José Mourinho, knattspyrnustjóri Tottenham, var léttur í lundu á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Manchester City.
Í dag verður félagaskiptaglugganum lokað. Mourinho hefur setið fyrir svörum á nokkrum blaðamannafundum á „gluggadegi“ og vissi hvaða spurningar hann myndi fá.
Hann hóf fundinn á að spyrja tveggja spurninga og svara þeim sjálfur.
„Fyrsta spurning, býstu við að fá leikmann áður en félagaskiptaglugganum verður lokað. Fyrsta svar, nei,“ sagði Mourinho og hélt áfram.
„Önnur spurning, ertu ánægður með félagaskiptagluggann. Já, ég er það,“ sagði Portúgalinn og uppskar mikinn hlátur.
Jose Mourinho kicked off his press conference on transfer deadline day by interviewing himself pic.twitter.com/Ogg6Xfv17L
— ESPN FC (@ESPNFC) January 31, 2020
Í félagaskiptaglugganum gekk Tottenham frá kaupunum á Giovani Lo Celso og fékk Gedson Fernandes á láni. Spurs seldi hins vegar Christian Eriksen til Inter og lánaði Danny Rose til Newcastle United.
Leikur Tottenham og Manchester City hefst klukkan 16:30 á sunnudaginn.