginn. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ sagði Reinhold í samtali við fréttastofu. Í morgun var svo tilkynnt að Rio Tinto, eigandi ISAL, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbærari en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins. Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Fá ekki leyfi frá Rio Tinto til að undirrita nýjan kjarasamning Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. 12. febrúar 2020 11:09 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Ríkissáttasemjari hefur boðað samninganefndir starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík og Samtaka atvinnulífsins á fund næstkomandi föstudags í ljósi tíðinda morgunsins af mögulegri lokun álversins. Þetta staðfestir Elísabet S. Ólafsdóttir, skrifstofustjóri hjá ríkissáttasemjara, í samtali við Vísi. Kjaradeila starfsmanna álversins við SA, sem fer með samningsumboðið fyrir hönd ISAL, hefur verið á borði sáttasemjara undanfarið. Alls eiga fimm stéttarfélög aðild að viðræðunum fyrir hönd starfsmanna, Verkalýðsfélagið Hlíf, VR, Rafiðnaðarsambandið, VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og FIT – félag iðn- og tæknigreina. Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL, sagði í samtali við fréttastofu í morgun, að samkomulag hefði tekist þann 24. janúar síðastliðinn um drög að kjarasamningi. SA og samninganefnd ISAL hafi hins vegar ekki fengið leyfi frá Rio Tinto til að undirrita kjarasamninginn. „Þetta er náttúrulega mjög skrýtið og hefur aldrei gerst áður á íslenskum vinnumarkaði að það sé tilbúinn samningur þetta lengi og atvinnurekendur fáist ekki til að skrifa undir hann. Það hefur aldrei gerst áður á Íslandi,“ sagði Reinhold í samtali við fréttastofu. Í morgun var svo tilkynnt að Rio Tinto, eigandi ISAL, sé nú að hefja gagngera endurskoðun á starfseminni í Straumsvík með það að markmiði að gera hana arðbærari en tap hefur verið á rekstrinum undanfarin ár. Allar leiðir séu undir við endurskoðunina, sem ljúka á við á fyrri helmingi þessa árs, þar með talið framleiðsluminnkun og möguleg lokun álversins.
Hafnarfjörður Stóriðja Vinnumarkaður Tengdar fréttir Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43 Fá ekki leyfi frá Rio Tinto til að undirrita nýjan kjarasamning Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. 12. febrúar 2020 11:09 Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45 Mest lesið Truflanir víða og Holtavörðuheiði lokað Innlent Nýja hurðin sprakk upp Innlent Braut húsaleigulög með litavalinu Innlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent Átta ára fangelsisvist staðfest Innlent Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Innlent „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ Innlent Pottur fyrrverandi þingmanns hvarf í óveðrinu Innlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent „Það er allt á floti“ Innlent Fleiri fréttir Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Isavia fær tvo daga til að loka flugbrautinni Nýja hurðin sprakk upp Þrjár í framboði formanns Fíh Enginn Íslendingur í haldi ICE Sjá meira
Segir aðalvanda álversins í Straumsvík liggja í of háu raforkuverði Rannveig Rist, forstjóri ISAL – álversins í Straumsvík, segir viðræður Rio Tinto, eiganda álversins, um nýjan raforkusamning við Landsvirkjun nýhafnar. Það sé því of snemmt að segja til um árangurinn af þeim viðræðum. 12. febrúar 2020 10:43
Fá ekki leyfi frá Rio Tinto til að undirrita nýjan kjarasamning Reinhold Richter, aðaltrúnaðarmaður starfsmanna ISAL – álversins í Straumsvík, segir fréttir morgunsins af mögulegri lokun álversins koma mjög óvænt. 12. febrúar 2020 11:09
Skoða mögulega lokun álversins í Straumsvík Rio Tinto ætlar að hefja sérstaka endurskoðun á starfsemi álversins í Straumsvík (ISAL) svo meta megi rekstrarhæfi þess til framtíðar. 12. febrúar 2020 08:45