Háskóli Íslands, af hverju ég en ekki þau? Lenya Rún Anwar Faraj skrifar 6. febrúar 2020 17:00 Ég er fædd og að hluta til alin upp á Íslandi en kem frá stríðshrjáðu landi. Þar átti ég heima á yngri árum þar til ég var sextán ára gömul og fluttist aftur til Íslands ásamt foreldrum mínum. Við vorum íslenskir ríkisborgarar og því datt okkur aldrei í hug að það myndu fylgja því erfiðleikar að setjast hér aftur að. Ég taldi það aldrei annað en sjálfsagt að fá að búa á Íslandi. Það eru önnur börn, eins og ég, sem vilja setjast hér að en njóta ekki þeirra forréttinda að hafa fæðst á Íslandi eða eiga foreldra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Sum þeirra eru ekki einu sinni á ferð með foreldrum sínum; oft hafa foreldrarnir látist í stríði eða þurft að senda þau einsömul úr landi, t.d. vegna efnahagslegra erfiðleika, en með von í hjarta um að þau öðlist betra líf. Hvers vegna naut ég þeirra forréttinda að fæðast á Íslandi og eiga friðsælt líf en ekki þau? Hvers vegna fæ ég að stunda nám við Háskóla Íslands án þess að brotið sé á mínum réttindum? Hælisleitendur og flóttafólk sem hingað koma er að flýja heimalandið sitt vegna þess að þar er brotið á þeim, ekki vegna þess að það langi það. En til hvers? Til þess að Háskóli Íslands í samstarfi við Útlendingastofnun geti brotið á þeim aftur? Þetta er börn sem eru á gífurlega viðkvæmum stað bæði andlega og líkamlega og því auðvelt að brjóta á þeim. Skekkjumörk aldursgreininga á tönnum þessara barna eru 3-4 ár sem geta munað öllu. Þar liggur ákvörðun stjórnvalda um að gefa þeim heimili eða hrifsa af þeim lífið. Þessar rannsóknir sem eiga sér stað innan veggja háskólans eru ekki bara ónákvæmar heldur einnig siðferðislega vafasamar en fjölmargar stofnanir og samtök á alþjóðavísu hafa fordæmt þær harðlega. Hvers vegna deilir Háskóli Íslands ekki sömu stöðlum og gildum og m.a. breska Tannlæknafélagið, Rauði Krossinn og UNICEF? Háskólinn á að vera staður þar sem öll eru velkomin, ekki staður sem vísar fólki burt vegna uppruna og flókinna aðstæðna. Það er ekki hlutverk Háskóla Íslands að vera landamæravörður. Það er nógu stórt mannréttindabrot að alast upp varnarlaus gegn átökum og stríði. Vill Háskóli Íslands virkilega bæta ofan á það með því að aldursgreina börn sem geta ekki veitt upplýst samþykki? Höfundur er ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hælisleitendur Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vonbrigði í Vaxtamáli Breki Karlsson skrifar Skoðun Reykjalundur – lífsbjargandi þjónusta í 80 ár Magnús Sigurjón Olsen Guðmundsson skrifar Sjá meira
Ég er fædd og að hluta til alin upp á Íslandi en kem frá stríðshrjáðu landi. Þar átti ég heima á yngri árum þar til ég var sextán ára gömul og fluttist aftur til Íslands ásamt foreldrum mínum. Við vorum íslenskir ríkisborgarar og því datt okkur aldrei í hug að það myndu fylgja því erfiðleikar að setjast hér aftur að. Ég taldi það aldrei annað en sjálfsagt að fá að búa á Íslandi. Það eru önnur börn, eins og ég, sem vilja setjast hér að en njóta ekki þeirra forréttinda að hafa fæðst á Íslandi eða eiga foreldra sem eru með íslenskan ríkisborgararétt. Sum þeirra eru ekki einu sinni á ferð með foreldrum sínum; oft hafa foreldrarnir látist í stríði eða þurft að senda þau einsömul úr landi, t.d. vegna efnahagslegra erfiðleika, en með von í hjarta um að þau öðlist betra líf. Hvers vegna naut ég þeirra forréttinda að fæðast á Íslandi og eiga friðsælt líf en ekki þau? Hvers vegna fæ ég að stunda nám við Háskóla Íslands án þess að brotið sé á mínum réttindum? Hælisleitendur og flóttafólk sem hingað koma er að flýja heimalandið sitt vegna þess að þar er brotið á þeim, ekki vegna þess að það langi það. En til hvers? Til þess að Háskóli Íslands í samstarfi við Útlendingastofnun geti brotið á þeim aftur? Þetta er börn sem eru á gífurlega viðkvæmum stað bæði andlega og líkamlega og því auðvelt að brjóta á þeim. Skekkjumörk aldursgreininga á tönnum þessara barna eru 3-4 ár sem geta munað öllu. Þar liggur ákvörðun stjórnvalda um að gefa þeim heimili eða hrifsa af þeim lífið. Þessar rannsóknir sem eiga sér stað innan veggja háskólans eru ekki bara ónákvæmar heldur einnig siðferðislega vafasamar en fjölmargar stofnanir og samtök á alþjóðavísu hafa fordæmt þær harðlega. Hvers vegna deilir Háskóli Íslands ekki sömu stöðlum og gildum og m.a. breska Tannlæknafélagið, Rauði Krossinn og UNICEF? Háskólinn á að vera staður þar sem öll eru velkomin, ekki staður sem vísar fólki burt vegna uppruna og flókinna aðstæðna. Það er ekki hlutverk Háskóla Íslands að vera landamæravörður. Það er nógu stórt mannréttindabrot að alast upp varnarlaus gegn átökum og stríði. Vill Háskóli Íslands virkilega bæta ofan á það með því að aldursgreina börn sem geta ekki veitt upplýst samþykki? Höfundur er ritari Röskvu, samtaka félagshyggjufólks við Háskóla Íslands
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun