Jón Viðar gengur sáttur frá Mjölni Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2020 11:02 Nafn Jóns Viðars Arnþórssonar hefur sjaldan verið langt undan þegar Mjölni ber á góma. Nú stefnir í að breyting verði þar á. Vísir/vilhelm Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda Mjölnis, leitar nú kaupanda að hlut sínum í íþróttafélaginu. Hann segist ganga sáttur frá borði, þrátt fyrir að hafa í raun sagt skilið við Mjölni eftir ólguna síðla árs 2017. Jón Viðar segist þó ekki ætla að segja skilið við sjálfsvarnarþjálfun, þvert á móti vonast hann til þess að salan á Mjölnishlutnum gefi honum færi á að einbeita sér enn frekar að öðrum sambærilegum verkefnum. Jón Viðar fer með 14,71 prósent hlut í félaginu Mjölni MMA ehf. og er þannig í hópi fimm stærstu eigenda. Hann var lengi formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu í ágúst 2017. Ákvörðun hans byggðist m.a. á ólíkri sýn hans á þær breytingar sem nýir hluthafar vildu ráðast í hjá félaginu. Til að mynda voru skiptar skoðanir um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu.Sjá einnig: „Við verðum alltaf vinir“Jón Viðar segir enda í samtali við Vísi að hann hafi haft litla aðkomu að starfi Mjölnis síðan haustið 2017. Hann hafi til að mynda aðeins sótt einn stjórnarfund hjá félaginu í fyrra. Það skýri að hluta ákvörðun hans um að selja hlut sinn nú. Meira máli skiptir þó að hann sé með fjölmörg önnur járn í eldinum sem hann vill einbeita sér að. Hann rekur til að mynda fyrirtækið ISR Matrix sem sérhæfir sig í sjálfsvörn og öryggistökum auk þess að standa að fjölmörgum námskeiðum, t.a.m. í áhættuleik. „Mig langar bara að gera mitt,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um hvort hann merki einhver illindi í sinn garð hjá öðrum Mjölnismönnum eftir allt sem á undan er gengið segir Jón Viðar svo alls ekki vera. Hann hafi til að mynda komið við í Mjölnisaðstöðunni í Öskjuhlíð fyrir helgi og verið tekið með virktum. „Það voru bara allir að knúast,“ segir Jón Viðar. Hann gangi því sáttur frá Mjölniskaflanum í lífi sínu. View this post on Instagram 14.71% hlutur í Mjölni til sölu! Mjölnir er stærsti bardagaíþróttaklúbbur Evrópu og eitt stærsta íþróttafélagið á Íslandi. Í Mjölni er vel á þriðja þúsund iðkendur. Mjölnir er staðsettur í Öskjuhlíðinni, hjarta borgarinnar. Mikil uppbyggingin er á svæðinu og margir möguleikar í boði. Félagið er rekið af frábæru fólki og eru þjálfararnir og keppnisfólkið mjög framarlega í sínum greinum! Ef þú hefur áhuga hafðu samband við jonvidar@isrmatrix.is og jon.thorvaldsson@gmail.com #mjolnirmma #ufc #mma #iceland #reykjavik #sports #martialarts #bjj #víkingaþrek #odinsbud #kickboxing #investment #conormcgregor #gunnarnelson A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Feb 16, 2020 at 11:52am PST MMA Reykjavík Tengdar fréttir „Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Jón Viðar Arnþórsson, einn stofnenda Mjölnis, leitar nú kaupanda að hlut sínum í íþróttafélaginu. Hann segist ganga sáttur frá borði, þrátt fyrir að hafa í raun sagt skilið við Mjölni eftir ólguna síðla árs 2017. Jón Viðar segist þó ekki ætla að segja skilið við sjálfsvarnarþjálfun, þvert á móti vonast hann til þess að salan á Mjölnishlutnum gefi honum færi á að einbeita sér enn frekar að öðrum sambærilegum verkefnum. Jón Viðar fer með 14,71 prósent hlut í félaginu Mjölni MMA ehf. og er þannig í hópi fimm stærstu eigenda. Hann var lengi formaður félagsins og einn af stofnendum þess en ákvað að segja starfi sínu lausu í ágúst 2017. Ákvörðun hans byggðist m.a. á ólíkri sýn hans á þær breytingar sem nýir hluthafar vildu ráðast í hjá félaginu. Til að mynda voru skiptar skoðanir um hvort staða formanns eða framkvæmdastjóra ætti að vera ofar í skipuritinu.Sjá einnig: „Við verðum alltaf vinir“Jón Viðar segir enda í samtali við Vísi að hann hafi haft litla aðkomu að starfi Mjölnis síðan haustið 2017. Hann hafi til að mynda aðeins sótt einn stjórnarfund hjá félaginu í fyrra. Það skýri að hluta ákvörðun hans um að selja hlut sinn nú. Meira máli skiptir þó að hann sé með fjölmörg önnur járn í eldinum sem hann vill einbeita sér að. Hann rekur til að mynda fyrirtækið ISR Matrix sem sérhæfir sig í sjálfsvörn og öryggistökum auk þess að standa að fjölmörgum námskeiðum, t.a.m. í áhættuleik. „Mig langar bara að gera mitt,“ segir Jón Viðar. Aðspurður um hvort hann merki einhver illindi í sinn garð hjá öðrum Mjölnismönnum eftir allt sem á undan er gengið segir Jón Viðar svo alls ekki vera. Hann hafi til að mynda komið við í Mjölnisaðstöðunni í Öskjuhlíð fyrir helgi og verið tekið með virktum. „Það voru bara allir að knúast,“ segir Jón Viðar. Hann gangi því sáttur frá Mjölniskaflanum í lífi sínu. View this post on Instagram 14.71% hlutur í Mjölni til sölu! Mjölnir er stærsti bardagaíþróttaklúbbur Evrópu og eitt stærsta íþróttafélagið á Íslandi. Í Mjölni er vel á þriðja þúsund iðkendur. Mjölnir er staðsettur í Öskjuhlíðinni, hjarta borgarinnar. Mikil uppbyggingin er á svæðinu og margir möguleikar í boði. Félagið er rekið af frábæru fólki og eru þjálfararnir og keppnisfólkið mjög framarlega í sínum greinum! Ef þú hefur áhuga hafðu samband við jonvidar@isrmatrix.is og jon.thorvaldsson@gmail.com #mjolnirmma #ufc #mma #iceland #reykjavik #sports #martialarts #bjj #víkingaþrek #odinsbud #kickboxing #investment #conormcgregor #gunnarnelson A post shared by Jón Viðar Arnþórsson (@jon_vidar_arnthorsson) on Feb 16, 2020 at 11:52am PST
MMA Reykjavík Tengdar fréttir „Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50 Mest lesið Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Viðskipti innlent Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
„Við verðum alltaf vinir“ Haraldur segir að ráðgert sé að höfða meira til almennings og verður það gert meðal annars með því að stækka líkamsræktarsal með það fyrir augum að fólk, sem ekki hafi áhuga á bardagaíþróttum, geti komið og æft. 26. ágúst 2017 17:50