Liverpool er komið áfram í 16-liða úrslit enska bikarsins eins og frægt er eftir 1-0 sigur krakkaliðs félagsins á Shrewsbury á Anfield í gær.
Enginn aðalliðs leikmaður tók þátt í leiknum og það voru Neil Critchley og lærisveinar hans í unglingaliði Liverpool sem spiluðu leikinn.
Neil segir að Jurgen Klopp, stjóri félagsins, hafi verið duglegur að senda honum skilaboð.
„Við fengum skilaboð frá stjóranum bæði í hálfleik og eftir leik. Hann sagði fyrir leikinn að leikurinn gegn Chelsea gæti verið möguleiki fyrir einn eða tvo þeirra og þeir voru frábærir í kvöld,“ sagð Neil.
Jurgen Klopp was "delighted" with Liverpool's youngsters reaching the FA Cup fifth round.
— BBC Sport (@BBCSport) February 5, 2020
But did he make the right decision to stay away?
Have your say
https://t.co/O6oYsOOpO6pic.twitter.com/Z0JOdKUJ93
„Við fengum svo skilaboð eftir leikinn frá teyminu að hann væri ánægður með frammistöðuna. Við gáfum honum leik gegn Chelsea sem hann getur farið að hlakka til.“
„Hann gefur þér skýr skilaboð. Trú, spila eins og Liverpool spilar og keyra á þetta. Þannig spilar aðalliðið og þannig spilum við. Þetta er það sem við stöndum fyrir og þú þarft að vera tilbúinn í það.“
Byrjunarlið Liverpool í gær var það yngsta í sögu félagsins en meðalaldurinn hljóðaði upp á 19 ár og 102 daga. Leikmennirnir sem byrjuðu leikinn höfðu einungis spilað 36 aðalliðsleiki.
Jurgen Klopp sent messages of congratulations after staying away from Anfield as Liverpool's youngest-ever side beat Shrewsbury 1-0.
— Sky Sports Football (@SkyFootball) February 5, 2020