Bjóða út breikkun hringvegar milli Selfoss og Hveragerðis Kristján Már Unnarsson skrifar 3. febrúar 2020 10:09 Byrjað verður á kaflanum næst Selfossi. Ingólfsfjall til vinstri og Ölfusá til hægri. Mynd/Vegagerðin. Vegagerðin hefur boðið út annan áfanga í breikkun hringvegarins um Ölfus milli Selfoss og Hveragerðis. Þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu en tilboðsfrestur er einn mánuður, til 3. mars 2020. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta 7,1 kílómetra verk en því á öllu að vera lokið í september árið 2023. Þegar framkvæmdum lýkur verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum milli þessara tveggja fjölmennustu bæja Suðurlands. Í útboðslýsingu segir að auk nýbyggingar og endurgerðar hringvegarins felist í verkinu gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða. Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Sýnt var með myndrænni grafík Vegagerðarinnar hvernig vegurinn kemur til með að líta út í frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði, sem sjá má hér: Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Vegagerðin hefur boðið út annan áfanga í breikkun hringvegarins um Ölfus milli Selfoss og Hveragerðis. Þetta stærsta útboðsverk Vegagerðarinnar í ár er auglýst á evrópska efnahagssvæðinu en tilboðsfrestur er einn mánuður, til 3. mars 2020. Samgönguáætlun gerir ráð fyrir 5,5 milljörðum króna í þetta 7,1 kílómetra verk en því á öllu að vera lokið í september árið 2023. Þegar framkvæmdum lýkur verður kominn 2+1 vegur með aðskildum akstursstefnum milli þessara tveggja fjölmennustu bæja Suðurlands. Í útboðslýsingu segir að auk nýbyggingar og endurgerðar hringvegarins felist í verkinu gerð nýrra vegamóta við Kirkjuferjuveg og Hvammsveg eystri, gerð hringtorgs við Biskupstungnabraut, nýbyggingu Ölfusvegar, breytingu Þórustaðavegar og Biskupstungnabrautar sem og gerð heimreiða. Hluti verksins er bygging fimm steyptra brúa og undirganga ásamt tveggja reiðganga úr stáli. Séð austur í átt til Ingólfsfjalls og Kögunarhóls.Mynd/Vegagerðin. Einnig eru innifaldar breytingar á lagnakerfum veitufyrirtækja sem og nýlagnir og landmótun auk annarra þátta sem nauðsynlegir eru til að ljúka verkinu. Byrjað verður sunnan Ingólfsfjalls, á gerð hringtorgs norðan Selfoss, á gatnamótum þjóðvegarins í átt að Sogsbrú. Verktakarnir munu svo færa sig vestar en verkinu verður skipt upp í sex verkhluta, og þeir teknir í notkun í áföngum á tímabilinu. Fyrsti áfanginn, tveggja og hálfs kílómetra kafli austan Hveragerðis, milli Varmár og Gljúfurholtsár, ásamt tengivegum, var unninn á síðasta ári og opnaður umferð í haust. Sýnt var með myndrænni grafík Vegagerðarinnar hvernig vegurinn kemur til með að líta út í frétt Stöðvar 2 í síðasta mánuði, sem sjá má hér:
Árborg Hveragerði Samgöngur Umferðaröryggi Ölfus Tengdar fréttir Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27 Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Viðskipti innlent Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent „Þetta er afnotagjald“ Viðskipti innlent Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Viðskipti innlent Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Öryggi eykst í Ölfusi þegar fyrsta áfanga lýkur í haust Breikkun Suðurlandsvegar milli Hveragerðis og Selfoss er komin vel á veg og stefnt að því að fyrsta áfanga ljúki í haust. Umferð á hringveginum er beint tímabundið um nýjan innansveitarveg. 29. maí 2019 21:27
Breikkun sjö kílómetra kafla milli Selfoss og Hveragerðis boðin út Vegagerðin hyggst fyrir lok mánaðarins bjóða út stærsta útboðsverk sitt á árinu, breikkun sjö kílómetra kafla Suðurlandsvegar um Ölfus, 2+1 veg með aðskildum akstursstefnum. 12. janúar 2020 22:00