Merkel segir samstarf flokks síns við hægriöfgaflokk ófyrirgefanlegt Kjartan Kjartansson skrifar 6. febrúar 2020 10:56 Mótmælandi við höfuðstöðvar Frjálsra demókrata í Berlín lýsir óbeit sinni á AfD, hægriöfgaflokknum sem átti óvænt þátt í að velja forsætisráðherra Þýringalands. Vísir/EPA Ákvörðun þingmanna Kristilega demókrataflokksins um að kjósa með hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) um nýjan forsætisráðherra Þýringalands hefur valdið miklum titringi í þýskum stjórnmálum. Angela Merkel kanslari segir valið „ófyrirgefanlegt“ og snúa verði úrslitunum við. Þetta er í fyrsta skipti sem AfD á hlut í vali á leiðtoga sambandslands. Allt frá lokum síðar heimsstyrjaldar hafa þýskir stjórnmálaflokkar staðið saman um að útiloka hægriöfgaflokka frá samstarfi. Því kom það mörgum í opna skjöldu þegar sambandslandsþingmenn Kristilega demókrataflokks (CDU) Merkel í Þýringalandi tóku höndum saman við þingmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um að kjósa Thomas Kemmerich, lítt þekktan þingmann Frjálsra demókrata (FDP), sem forsætisráðherra sambandslandsins. Merkel sagði að dagurinn væri slæmur fyrir lýðræðið. „Þessi atburður er óafsakanlegur og því verður að snúa við úrslitunum,“ sagði kanslarinn. Neyðarfundur leiðtoga stjórnarflokkanna hefur verið boðaður á laugardag að ósk Sósíademókrataflokksins (SPD), að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málið hefur vakið miklar reiði innan raða hans. Sigmar Gabriel, fyrrverandi leiðtogi SPD, sagði á Twitter í dag að kosning Kemmerich væri skammarleg og að kjósa yrði að nýju í Þýringalandi. Kemmerich (t.v.) tekur í hönd Björn Höcke, leiðtoga AfD í Þýringalandi, eftir atkvæðagreiðsluna í gær.Vísir/EPA Sjá hliðstæðu við ris nasismans Stjórnarkreppa hefur ríkt í sambandslandinu frá því eftir kosningarnar sem fóru fram í október. Öfgavinstriflokkurinn Vinstri vann sigur í kosningunum en leiðtogi hans, Bodo Ramelow, varð undir í kosningunni um forsætisráðherra með einu atkvæði á sambandslandsþinginu í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD nýtur verulegs stuðnings í Þýringalandi. Leiðtogi flokksins þar er Björn Höcke, einn umdeildasti leiðtogi flokks sem er meðal annars þekktur fyrir andúð á flóttamönnum og innflytjendum. Höcke vakti meðal annars hneykslan þegar hann fordæmdi ákvörðun um að staðsetja minnisvarða um helför nasista í miðborg Berlínar og lýsti því honum sem „skammarlegum minnisvarða“. Kemmerich er undir töluverðum þrýstingi að segja af sér. Christian Lindner, leiðtogi FDP, hélt til fundar við hann í sambandslandshöfuðborginni Erfurt í dag en fram að þessu hefur Kemmerich hafnað að stíga til hliðar. FDP fékk aðeins 5% atkvæða í kosningunum í Þýringalandi í haust. Uppgangur AfD í Þýringalandi þykir minna óþægilega á ris Nasistaflokksins á sínum tíma. Nasistar komust fyrst til áhrifa í sambandslandsstjórn Þýringalands árið 1930 á tíma Weimar-lýðveldisins. Adolf Hitler var skipaður kanslari þremur árum síðar. Þýskaland Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira
Ákvörðun þingmanna Kristilega demókrataflokksins um að kjósa með hægriöfgaflokknum Valkosti fyrir Þýskaland (AfD) um nýjan forsætisráðherra Þýringalands hefur valdið miklum titringi í þýskum stjórnmálum. Angela Merkel kanslari segir valið „ófyrirgefanlegt“ og snúa verði úrslitunum við. Þetta er í fyrsta skipti sem AfD á hlut í vali á leiðtoga sambandslands. Allt frá lokum síðar heimsstyrjaldar hafa þýskir stjórnmálaflokkar staðið saman um að útiloka hægriöfgaflokka frá samstarfi. Því kom það mörgum í opna skjöldu þegar sambandslandsþingmenn Kristilega demókrataflokks (CDU) Merkel í Þýringalandi tóku höndum saman við þingmenn Valkosts fyrir Þýskaland (AfD) um að kjósa Thomas Kemmerich, lítt þekktan þingmann Frjálsra demókrata (FDP), sem forsætisráðherra sambandslandsins. Merkel sagði að dagurinn væri slæmur fyrir lýðræðið. „Þessi atburður er óafsakanlegur og því verður að snúa við úrslitunum,“ sagði kanslarinn. Neyðarfundur leiðtoga stjórnarflokkanna hefur verið boðaður á laugardag að ósk Sósíademókrataflokksins (SPD), að sögn Reuters-fréttastofunnar. Málið hefur vakið miklar reiði innan raða hans. Sigmar Gabriel, fyrrverandi leiðtogi SPD, sagði á Twitter í dag að kosning Kemmerich væri skammarleg og að kjósa yrði að nýju í Þýringalandi. Kemmerich (t.v.) tekur í hönd Björn Höcke, leiðtoga AfD í Þýringalandi, eftir atkvæðagreiðsluna í gær.Vísir/EPA Sjá hliðstæðu við ris nasismans Stjórnarkreppa hefur ríkt í sambandslandinu frá því eftir kosningarnar sem fóru fram í október. Öfgavinstriflokkurinn Vinstri vann sigur í kosningunum en leiðtogi hans, Bodo Ramelow, varð undir í kosningunni um forsætisráðherra með einu atkvæði á sambandslandsþinginu í gær, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. AfD nýtur verulegs stuðnings í Þýringalandi. Leiðtogi flokksins þar er Björn Höcke, einn umdeildasti leiðtogi flokks sem er meðal annars þekktur fyrir andúð á flóttamönnum og innflytjendum. Höcke vakti meðal annars hneykslan þegar hann fordæmdi ákvörðun um að staðsetja minnisvarða um helför nasista í miðborg Berlínar og lýsti því honum sem „skammarlegum minnisvarða“. Kemmerich er undir töluverðum þrýstingi að segja af sér. Christian Lindner, leiðtogi FDP, hélt til fundar við hann í sambandslandshöfuðborginni Erfurt í dag en fram að þessu hefur Kemmerich hafnað að stíga til hliðar. FDP fékk aðeins 5% atkvæða í kosningunum í Þýringalandi í haust. Uppgangur AfD í Þýringalandi þykir minna óþægilega á ris Nasistaflokksins á sínum tíma. Nasistar komust fyrst til áhrifa í sambandslandsstjórn Þýringalands árið 1930 á tíma Weimar-lýðveldisins. Adolf Hitler var skipaður kanslari þremur árum síðar.
Þýskaland Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Hundrað hjálparsamtök segja hungursneyð breiðast út um Gasa-svæðið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Ozzy Osbourne allur Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Ísraelar segja yfirlýsingu 28 ríkja úr takti við raunveruleikann Ríkisstjórn Bandaríkjanna og Harvard takast á fyrir dómstólum Nítján látnir eftir að herflugvél brotlenti á skólabyggingu Rússar opnir fyrir friðarviðræðum en hyggist ekki slá af kröfum sínum Hátt í sjötíu drepnir í biðröð eftir mat Ökumaðurinn skotinn af vitnum á vettvangi Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Ísrael og Sýrland hafi samið um vopnahlé Óska eftir því að vitnisburður um Epstein verði opinberaður Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Metallica kom Tomorrowland til bjargar eftir brunann Rappsveitin sem sætti hryðjuverkarannsókn sleppur með skrekkinn Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Bretar hyggjast lækka kosningaaldur í sextán ár Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Saksóknari í Epstein-málinu látinn taka pokann sinn Sjá meira