Miklar líkur á nærri þriggja daga verkfalli Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 9. febrúar 2020 18:14 Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. Hátt í tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku til að krefjast betri kjara. Aukinn þungi mun færast í verkfallsaðgerðirnar eftir helgina þegar starfsfólkið leggur aftur niður störf í tvo og hálfan sólarhring frá og með hádegi á þriðjudaginn. „Auðvitað fer þetta að bíta meira og meira það gefur náttúrulega bara augaleið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þeir sem leggja niður störf starfa meðal annars í leikskólum borgarinnar, í skólunum, við sorphirðu, götuhreinsun og umönnun aldraðra. „Ég held að bara sjaldan í bara íslenskri verkalýðsbaráttu hafi verið um að ræða jafn samstíga og samrýmdan hóp og nú fer fram með sínar kröfur,“ segir Sólveig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur þungar áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að ekki sé hægt að verða við öllum kröfum Eflingar. „Það að okkar mati myndi í raun kveikja elda í viðræðum við alla aðra viðsemjendur,“ segir Dagur. Sólveig Anna segir mikið bera á milli deiluaðila en telur stjórnendur borgarinnar fullfæra um að mæta kröfum Eflingar. „Það ber mikið á milli einfaldlega vegna þess að borgin sér fyrir sér að halda áfram að geta ofurarðrænt risastóran hóp kvenna sem að sinna mikilvægustu störfum í þessu samfélagi. Við aftur á móti erum ekki lengur tilbúnar að sætta okkur við það. Borgin hún getur mætt kröfum okkar,“ segir Sólveig Anna. „Kröfur Eflingar eru ekki bara um þessar umtalsverðu hækkanir á lægstu launin heldur í raun að fá meiri hækkanir ofan á það og upp stigann þannig að það verður nánast enginn munur á launum þeirra sem eru ófaglærðir og eru með þriggja til fimm ára háskólamenntun. Við einfaldlega teljum og vitum að leikskólakennarar og aðrir munu ekki sætta sig við það,“ segir Dagur. Hann segir borgina hafa lagt til grundvallar samningum við Eflingu og aðra sem verið er að semja við lífskjarasamningana. Með þeim hækki laun þeirra sem eru með lægstu launin mest. Dagur segir að einnig sé lögð áhersla á styttingu vinnuvikunnar við kjarasamningagerð. „Ég vonast sem sagt til þess að á næstu dögum og vikum þá náist að klára sem flesta samninga og leyni því ekkert að ég hef mestar áhyggjur af því hvernig hægt verður að ná landi við Eflingu,“ segir Dagur. Þá segist hann ekki eiga von á því að það takist að afstýra verkfalli á þriðjudaginn miðað við stöðuna nú. Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira
Miklar líkur eru á að tæplega þriggja daga verkfall Eflingar hefjist á þriðjudag. Ekkert hefur miðað í kjaraviðræðum Eflingar og borgarinnar. Borgarstjóri segist ekki hafa eins miklar áhyggjur af neinum kjarasamningum og samningnum við Eflingu, enda erfitt að verða við ýtrustu kröfum félagsins. Hátt í tvö þúsund starfsmenn Eflingar hjá borginni lögðu niður störf í tvígang í síðustu viku til að krefjast betri kjara. Aukinn þungi mun færast í verkfallsaðgerðirnar eftir helgina þegar starfsfólkið leggur aftur niður störf í tvo og hálfan sólarhring frá og með hádegi á þriðjudaginn. „Auðvitað fer þetta að bíta meira og meira það gefur náttúrulega bara augaleið,“ segir Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar. Þeir sem leggja niður störf starfa meðal annars í leikskólum borgarinnar, í skólunum, við sorphirðu, götuhreinsun og umönnun aldraðra. „Ég held að bara sjaldan í bara íslenskri verkalýðsbaráttu hafi verið um að ræða jafn samstíga og samrýmdan hóp og nú fer fram með sínar kröfur,“ segir Sólveig. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hefur þungar áhyggjur af stöðunni.Vísir/Egill Dagur B. Eggertsson borgarstjóri segir ljóst að ekki sé hægt að verða við öllum kröfum Eflingar. „Það að okkar mati myndi í raun kveikja elda í viðræðum við alla aðra viðsemjendur,“ segir Dagur. Sólveig Anna segir mikið bera á milli deiluaðila en telur stjórnendur borgarinnar fullfæra um að mæta kröfum Eflingar. „Það ber mikið á milli einfaldlega vegna þess að borgin sér fyrir sér að halda áfram að geta ofurarðrænt risastóran hóp kvenna sem að sinna mikilvægustu störfum í þessu samfélagi. Við aftur á móti erum ekki lengur tilbúnar að sætta okkur við það. Borgin hún getur mætt kröfum okkar,“ segir Sólveig Anna. „Kröfur Eflingar eru ekki bara um þessar umtalsverðu hækkanir á lægstu launin heldur í raun að fá meiri hækkanir ofan á það og upp stigann þannig að það verður nánast enginn munur á launum þeirra sem eru ófaglærðir og eru með þriggja til fimm ára háskólamenntun. Við einfaldlega teljum og vitum að leikskólakennarar og aðrir munu ekki sætta sig við það,“ segir Dagur. Hann segir borgina hafa lagt til grundvallar samningum við Eflingu og aðra sem verið er að semja við lífskjarasamningana. Með þeim hækki laun þeirra sem eru með lægstu launin mest. Dagur segir að einnig sé lögð áhersla á styttingu vinnuvikunnar við kjarasamningagerð. „Ég vonast sem sagt til þess að á næstu dögum og vikum þá náist að klára sem flesta samninga og leyni því ekkert að ég hef mestar áhyggjur af því hvernig hægt verður að ná landi við Eflingu,“ segir Dagur. Þá segist hann ekki eiga von á því að það takist að afstýra verkfalli á þriðjudaginn miðað við stöðuna nú.
Kjaramál Reykjavík Skóla - og menntamál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Mest lesið Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Innlent Mestu virkjanaframkvæmdir í sögu Grænlands framundan Erlent Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Innlent Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Innlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Trump vann öll sveifluríkin Erlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Fleiri fréttir Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sjá meira