Danny McBride breytti lífi sínu eftir Íslandsferð Stefán Árni Pálsson skrifar 5. febrúar 2020 10:30 Danny McBride fór í stafræna afeitrun hér á landi. Getty Images/Matt Winkelmeyer Leikarinn Danny McBride, sem hefur vakið athygli fyrir hlutverk sín í Eastbound & Down, Vice Principals og The Righteous Gemstones, segir í viðtali við Shortlist að Íslandsför hafi breytti lífi hans. McBride var spurður í viðtalinu hvað hann væri að horfa á í sjónvarpinu um þessar mundir. „Ég horfi sárasjaldan á afþreyingarefni þar sem ég er alltaf að vinna. Oftast geymi ég allt sem mig langar að sjá og tek það allt yfir jólin,“ segir McBride sem bætir við að hann hafi í raun farið í „stafræna afeitrun“ á síðasta ári og það hér á Íslandi. „Síðasta ár var rosalegt fyrir mig og ég vann allt of mikið. Ég fór með fjölskyldunni til Íslands í frí og við dvöldum í smáhýsi þar sem ekki var hægt að horfa á sjónvarp. Það er svo mikið að gerast alltaf heima hjá okkur. Flatskjáir út um allt og börnin að horfa á YouTube allan daginn. Svo eru heimsfréttirnar alltaf svo neikvæðar. Þú vaknar kannski í góðu skapi en um leið og þú kveikir á sjónvarpinu ferðu í vont skap,“ segir McBride og heldur áfram. „Svo fer ég í þessa ferð og gerði ekkert nema lesa. Mér leið svo miklu betur og setti mér því það markmið að lesa 50 bækur á einu ári, og það tókst. Þetta ætla ég mér að gera á hverju einasta ári. Um leið og mig langaði að kíkja á netið eða fara inn á samfélagsmiðla tók ég upp bók og byrjaði að lesa. Mig langar að hugsa um heiminn út frá mínum hugsunum, mig langar ekki að einhver sé að segja mér hvernig heimurinn er. Ég tók mér því langa pásu frá öllu þessu áreiti.“ View this post on Instagram Happy New Year, ding-dongs. Stay warm in 19. A post shared by Danny McBride (@lone_wolf_mcbride) on Dec 31, 2018 at 2:09pm PST Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslandsvinir Tímamót Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sjá meira
Leikarinn Danny McBride, sem hefur vakið athygli fyrir hlutverk sín í Eastbound & Down, Vice Principals og The Righteous Gemstones, segir í viðtali við Shortlist að Íslandsför hafi breytti lífi hans. McBride var spurður í viðtalinu hvað hann væri að horfa á í sjónvarpinu um þessar mundir. „Ég horfi sárasjaldan á afþreyingarefni þar sem ég er alltaf að vinna. Oftast geymi ég allt sem mig langar að sjá og tek það allt yfir jólin,“ segir McBride sem bætir við að hann hafi í raun farið í „stafræna afeitrun“ á síðasta ári og það hér á Íslandi. „Síðasta ár var rosalegt fyrir mig og ég vann allt of mikið. Ég fór með fjölskyldunni til Íslands í frí og við dvöldum í smáhýsi þar sem ekki var hægt að horfa á sjónvarp. Það er svo mikið að gerast alltaf heima hjá okkur. Flatskjáir út um allt og börnin að horfa á YouTube allan daginn. Svo eru heimsfréttirnar alltaf svo neikvæðar. Þú vaknar kannski í góðu skapi en um leið og þú kveikir á sjónvarpinu ferðu í vont skap,“ segir McBride og heldur áfram. „Svo fer ég í þessa ferð og gerði ekkert nema lesa. Mér leið svo miklu betur og setti mér því það markmið að lesa 50 bækur á einu ári, og það tókst. Þetta ætla ég mér að gera á hverju einasta ári. Um leið og mig langaði að kíkja á netið eða fara inn á samfélagsmiðla tók ég upp bók og byrjaði að lesa. Mig langar að hugsa um heiminn út frá mínum hugsunum, mig langar ekki að einhver sé að segja mér hvernig heimurinn er. Ég tók mér því langa pásu frá öllu þessu áreiti.“ View this post on Instagram Happy New Year, ding-dongs. Stay warm in 19. A post shared by Danny McBride (@lone_wolf_mcbride) on Dec 31, 2018 at 2:09pm PST
Bíó og sjónvarp Bókmenntir Íslandsvinir Tímamót Mest lesið Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum Lífið „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Lífið Vonlaust í víkinni Gagnrýni Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Lífið Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Lífið Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Lífið Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Lífið Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Lífið Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Lífið „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Lífið Fleiri fréttir Þessi hús og lóðir hlutu fegrunarviðurkenningar Reykjavíkurborgar Var úthúðuð af skipuleggjanda en sigraði í Ungfrú alheimi Fyrsta súperstjarna Íslands stendur á tímamótum „Sjónvarpssonur“ John Travolta látinn Tilkynntu hver jólagjöf ársins væri Halla átti ánægjulegan fund með Karli Bretakonungi Edwald-feðgar kaupa hlið við hlið Grunaði alltaf að hann væri ekki sonur föður síns Óhuggulegt fall fegurðardrottningar Sonur tónlistarparsins fæddur og nefndur Óttaðist um líf sitt: „Það var erfiðasti dagur lífs míns“ Játaði sig sigraða: „Mér fannst það algjört tabú áður“ Mobb Deep kemur fram í KR-höllinni í mars Nýsloppin við vinstra vókið þegar það hægra mætti Ætluðu að taka þakið í gegn en urðu óvænt að byrja á kjallaranum Opnar sig um dulið fósturlát RAX hlýtur verðlaun Konunglega ljósmyndafélagsins Æskuheimili Bríetar til sölu: „Epic staður til að alast upp“ Landsliðið réðst á Fannar: „Þó að þið gerið ekkert annað en að tapa“ „Ég elska þig í dag eins og ég gerði þá“ Innlit í ævintýralega baðlónið Laugarás Lagoon Sjö ár frá örlagaríkum kossi á fullu tungli Úr 101 í miðbæ Hafnar: „Búið að bjóða mér á alla fundi Kiwanis, kótilettukvöld og hvaðeina“ „Bannað að reikna hvað Aron var gamall þegar við byrjuðum saman“ Ekki meira en bara vinir Rikki orðinn tveggja dætra faðir: „Annað eins hár hefur sjaldan sést“ Fyrstu mistökin voru að fara einn í fangaklefann Tíu augnkrem fyrir vetrarkuldann Hélt að þetta væri „fjall sem ætti bara heima í málverkum“ „Þetta er þér að kenna“ Sjá meira