Bretar ætla að flýta áformum um að banna bensínbíla Kjartan Kjartansson skrifar 4. febrúar 2020 11:13 Umferð í miðborg London. Ef áform stjórnvalda ganga eftir verða aðeins rafmagns- og aðrir kolefnisfríir bílar í umferð eftir árið 2035. Vísir/EPA Sala á nýjum dísil-, bensín- og blendingsbílum verður bönnuð á Bretlandi frá og með árinu 2035, fimm árum fyrr en til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna um bannið á viðburði sem tengist loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í Skotlandi síðar á þessu ári. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og loftmengun. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar þykir metnaðarfullt enda eru um 90% allra seldra bíla á Bretlandi dísil- og bensínbílar. Ríkisstjórnin segist jafnvel ætla að flýta banninu enn frekar reynist það mögulegt. Áður þarf þó að leggja áætlunina fram til opinberrar umsagnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri ríki stefna að því að útrýma jarðefnaeldsneytisknúnum bílum á næstu árum og áratugum. Þannig ætlar Frakkar að banna slíka bíla fyrir árið 2040 og norska þingið hefur samþykkt áætlun, sem er ekki bindandi, um að engir bílar losi kolefni eftir árið 2025. COP26-loftslagsráðstefnan verður haldin í Glasgow í nóvember. Fjaðrafok hefur verið í kringum skipulagningu ráðstefnunnar eftir að Johnson forsætisráðherra rak Clare O‘Neill sem stjórnanda hennar í síðustu viku. O‘Neill er fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Hún hefur síðan haldið því fram að Johnson hafi sagt henni að hann skildi ekki loftslagsbreytingar. „Mín ráð til þeirra sem Boris gefur loforð, hvort sem það eru kjósendur, þjóðarleiðtogar, ráðherrar, starfsmenn eða ættingjar, er að fá það skriflegt, fá lögfræðing til að líta á það og tryggja að peningarnir séu í bankanum,“ sagði O‘Neill í harðorðu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC. Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Sjá meira
Sala á nýjum dísil-, bensín- og blendingsbílum verður bönnuð á Bretlandi frá og með árinu 2035, fimm árum fyrr en til stóð. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, er sagður ætla að tilkynna um bannið á viðburði sem tengist loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem verður haldin í Skotlandi síðar á þessu ári. Markmiðið er að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda sem valda loftslagsbreytingum og loftmengun. Markmið bresku ríkisstjórnarinnar þykir metnaðarfullt enda eru um 90% allra seldra bíla á Bretlandi dísil- og bensínbílar. Ríkisstjórnin segist jafnvel ætla að flýta banninu enn frekar reynist það mögulegt. Áður þarf þó að leggja áætlunina fram til opinberrar umsagnar, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Fleiri ríki stefna að því að útrýma jarðefnaeldsneytisknúnum bílum á næstu árum og áratugum. Þannig ætlar Frakkar að banna slíka bíla fyrir árið 2040 og norska þingið hefur samþykkt áætlun, sem er ekki bindandi, um að engir bílar losi kolefni eftir árið 2025. COP26-loftslagsráðstefnan verður haldin í Glasgow í nóvember. Fjaðrafok hefur verið í kringum skipulagningu ráðstefnunnar eftir að Johnson forsætisráðherra rak Clare O‘Neill sem stjórnanda hennar í síðustu viku. O‘Neill er fyrrverandi orkumálaráðherra Bretlands. Hún hefur síðan haldið því fram að Johnson hafi sagt henni að hann skildi ekki loftslagsbreytingar. „Mín ráð til þeirra sem Boris gefur loforð, hvort sem það eru kjósendur, þjóðarleiðtogar, ráðherrar, starfsmenn eða ættingjar, er að fá það skriflegt, fá lögfræðing til að líta á það og tryggja að peningarnir séu í bankanum,“ sagði O‘Neill í harðorðu viðtali við breska ríkisútvarpið BBC.
Bílar Bretland Loftslagsmál Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Erlent Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Innlent Fleiri fréttir Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ „Ísrael mun missa allan stuðning“ Annað safn rænt í Frakklandi um helgina Rannsaka „glæfraleg“ svikabrigsl fyrir andlát skákmeistarans unga Hafði varað við því að árásamaðurinn væri í lögreglubúning Gera ráð fyrir tugþúsundum á kosningafundum í Búdapest Mikill hiti í síðustu kappræðunum fyrir kosningar Leggur viðskiptaþvinganir á rússneska olíurisa Hafa drepið 34 í árásum á meinta smyglara Myndavélar sneru í ranga átt er gripunum var stolið Rannsaka jákvæð áhrif covid-bóluefnis á krabbameinssjúklinga Gerðu árás á leikskóla í Karkív Hegseth bannar nú samskipti við þingið Trump gæti veitt sjálfum sér tugi milljarða í bætur frá eigin stjórn Vísindamenn segja mikilvægt að vanda valið á þunglyndislyfjum Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Sjá meira
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent