Það getur þetta enginn Sara Óskarsson skrifar 7. febrúar 2020 21:07 Um daginn var fjallað í heimspressunni um viðtal við Blake Lively þar sem að hún talar opinskátt um viðbrigðin sem það hafði verið að eignast þriðja barnið; „Það er eins og að fara úr tveimur í þrjú þúsund,“ sagði Gossip Girl leikkonan í morgunþættinum Good Morning America. Hún bætti því svo við að þau hjónin ættu svo mörg börn núna að það væri „sturlun“. „Eitt sem ekkert, tvö sem tíu“ var sagt hér á árum áður um barneignir. En hvað segjum við um það þriðja, já og jafnvel það fjórða? Það er að mínu mati allt of lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið er í raun og veru - og of lítið gert úr því hvernig það er þegar að kröfur samfélagsins bætast ofan á allt hitt: Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!) Uppskeruhátíð, jól í skókassa, alþjóðlegi dagurinn, starfsdagur, „allir-veikir-dagurinn“, lúsaleit, rassarannsókn, heimalestur, heimanám, píanóæfing, námsmat, allskonar námskeið, kóræfing, kórtónleikar, aukanesti, sparinesti (en engar hnetur og ekkert gos og lítill sykur takk!), námskynning, forvarnakynning, tannverndarvika, ganga-í-skólann, hjóla-í-skólann, gul viðvörun/sækja snemma, skólaferðalag/mæta snemma og sækja seint. Foreldraviðtöl (skólinn lokaður!), haustfrí, vetrarfrí, endalausir póstar; vikupóstur, helgarpóstur, lúsapóstur, ástundunar-, fimleika-, handbolta-, dans-, fótbolta-, já allskonar póstar OG SVO FRAMVEGIS. Að öllu frábæra starfsfólki skólanna og íþróttafélaganna ólöstuðu, þá er samfélagsgerðin okkar í kringum það að eiga börn allt of hástefnt. Ofan á þetta bætist jú allt þetta venjulega sem þarf að gera líka; klipping, tannlæknir, augnlæknir, húðlæknir, sálfræðingur, heimilislæknir, brjóstagjöf/að hætta á brjósti, hætta á bleyju eftir atvikum osfr. tombóla, nammidagur, kósíkvöld, gæðastundir, ferðalög, jólin, páskar, afmælisveislur. Almenn heimilisþrif, eldamennska, baða, hugga, lesa, svæfa, þvottur, innkaup, svefnlausar nætur... Og muna að vera gott og yfirvegað foreldri og njóta! Og helst rækta sambandið í leiðinni takk. Já og svo þarf að þéna pening inn á heimilið! Er skrýtið að fólk sé að brenna út og örmagnast í hrönnum? Nei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Börn og uppeldi Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þing í þágu kvenna Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Drengir á jaðrinum Margrét Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er vínandinn orðinn hinn sanni andi íþrótta? Þráinn Farestveit skrifar Skoðun Mikilvægi tjáningar erfiðrar reynslu Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Um daginn var fjallað í heimspressunni um viðtal við Blake Lively þar sem að hún talar opinskátt um viðbrigðin sem það hafði verið að eignast þriðja barnið; „Það er eins og að fara úr tveimur í þrjú þúsund,“ sagði Gossip Girl leikkonan í morgunþættinum Good Morning America. Hún bætti því svo við að þau hjónin ættu svo mörg börn núna að það væri „sturlun“. „Eitt sem ekkert, tvö sem tíu“ var sagt hér á árum áður um barneignir. En hvað segjum við um það þriðja, já og jafnvel það fjórða? Það er að mínu mati allt of lítið gert úr því í samfélaginu hversu krefjandi foreldrahlutverkið er í raun og veru - og of lítið gert úr því hvernig það er þegar að kröfur samfélagsins bætast ofan á allt hitt: Íþróttaleikir eldsnemma á sunnudagsmorgnum oft í öðru bæjarfélagi, bekkjarkvöld, mömmumorgnar, pabbamorgnar, tónleikar í skólanum, tónleikar í tónlistarskólanum, bekkjarafmæli, íþróttaferðalög, dósasöfnun, fjáraflanir, páska-, jólaföndurkvöld, þorrablót, öskudagur, hrekkjavaka, blár dagur, bleikur dagur, grænn dagur, dótadagur, bangsadagur, doppótturdagur (ég er ekki að skálda!) Uppskeruhátíð, jól í skókassa, alþjóðlegi dagurinn, starfsdagur, „allir-veikir-dagurinn“, lúsaleit, rassarannsókn, heimalestur, heimanám, píanóæfing, námsmat, allskonar námskeið, kóræfing, kórtónleikar, aukanesti, sparinesti (en engar hnetur og ekkert gos og lítill sykur takk!), námskynning, forvarnakynning, tannverndarvika, ganga-í-skólann, hjóla-í-skólann, gul viðvörun/sækja snemma, skólaferðalag/mæta snemma og sækja seint. Foreldraviðtöl (skólinn lokaður!), haustfrí, vetrarfrí, endalausir póstar; vikupóstur, helgarpóstur, lúsapóstur, ástundunar-, fimleika-, handbolta-, dans-, fótbolta-, já allskonar póstar OG SVO FRAMVEGIS. Að öllu frábæra starfsfólki skólanna og íþróttafélaganna ólöstuðu, þá er samfélagsgerðin okkar í kringum það að eiga börn allt of hástefnt. Ofan á þetta bætist jú allt þetta venjulega sem þarf að gera líka; klipping, tannlæknir, augnlæknir, húðlæknir, sálfræðingur, heimilislæknir, brjóstagjöf/að hætta á brjósti, hætta á bleyju eftir atvikum osfr. tombóla, nammidagur, kósíkvöld, gæðastundir, ferðalög, jólin, páskar, afmælisveislur. Almenn heimilisþrif, eldamennska, baða, hugga, lesa, svæfa, þvottur, innkaup, svefnlausar nætur... Og muna að vera gott og yfirvegað foreldri og njóta! Og helst rækta sambandið í leiðinni takk. Já og svo þarf að þéna pening inn á heimilið! Er skrýtið að fólk sé að brenna út og örmagnast í hrönnum? Nei.
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar