Segist kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglumanns Sylvía Hall skrifar 16. febrúar 2020 15:45 Atvikið átti sér stað í Bankastræti um helgina. Mynd er úr safni. Vísir/Kolbeinn Tumi Rúmlega tvítugur karlmaður segist líklega vera kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglu í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Lögregla segir áverkana hafa verið tilkomna áður en lögregla mæti á svæðið. Maðurinn var að taka upp aðra handtöku þegar lögreglumaður kom upp að honum, beindi að honum piparúða og slengdi honum í jörðina, að sögn mannsins. Maðurinn leitaði á slysadeild og birti vottorð frá lækni. Þar kom fram að brotnað hefði upp úr tönnum mannsins og gat hann ekki opnað munninn alla leið. Segir maðurinn þetta hafa gerst eftir aðgerðir lögreglumannsins. Samkvæmt vottorðinu, sem maðurinn birti á Instagram, brotnaði upp úr sex tönnum og er maðurinn líklega kjálkabrotinn og með áverka á höku. Fréttablaðið greindi fyrst frá en myndband af handtökunni hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem lögreglumaðurinn skipar manninum að leggjast niður og beinir piparúðanum að honum. Atvikið átti sér stað í anddyri við Loft Hostel við Bankastræti 7. Maðurinn kýs ekki að tjá sig um atvikið að svo stöddu í samtali við fréttamann. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem harðar aðgerðir lögreglumanna vekja athygli. Í janúar lýsti Atli Jasonarson háskólanemi því hvernig lögreglumaður gaf honum tvö þéttingsföst olnbogaskot í andlitið á leið niður á lögreglustöð. Atli hafði verið handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti.Uppfært klukkan 18.50 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum hins rúmlega tvítuga karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðið en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. Segir lögreglan að myndefnið staðfesti það. Fréttin var síðast uppfærð 29. febrúar 2020. Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00 Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira
Rúmlega tvítugur karlmaður segist líklega vera kjálkabrotinn eftir aðgerðir lögreglu í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Lögregla segir áverkana hafa verið tilkomna áður en lögregla mæti á svæðið. Maðurinn var að taka upp aðra handtöku þegar lögreglumaður kom upp að honum, beindi að honum piparúða og slengdi honum í jörðina, að sögn mannsins. Maðurinn leitaði á slysadeild og birti vottorð frá lækni. Þar kom fram að brotnað hefði upp úr tönnum mannsins og gat hann ekki opnað munninn alla leið. Segir maðurinn þetta hafa gerst eftir aðgerðir lögreglumannsins. Samkvæmt vottorðinu, sem maðurinn birti á Instagram, brotnaði upp úr sex tönnum og er maðurinn líklega kjálkabrotinn og með áverka á höku. Fréttablaðið greindi fyrst frá en myndband af handtökunni hefur farið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem lögreglumaðurinn skipar manninum að leggjast niður og beinir piparúðanum að honum. Atvikið átti sér stað í anddyri við Loft Hostel við Bankastræti 7. Maðurinn kýs ekki að tjá sig um atvikið að svo stöddu í samtali við fréttamann. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem harðar aðgerðir lögreglumanna vekja athygli. Í janúar lýsti Atli Jasonarson háskólanemi því hvernig lögreglumaður gaf honum tvö þéttingsföst olnbogaskot í andlitið á leið niður á lögreglustöð. Atli hafði verið handtekinn eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir eldri konu sem lá meðvitundarlaus í Austurstræti.Uppfært klukkan 18.50 Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum hins rúmlega tvítuga karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðið en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. Segir lögreglan að myndefnið staðfesti það. Fréttin var síðast uppfærð 29. febrúar 2020.
Lögreglumál Reykjavík Tengdar fréttir Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00 Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09 Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00 Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30 Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Lögreglan lýsir eftir Kaspar Sólveigarsyni Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Sjá meira
Færri lögreglumenn sinna erfiðari og hættulegri útköllum: „Álagið hefur aldrei verið meira“ Lögreglumenn á Íslandi eru á þriðja hundrað færri en ásættanlegt getur talist að mati greiningardeildar ríkislögreglustóra. Aukin harka, ofbeldi og erfiðari útköll einkenna störf þeirra í dag. Lögreglumönnum á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á fimmta tug frá árinu 2008. 26. janúar 2020 21:00
Segja myndefni staðfesta að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögregla var kölluð til Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir að eftir skoðun á myndefni frá viðskiptum rúmlega tvítugs karlmanns og lögreglu um helgina verði ekki annað ráðð en að áverkar mannsins hafi verið tilkomnir áður en lögreglan var kölluð til. 16. febrúar 2020 17:09
Erindi Atla um meint lögregluofbeldi sent til héraðssaksóknara Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu hefur sent mál Atla Jasonarsonar til héraðssaksóknara, sem þarf nú að taka afstöðu til hvort að framferði lögreglumanns þegar Atli var handtekinn síðastliðið sumar, gefi tilefni til rannsóknar embættisins. 31. janúar 2020 07:00
Sakar lögreglumann um ofbeldi eftir að hafa hringt á aðstoð fyrir meðvitundarlausa konu Atli Jasonarson, starfsmaður á Vistheimili barna og háskólanemi, segir farir sínar ekki sléttar eftir samskipti við lögregluna síðastliðið sumar. 9. janúar 2020 10:30