Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 10:56 Mótmælandi við höfuðstöðvar Frjálsra demókrata í Berlín lýsir óbeit sinni á AfD, hægriöfgaflokknum sem átti óvænt þátt í að velja forsætisráðherra Þýringalands. Vísir/EPA Ákvörðun þingmanna Kristilega demókrataflokksins um að kjósa með hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) um nýjan forsætisráðherra Þýringalands hefur valdið miklum titringi í þýskum stjórnmálum. Angela Merkel kanslari segir valið „ófyrirgefanlegt“ og snúa verði úrslitunum við. Þetta er í fyrsta skipti sem AfD á hlut í vali á leiðtoga sambandslands. Allt frá lokum síðar heimsstyrjaldar hafa þýskir stjórnmálaflokkar staðið saman um að útiloka hægriöfgaflokka frá samstarfi. Því kom það mörgum í opna skjöldu þegar sambandslandsþingmenn Kristilega demókrataflokks (CDU) Merkel í Þýringalandi tóku höndum saman við þingmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um að kjósa Thomas Kemmerich, lítt þekktan þingmann Frjálsra demókrata (FDP), sem forsætisráðherra sambandslandsins. Merkel sagði að dagurinn væri slæmur fyrir lýðræðið. „Þessi atburður er óafsakanlegur og því verður að snúa við úrslitunum,“ sagði kanslarinn. Neyðarfundur leiðtoga stjórnarflokkanna hefur verið boðaður á laugardag að ósk Sósíademókrataflokksins (SPD), að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málið hefur vakið miklar reiði innan raða hans. Sigmar Gabriel, fyrrverandi leiðtogi SPD, sagði á Twitter í dag að kosning Kemmerich væri skammarleg og að kjósa yrði að nýju í Þýringalandi. Kemmerich (t.v.) tekur í hönd Björn Höcke, leiðtoga AfD í Þýringalandi, eftir atkvæðagreiðsluna í gær.Vísir/EPA Sjá hliðstæðu við ris nasismans Stjórnarkreppa hefur ríkt í sambandslandinu frá því eftir kosningarnar sem fóru fram í október. Öfgavinstriflokkurinn Vinstri vann sigur í kosningunum en leiðtogi hans, Bodo Ramelow, varð undir í kosningunni um forsætisráðherra með einu atkvæði á sambandslandsþinginu í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD nýtur verulegs stuðnings í Þýringalandi. Leiðtogi flokksins þar er Björn Höcke, einn umdeildasti leiðtogi flokks sem er meðal annars þekktur fyrir andúð á flóttamönnum og innflytjendum. Höcke vakti meðal annars hneykslan þegar hann fordæmdi ákvörðun um að staðsetja minnisvarða um helför nasista í miðborg Berlínar og lýsti því honum sem „skammarlegum minnisvarða“. Kemmerich er undir töluverðum þrýstingi að segja af sér. Christian Lindner, leiðtogi FDP, hélt til fundar við hann í sambandslandshöfuðborginni Erfurt í dag en fram að þessu hefur Kemmerich hafnað að stíga til hliðar. FDP fékk aðeins 5% atkvæða í kosningunum í Þýringalandi í haust. Uppgangur AfD í Þýringalandi þykir minna óþægilega á ris Nasistaflokksins á sínum tíma. Nasistar komust fyrst til áhrifa í sambandslandsstjórn Þýringalands árið 1930 á tíma Weimar-lýðveldisins. Adolf Hitler var skipaður kanslari þremur árum síðar. Þýskaland Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Ákvörðun þingmanna Kristilega demókrataflokksins um að kjósa með hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) um nýjan forsætisráðherra Þýringalands hefur valdið miklum titringi í þýskum stjórnmálum. Angela Merkel kanslari segir valið „ófyrirgefanlegt“ og snúa verði úrslitunum við. Þetta er í fyrsta skipti sem AfD á hlut í vali á leiðtoga sambandslands. Allt frá lokum síðar heimsstyrjaldar hafa þýskir stjórnmálaflokkar staðið saman um að útiloka hægriöfgaflokka frá samstarfi. Því kom það mörgum í opna skjöldu þegar sambandslandsþingmenn Kristilega demókrataflokks (CDU) Merkel í Þýringalandi tóku höndum saman við þingmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um að kjósa Thomas Kemmerich, lítt þekktan þingmann Frjálsra demókrata (FDP), sem forsætisráðherra sambandslandsins. Merkel sagði að dagurinn væri slæmur fyrir lýðræðið. „Þessi atburður er óafsakanlegur og því verður að snúa við úrslitunum,“ sagði kanslarinn. Neyðarfundur leiðtoga stjórnarflokkanna hefur verið boðaður á laugardag að ósk Sósíademókrataflokksins (SPD), að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málið hefur vakið miklar reiði innan raða hans. Sigmar Gabriel, fyrrverandi leiðtogi SPD, sagði á Twitter í dag að kosning Kemmerich væri skammarleg og að kjósa yrði að nýju í Þýringalandi. Kemmerich (t.v.) tekur í hönd Björn Höcke, leiðtoga AfD í Þýringalandi, eftir atkvæðagreiðsluna í gær.Vísir/EPA Sjá hliðstæðu við ris nasismans Stjórnarkreppa hefur ríkt í sambandslandinu frá því eftir kosningarnar sem fóru fram í október. Öfgavinstriflokkurinn Vinstri vann sigur í kosningunum en leiðtogi hans, Bodo Ramelow, varð undir í kosningunni um forsætisráðherra með einu atkvæði á sambandslandsþinginu í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD nýtur verulegs stuðnings í Þýringalandi. Leiðtogi flokksins þar er Björn Höcke, einn umdeildasti leiðtogi flokks sem er meðal annars þekktur fyrir andúð á flóttamönnum og innflytjendum. Höcke vakti meðal annars hneykslan þegar hann fordæmdi ákvörðun um að staðsetja minnisvarða um helför nasista í miðborg Berlínar og lýsti því honum sem „skammarlegum minnisvarða“. Kemmerich er undir töluverðum þrýstingi að segja af sér. Christian Lindner, leiðtogi FDP, hélt til fundar við hann í sambandslandshöfuðborginni Erfurt í dag en fram að þessu hefur Kemmerich hafnað að stíga til hliðar. FDP fékk aðeins 5% atkvæða í kosningunum í Þýringalandi í haust. Uppgangur AfD í Þýringalandi þykir minna óþægilega á ris Nasistaflokksins á sínum tíma. Nasistar komust fyrst til áhrifa í sambandslandsstjórn Þýringalands árið 1930 á tíma Weimar-lýðveldisins. Adolf Hitler var skipaður kanslari þremur árum síðar.
Þýskaland Mest lesið Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Erlent Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Innlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Erlent Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Erlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Innlent Fleiri fréttir Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalar lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Yfirvöld sögð rukka háar fjárhæðir fyrir afhendingu líka mótmælenda Fyrrverandi forseti dæmdur í fimm ára fangelsi „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Tók við verðlaunapeningnum og hyggst eiga hann Hafi afhent Trump Friðarverðlaun Nóbels Krefjast enn að fá að senda sérsveitarmenn til Mexíkó Veiki geimfarinn kominn aftur til jarðar Tóku enn eitt skipið Trump hótar að siga hernum á mótmælendur Kennir Selenskí enn og aftur um Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Witkoff segir annan áfanga friðaráætlunarinnar hafinn Musk fellst á að hætta að framleiða kynferðislegar myndir en bara sums staðar Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila