Vísað úr flugi vegna líkamslyktar og krefjast skaðabóta Sylvía Hall skrifar 31. janúar 2020 12:16 Fjölskyldan var á leið í flug með American Airlines þegar atvikið kom upp. Vísir/Getty Þriggja manna fjölskylda frá Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur nú höfðað skaðabótamál á hendur flugfélaginu American Airlines eftir að þeim var vísað úr flugi fyrr frá Miami í Flórídaríki í mánuðinum. Ástæðan var sögð vera vond líkamslykt fjölskyldumeðlima, en þau eru strangtrúaðir gyðingar. Yehuda Yosef Adler hafði verið á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni Jennie og ungri dóttur þeirra þegar atvikið kom upp. Þau höfðu setið í flugvélinni í um það bil fimm mínútur þegar starfsmaður sagði þeim að „neyðartilfelli“ hefði komið upp og þau þyrftu að yfirgefa vélina. Annar starfsmaður á svo að hafa sagt þeim að líkamslykt væri ástæðan. Fjölskyldan segist hafa orðið fyrir tilfinningalegu uppnámi vegna málsins. Það hafi verið ærumeiðandi og með þessu hafi þeim verið mismunað vegna trúar þeirra. Þá benda þau sérstaklega á ummæli starfsmanns sem á að hafa gert niðrandi athugasemdir sem hljóðuðu á þann veg að strangtrúaðir gyðingar „færu aðeins í bað einu sinni í viku“. Adler-fjölskyldan segist jafnframt hafa spurt aðra við hliðið hvort þau fyndu slæma lykt af þeim. Um það bil tuttugu manns eiga að hafa svarað því neitandi. Þá kveðst fjölskyldufaðirinn einnig hafa farið í sturtu sama morgun og flugið var. Fjölskyldunni var útvegað hótelherbergi og voru þau jafnframt færð í annað flug næsta dag. Farangurinn þeirra varð hins vegar eftir í því flugi sem þau ætluðu sér fyrst að fara með. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að aðrir farþegar hafi kvartað undan líkamslykt fjölskyldunnar. Því hafi verið ákveðið að vísa þeim úr fluginu til þess að tryggja þægindi annarra farþega. Þá hafnar flugfélagið því alfarið að ákvörðunin hafi byggst á fordómum í garð strangtrúaðra gyðinga. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira
Þriggja manna fjölskylda frá Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur nú höfðað skaðabótamál á hendur flugfélaginu American Airlines eftir að þeim var vísað úr flugi fyrr frá Miami í Flórídaríki í mánuðinum. Ástæðan var sögð vera vond líkamslykt fjölskyldumeðlima, en þau eru strangtrúaðir gyðingar. Yehuda Yosef Adler hafði verið á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni Jennie og ungri dóttur þeirra þegar atvikið kom upp. Þau höfðu setið í flugvélinni í um það bil fimm mínútur þegar starfsmaður sagði þeim að „neyðartilfelli“ hefði komið upp og þau þyrftu að yfirgefa vélina. Annar starfsmaður á svo að hafa sagt þeim að líkamslykt væri ástæðan. Fjölskyldan segist hafa orðið fyrir tilfinningalegu uppnámi vegna málsins. Það hafi verið ærumeiðandi og með þessu hafi þeim verið mismunað vegna trúar þeirra. Þá benda þau sérstaklega á ummæli starfsmanns sem á að hafa gert niðrandi athugasemdir sem hljóðuðu á þann veg að strangtrúaðir gyðingar „færu aðeins í bað einu sinni í viku“. Adler-fjölskyldan segist jafnframt hafa spurt aðra við hliðið hvort þau fyndu slæma lykt af þeim. Um það bil tuttugu manns eiga að hafa svarað því neitandi. Þá kveðst fjölskyldufaðirinn einnig hafa farið í sturtu sama morgun og flugið var. Fjölskyldunni var útvegað hótelherbergi og voru þau jafnframt færð í annað flug næsta dag. Farangurinn þeirra varð hins vegar eftir í því flugi sem þau ætluðu sér fyrst að fara með. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að aðrir farþegar hafi kvartað undan líkamslykt fjölskyldunnar. Því hafi verið ákveðið að vísa þeim úr fluginu til þess að tryggja þægindi annarra farþega. Þá hafnar flugfélagið því alfarið að ákvörðunin hafi byggst á fordómum í garð strangtrúaðra gyðinga.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Innlent Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Innlent Fleiri fréttir Sænskur blaðamaður gæti farið í fangelsi fyrir að móðga Erdogan Vilja ræða frið en ekki uppgjöf Rýna í innyfli deyjandi reikistjörnu Vill enn stærra vopnabúr fyrir næstu stríð Umfangsmesta fölnun kóralrifja sem sögur fara af Óreiðan ræður ríkjum í Pentagon Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Frjálslyndir með forskot á lokaspretti kosningabaráttunni Úkraínufundinum í London frestað Lík páfans flutt í Péturskirkju í dag Mikil reiði eftir árásina í Kasmír Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Sjá meira