Vísað úr flugi vegna líkamslyktar og krefjast skaðabóta Sylvía Hall skrifar 31. janúar 2020 12:16 Fjölskyldan var á leið í flug með American Airlines þegar atvikið kom upp. Vísir/Getty Þriggja manna fjölskylda frá Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur nú höfðað skaðabótamál á hendur flugfélaginu American Airlines eftir að þeim var vísað úr flugi fyrr frá Miami í Flórídaríki í mánuðinum. Ástæðan var sögð vera vond líkamslykt fjölskyldumeðlima, en þau eru strangtrúaðir gyðingar. Yehuda Yosef Adler hafði verið á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni Jennie og ungri dóttur þeirra þegar atvikið kom upp. Þau höfðu setið í flugvélinni í um það bil fimm mínútur þegar starfsmaður sagði þeim að „neyðartilfelli“ hefði komið upp og þau þyrftu að yfirgefa vélina. Annar starfsmaður á svo að hafa sagt þeim að líkamslykt væri ástæðan. Fjölskyldan segist hafa orðið fyrir tilfinningalegu uppnámi vegna málsins. Það hafi verið ærumeiðandi og með þessu hafi þeim verið mismunað vegna trúar þeirra. Þá benda þau sérstaklega á ummæli starfsmanns sem á að hafa gert niðrandi athugasemdir sem hljóðuðu á þann veg að strangtrúaðir gyðingar „færu aðeins í bað einu sinni í viku“. Adler-fjölskyldan segist jafnframt hafa spurt aðra við hliðið hvort þau fyndu slæma lykt af þeim. Um það bil tuttugu manns eiga að hafa svarað því neitandi. Þá kveðst fjölskyldufaðirinn einnig hafa farið í sturtu sama morgun og flugið var. Fjölskyldunni var útvegað hótelherbergi og voru þau jafnframt færð í annað flug næsta dag. Farangurinn þeirra varð hins vegar eftir í því flugi sem þau ætluðu sér fyrst að fara með. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að aðrir farþegar hafi kvartað undan líkamslykt fjölskyldunnar. Því hafi verið ákveðið að vísa þeim úr fluginu til þess að tryggja þægindi annarra farþega. Þá hafnar flugfélagið því alfarið að ákvörðunin hafi byggst á fordómum í garð strangtrúaðra gyðinga. Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Sjá meira
Þriggja manna fjölskylda frá Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur nú höfðað skaðabótamál á hendur flugfélaginu American Airlines eftir að þeim var vísað úr flugi fyrr frá Miami í Flórídaríki í mánuðinum. Ástæðan var sögð vera vond líkamslykt fjölskyldumeðlima, en þau eru strangtrúaðir gyðingar. Yehuda Yosef Adler hafði verið á ferðalagi ásamt eiginkonu sinni Jennie og ungri dóttur þeirra þegar atvikið kom upp. Þau höfðu setið í flugvélinni í um það bil fimm mínútur þegar starfsmaður sagði þeim að „neyðartilfelli“ hefði komið upp og þau þyrftu að yfirgefa vélina. Annar starfsmaður á svo að hafa sagt þeim að líkamslykt væri ástæðan. Fjölskyldan segist hafa orðið fyrir tilfinningalegu uppnámi vegna málsins. Það hafi verið ærumeiðandi og með þessu hafi þeim verið mismunað vegna trúar þeirra. Þá benda þau sérstaklega á ummæli starfsmanns sem á að hafa gert niðrandi athugasemdir sem hljóðuðu á þann veg að strangtrúaðir gyðingar „færu aðeins í bað einu sinni í viku“. Adler-fjölskyldan segist jafnframt hafa spurt aðra við hliðið hvort þau fyndu slæma lykt af þeim. Um það bil tuttugu manns eiga að hafa svarað því neitandi. Þá kveðst fjölskyldufaðirinn einnig hafa farið í sturtu sama morgun og flugið var. Fjölskyldunni var útvegað hótelherbergi og voru þau jafnframt færð í annað flug næsta dag. Farangurinn þeirra varð hins vegar eftir í því flugi sem þau ætluðu sér fyrst að fara með. Í yfirlýsingu frá flugfélaginu segir að aðrir farþegar hafi kvartað undan líkamslykt fjölskyldunnar. Því hafi verið ákveðið að vísa þeim úr fluginu til þess að tryggja þægindi annarra farþega. Þá hafnar flugfélagið því alfarið að ákvörðunin hafi byggst á fordómum í garð strangtrúaðra gyðinga.
Bandaríkin Fréttir af flugi Mest lesið Óvíst hvar börnin lenda í haust Innlent Vó að æru Margeirs með því að færa hann til í starfi Innlent „Þetta er framar okkar björtustu vonum“ Innlent Kölluð út vegna slagsmála og svo aftur vegna berserksgangs sama manns Innlent Villta vestrið ríki á íþróttaviðburðum og kalla eftir reglum Innlent Inga Sæland hellti sér yfir Sigríði Andersen Innlent Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Erlent Ekkert lát á sumarveðrinu Veður Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Erlent Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy Erlent Fleiri fréttir Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Lykilvitni gegn Diddy: „Þetta voru hans draumórar“ Trump hitti Sýrlandsforseta í Sádi-Arabíu Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Tveir frambjóðendur myrtir á nokkrum dögum Hóta að standa í vegi „fallegs“ frumvarps Mætir ræningjunum í fyrsta sinn Segja ekki hvort Pútín ætli að hitta Selenskí Sakfelldur fyrir að hafa beitt konur kynferðisofbeldi Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Sjá meira